Þorvaldur Davíð vill verða bæjarstjóri á Seyðisfirði Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. júlí 2018 11:45 Menntamál ættu að vera í góðum höndum, verði skólarapparinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson fyrir valinu. Vísir Leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson er meðal þeirra 12 sem sækjast eftir því að verða bæjarstjóri á Seyðisfirði. Þorvaldur Davíð er Íslendingum að góðu kunnur en hann hefur meðal annars gert garðinn frægan í kvikmyndum á borð við Ég man þig, Svartur á leik og Vonarstræti. Þá ljáði hann ljónsunganum Simba rödd sína í Konungi ljónanna ásamt því að syngja inn á Skólarapp ásamt Söru Dís Hjaltested. Þá mun menntun hans úr listaskólanum Juilliard eflaust koma að góðum notum við rekstur bæjarins. Fram kemur á vef bæjarfélagsins að leitað verði til ráðningarskrifstofu sem muni sjá um áframhaldandi vinnslu umsóknargagna sem og mat á hæfi Þorvaldar og annarra umsækjenda. Þeirra á meðal eru Gísli Halldór Halldórsson, fyrrverandi bæjarstjóri á ísafirði, og Kristín Amalía Atladóttir, forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs. Ljóst er að leikarinn og Kristín væru á heimavelli, yrðu annað hvort þeirra fyrir valinu, enda er Seyðisfjörður þekktur fyrir blómlegt listalíf. Þarf ekki að leita lengra en til listahátíðarinnar LungA, sem árlega trekkir að hundruð íslenskra listamanna til bæjarins. Hátíðin fer fram um miðjan júlímánuð og setur ætíð mikinn svip á 700 manna bæjarfélagið. Fyrst minnst er á LungA: meðal umsækjenda er jafnframt Aðalheiður Borgþórsdóttir, sem af staðkunnungum er þekkt sem „Mamma LungA“ enda stofnandi hátíðarinnar og framkvæmdastjóri hennar til 17 ára. Þar að auki var hún menningarfulltrúi Seyðisfjarðar í nærri tvo áratugi, meðstofnandi myndlistarmiðstöðvarinnar Skaftfells og svo lengi mætti telja. Listann yfir umsækjendur má sjá hér að neðan. Aðalheiður Borgþórsdóttir, Seyðisfirði Arnbjörg Sveinsdóttir, Seyðisfirði Gísli Halldór Halldórsson, Ísafirði Guðrún Lilja Magnúsdóttir, Egilsstöðum Jóhann Freyr Aðalsteinsson, Osló Jón Kristinn Jónsson, Hafnarfirði Kristín Amalía Atladóttir, Egilsstöðum Ólafur Hr. Sigurðsson, Seyðisfirði Snorri Emilsson, Seyðisfirði Sveinn Enok Jóhannsson, Reykjanesbæ Tryggvi Harðarson, Reykjavík Þorvaldur Davíð Kristjánsson, Reykjavík. Seyðisfjörður Vistaskipti Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Fleiri fréttir Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Sjá meira
Leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson er meðal þeirra 12 sem sækjast eftir því að verða bæjarstjóri á Seyðisfirði. Þorvaldur Davíð er Íslendingum að góðu kunnur en hann hefur meðal annars gert garðinn frægan í kvikmyndum á borð við Ég man þig, Svartur á leik og Vonarstræti. Þá ljáði hann ljónsunganum Simba rödd sína í Konungi ljónanna ásamt því að syngja inn á Skólarapp ásamt Söru Dís Hjaltested. Þá mun menntun hans úr listaskólanum Juilliard eflaust koma að góðum notum við rekstur bæjarins. Fram kemur á vef bæjarfélagsins að leitað verði til ráðningarskrifstofu sem muni sjá um áframhaldandi vinnslu umsóknargagna sem og mat á hæfi Þorvaldar og annarra umsækjenda. Þeirra á meðal eru Gísli Halldór Halldórsson, fyrrverandi bæjarstjóri á ísafirði, og Kristín Amalía Atladóttir, forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs. Ljóst er að leikarinn og Kristín væru á heimavelli, yrðu annað hvort þeirra fyrir valinu, enda er Seyðisfjörður þekktur fyrir blómlegt listalíf. Þarf ekki að leita lengra en til listahátíðarinnar LungA, sem árlega trekkir að hundruð íslenskra listamanna til bæjarins. Hátíðin fer fram um miðjan júlímánuð og setur ætíð mikinn svip á 700 manna bæjarfélagið. Fyrst minnst er á LungA: meðal umsækjenda er jafnframt Aðalheiður Borgþórsdóttir, sem af staðkunnungum er þekkt sem „Mamma LungA“ enda stofnandi hátíðarinnar og framkvæmdastjóri hennar til 17 ára. Þar að auki var hún menningarfulltrúi Seyðisfjarðar í nærri tvo áratugi, meðstofnandi myndlistarmiðstöðvarinnar Skaftfells og svo lengi mætti telja. Listann yfir umsækjendur má sjá hér að neðan. Aðalheiður Borgþórsdóttir, Seyðisfirði Arnbjörg Sveinsdóttir, Seyðisfirði Gísli Halldór Halldórsson, Ísafirði Guðrún Lilja Magnúsdóttir, Egilsstöðum Jóhann Freyr Aðalsteinsson, Osló Jón Kristinn Jónsson, Hafnarfirði Kristín Amalía Atladóttir, Egilsstöðum Ólafur Hr. Sigurðsson, Seyðisfirði Snorri Emilsson, Seyðisfirði Sveinn Enok Jóhannsson, Reykjanesbæ Tryggvi Harðarson, Reykjavík Þorvaldur Davíð Kristjánsson, Reykjavík.
Seyðisfjörður Vistaskipti Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Fleiri fréttir Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Sjá meira