Sumar stóru félagsskiptanna í íslenska körfuboltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2018 14:30 Brynjar Þór Björnsson og Darri Hilmarsson lyfta Íslandsbikarnum á dögunum. Vísir/bára Fjórir toppleikmenn í Domino´s deild karla í körfubolta hafa farið á milli liða í deildinni í sumar þar af þrír þeirra til liðs sem þeir mættu í úrslitakeppninni síðasta vor. Leikmennirnir fjórir eru Brynjar Þór Björnsson, Dagur Kár Jónsson, Danero Axel Thomas og Sigtryggur Arnar Björnsson. Sigtryggur Arnar var sá síðasti af þeim til að fara á milli liða þegar hann fékk sig lausann frá Tindastól og samdi við Grindvíkinga. Dagur Kár, Danero og Arnar voru allir á topp tíu í framlagi íslenskra leikmanna í úrslitakeppninni á síðustu leiktíð og Brynjar Þór var fyrirliði fimmfaldra Íslandsmeistara KR. Til viðbótar hafa líka þrír aðrir öflugir leikmenn farið á milli liða í deildinni. Miðherjinn Ragnar Ágúst Nathanaelsson fór frá Njarðvík í Val, framherjinn Ólafur Helgi Jónsson fór frá Þór Þorlákshöfn í Njarðvík og framherjinn Kristinn Marinósson fór frá ÍR í Hauka. Vísir ætlar nú að skoða aðeins þessa fjóru stærstu sem hafa farið á milli félaga á þessu viðburðarríka sumri í íslenska körfuboltanum.Sigtryggur Arnar Björnson var einn af lykilmönnum Tindastóls á síðasta tímabilivísir/báraSigtryggur Arnar Björnsson25 ára bakvörðurGamla liðið: TindastóllNýja liðið: Grindavík - Hjálpaði Tindastól að slá Grindavík út úr úrslitakeppinniMeðaltölin á öllu Íslandsmótinu 2017-18 (deild+úrslitak.) 19,4 stig í leik 4,0 fráköst í leik 3,3 stoðsendingar í leik7. sæti í framlagi Íslendinga í deildinni (17,3 í leik)10. sæti í framlagi Íslendinga í úrslitakeppninni (16,5 í leik) Átti frábært fyrsta tímabil með Tindastóls og fáir bjuggust við öðru en að hann yrði áfram hjá liðinu. Ekkert varð hinsvegar að því og Arnar spilar með sínu þriðja liði á þremur árum. Fór auðveldlega úr því að vera besti maðurinn í einu lélegasta liði deildarinnar í að vera besti maðurinn í einu besta liði deildarinnar.Brynjar Þór Björnsson í búningi Tindastóls.tindastóllBrynjar Þór Björnsson30 ára bakvörðurGamla liðið: KRNýja liðið: Tindastóll - Lyfti Íslandsbikarnum fimmta árið í röð eftir sigur á Tindastól í lokaúrslitumMeðaltölin á öllu Íslandsmótinu 2017-18 (deild+úrslitak.) 12,5 stig í leik 3,0 fráköst í leik 2,5 stoðsendingar í leik33. sæti í framlagi Íslendinga í deildinni (10,4 í leik)19. sæti í framlagi Íslendinga í úrslitakeppninni (10,8 í leik) Meiddist skömmu fyrir úrslitakeppni en kom til baka og fór fyrir frábærum endaspretti KR-liðsins. Skoraði 31 stig og 7 þrista í tveimur síðustu leikjum KR á móti Tindastól í úrslitaeinvíginu. Leikjhæsti og stigahæsti KR-ingur sögunnar.Danero Axel Thomas í leik með ÍR.vísir/andri marinóDanero Axel Thomas32 ára framherjiGamla liðið: ÍRNýja liðið: Tindastóll - Átti frábært einvígi með ÍR á móti Tindastól í undanúrslitum úrslitakeppninnarMeðaltölin á öllu Íslandsmótinu 2017-18 (deild+úrslitak.) 16,1 stig í leik 6,5 fráköst í leik 2,7 stoðsendingar í leik16. sæti í framlagi Íslendinga í deildinni (14,7 í leik)4. sæti í framlagi Íslendinga í úrslitakeppninni (21,0 í leik) Átti frábært tímabil með ÍR-liðinu og sýndi síðan að hann gat tekið að sér stærra hlutverk í forföllum Ryan Taylor. Danero var með 28,3 stig, 13 fráköst og 34 framlagsstig að meðaltali í leikjunum þremur þar sem Ryan var í leikbanni. Stólarnir fengu að kynnast þessum Danero frá fyrstu hendi og buðu honum samning.Dagur Kár Jónsson í leik með Grindvíkingum.vísir/anton brinkDagur Kár Jónsson23 ára bakvörðurGamla liðið: GrindavíkNýja liðið: Stjarnan - Snýr aftur til baka til uppeldisfélagsins sínsMeðaltölin á öllu Íslandsmótinu 2017-18 (deild+úrslitak.) 16,6 stig í leik 3,5 fráköst í leik 6,7 stoðsendingar í leik14. sæti í framlagi Íslendinga í deildinni (14,7 í leik)5. sæti í framlagi Íslendinga í úrslitakeppninni (19,7 í leik) Kominn aftur heim í Garðabæinn eftir þriggja ára fjarveru í Bandaríkjunum og Grindavík. Fékk á sig mikla ábyrgð í Grindavíkurliðinu á síðasta tímabili og bætti sig sem leikmaður frá tímabilinu á undan. Orðinn mjög öflugur leikstjórnandi sem fær nú tækifæri til að stýra sóknarleiknum hjá sínu uppeldisfélagi.vísir Dominos-deild karla Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Sjá meira
Fjórir toppleikmenn í Domino´s deild karla í körfubolta hafa farið á milli liða í deildinni í sumar þar af þrír þeirra til liðs sem þeir mættu í úrslitakeppninni síðasta vor. Leikmennirnir fjórir eru Brynjar Þór Björnsson, Dagur Kár Jónsson, Danero Axel Thomas og Sigtryggur Arnar Björnsson. Sigtryggur Arnar var sá síðasti af þeim til að fara á milli liða þegar hann fékk sig lausann frá Tindastól og samdi við Grindvíkinga. Dagur Kár, Danero og Arnar voru allir á topp tíu í framlagi íslenskra leikmanna í úrslitakeppninni á síðustu leiktíð og Brynjar Þór var fyrirliði fimmfaldra Íslandsmeistara KR. Til viðbótar hafa líka þrír aðrir öflugir leikmenn farið á milli liða í deildinni. Miðherjinn Ragnar Ágúst Nathanaelsson fór frá Njarðvík í Val, framherjinn Ólafur Helgi Jónsson fór frá Þór Þorlákshöfn í Njarðvík og framherjinn Kristinn Marinósson fór frá ÍR í Hauka. Vísir ætlar nú að skoða aðeins þessa fjóru stærstu sem hafa farið á milli félaga á þessu viðburðarríka sumri í íslenska körfuboltanum.Sigtryggur Arnar Björnson var