Samningsbundinn Stólunum en að semja við Grindavík Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. júlí 2018 17:30 Sigtryggur Arnar Björnsson var valinn í úrvalslið Domino's-deildarinnar á síðasta tímabili. Vísir/bára Sigtryggur Arnar Björnsson gæti orðið leikmaður Grindavíkur á næstu klukkustundum. Þetta segir Lorenz Óli Ólason formaður körfuknattleiksdeildar hinna gulu og glaða. Kollegi hans hjá Tindastóli segir Sigtrygg Arnar samninsbundinn Stólunum, megi ekki ræða við önnur félög og hann eigi von á honum til æfinga 1. september. Sigtryggur var lykilmaður í liði Tindastóls á síðustu leiktíð. Liðið varð bikarmeistari, þar sem Sigtryggur Arnar fór á kostum í stórsigri á KR, en Vesturbæingar hefndu svo í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Sigtryggur hefur glímt við meiðsli undanfarnar vikur og gaf af þeim sökum ekki kost á sér í landsleikina gegn Búlgaríu og Finnlandi á dögunum. Hann hefur þó, samkvæmt heimildum Vísis, átt í viðræðum við önnur félög en hann vill komast frá Tindastóli.Ingólfur Jón Geirsson er nýr formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls.Á að mæta til vinnu 1. september Ingólfur Jón Geirsson, sem er nýtekinn við formennsku hjá körfuknattleiksdeild Tindastóls af Stefáni Jónssyni, segir Sigtrygg eiga gildan samning við Tindastól. Undirrituðum samningi hafi verið skilað of seint á skrifstofu Körfuknattleikssambands Íslands og þar standi hnífurinn í kúnni. Sigtryggur Arnar telur sig lausan allra mála hjá Tindastóli fyrir vikið. „Samkvæmt okkar bæjardyrum er samningurinn löglegur og gildur. Við reiknum með honum til starfa 1. september,“ segir Ingólfur Jón. Leikmenn Tindastóls æfa yfir sumarið en ekki er mætingarskylda á æfingar að sögn Ingólfs Jóns. Keppni í Domino's-deildinni hefst í byrjun október.Lorenz Óli Ólason er formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur.„Gott að búa í Grindavík“ Samkvæmt heimildum Vísis hafa Keflavík, Stjarnan og Grindavík sýnt Sigtryggi Arnari mikinn áhuga. Hann hefur átt í viðræðum við Grindvíkinga. Formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur er Lorenz Óli Ólason. „Það er náttúrulega gott að búa í Grindavík,“ segir Lorenz sem staddur var í Bandaríkjunum í vinnuferð þegar blaðamaður náði af honum tali. „Það er ekki búið að skrifa undir neitt. Ég myndi bara segja að þetta skýrist mjög fljótlega. Þetta kemur allt í ljós á næstu tímunum,“ segir Lorenz.Ekki náðist í Sigtrygg Arnar við vinnslu fréttarinnar.Dagur Kár í leik með Grindvíkingum.vísir/anton brinkKöld gusa framan í Grindvíkinga Óhætt er að segja að ekki sé um að ræða fyrsta skipti þar sem leikmenn og félög eru ekki sammála um það hvort samningar gildi í körfuboltanum hér heima. Leikmenn hafa samið við félög þrátt fyrir að vera samningsbundnir öðru félagi. Nærtækt dæmi má finna í apríl. Körfuknattleiksdeild Grindavíkur var allt annað en sátt þegar Dagur Kár Jónsson skrifaði undir samning við Stjörnuna í apríl síðastliðnum. Dagur samdi við Stjörnuna tveimur vikum áður en uppsagnarákvæði í samningi hans tók gildi.Sögðu Grindvíkingar Dag hafa tilkynnt þeim að hann ætlaði að klára samning sinn við Grindavík. Hann hafi verið inni í þeirra plönum og því hafi ákvörðunin komið „eins og köld tuska framan í KKD Grindavíkur.“ Óskuðu Grindvíkingar Degi samt góðs gengis hjá uppeldisfélagi sínu.Í fyrstu útgáfu fréttarinnar stóð að Keflvíkingar hefðu rætt við Sigtrygg Arnar. Viðræður hófust þó aldrei eftir að Keflvíkingar heyrðu af launakröfum Sigtryggs. Dominos-deild karla Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Sjá meira
Sigtryggur Arnar Björnsson gæti orðið leikmaður Grindavíkur á næstu klukkustundum. Þetta segir Lorenz Óli Ólason formaður körfuknattleiksdeildar hinna gulu og glaða. Kollegi hans hjá Tindastóli segir Sigtrygg Arnar samninsbundinn Stólunum, megi ekki ræða við önnur félög og hann eigi von á honum til æfinga 1. september. Sigtryggur var lykilmaður í liði Tindastóls á síðustu leiktíð. Liðið varð bikarmeistari, þar sem Sigtryggur Arnar fór á kostum í stórsigri á KR, en Vesturbæingar hefndu svo í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Sigtryggur hefur glímt við meiðsli undanfarnar vikur og gaf af þeim sökum ekki kost á sér í landsleikina gegn Búlgaríu og Finnlandi á dögunum. Hann hefur þó, samkvæmt heimildum Vísis, átt í viðræðum við önnur félög en hann vill komast frá Tindastóli.Ingólfur Jón Geirsson er nýr formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls.Á að mæta til vinnu 1. september Ingólfur Jón Geirsson, sem er nýtekinn við formennsku hjá körfuknattleiksdeild Tindastóls af Stefáni Jónssyni, segir Sigtrygg eiga gildan samning við Tindastól. Undirrituðum samningi hafi verið skilað of seint á skrifstofu Körfuknattleikssambands Íslands og þar standi hnífurinn í kúnni. Sigtryggur Arnar telur sig lausan allra mála hjá Tindastóli fyrir vikið. „Samkvæmt okkar bæjardyrum er samningurinn löglegur og gildur. Við reiknum með honum til starfa 1. september,“ segir Ingólfur Jón. Leikmenn Tindastóls æfa yfir sumarið en ekki er mætingarskylda á æfingar að sögn Ingólfs Jóns. Keppni í Domino's-deildinni hefst í byrjun október.Lorenz Óli Ólason er formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur.„Gott að búa í Grindavík“ Samkvæmt heimildum Vísis hafa Keflavík, Stjarnan og Grindavík sýnt Sigtryggi Arnari mikinn áhuga. Hann hefur átt í viðræðum við Grindvíkinga. Formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur er Lorenz Óli Ólason. „Það er náttúrulega gott að búa í Grindavík,“ segir Lorenz sem staddur var í Bandaríkjunum í vinnuferð þegar blaðamaður náði af honum tali. „Það er ekki búið að skrifa undir neitt. Ég myndi bara segja að þetta skýrist mjög fljótlega. Þetta kemur allt í ljós á næstu tímunum,“ segir Lorenz.Ekki náðist í Sigtrygg Arnar við vinnslu fréttarinnar.Dagur Kár í leik með Grindvíkingum.vísir/anton brinkKöld gusa framan í Grindvíkinga Óhætt er að segja að ekki sé um að ræða fyrsta skipti þar sem leikmenn og félög eru ekki sammála um það hvort samningar gildi í körfuboltanum hér heima. Leikmenn hafa samið við félög þrátt fyrir að vera samningsbundnir öðru félagi. Nærtækt dæmi má finna í apríl. Körfuknattleiksdeild Grindavíkur var allt annað en sátt þegar Dagur Kár Jónsson skrifaði undir samning við Stjörnuna í apríl síðastliðnum. Dagur samdi við Stjörnuna tveimur vikum áður en uppsagnarákvæði í samningi hans tók gildi.Sögðu Grindvíkingar Dag hafa tilkynnt þeim að hann ætlaði að klára samning sinn við Grindavík. Hann hafi verið inni í þeirra plönum og því hafi ákvörðunin komið „eins og köld tuska framan í KKD Grindavíkur.“ Óskuðu Grindvíkingar Degi samt góðs gengis hjá uppeldisfélagi sínu.Í fyrstu útgáfu fréttarinnar stóð að Keflvíkingar hefðu rætt við Sigtrygg Arnar. Viðræður hófust þó aldrei eftir að Keflvíkingar heyrðu af launakröfum Sigtryggs.
Dominos-deild karla Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum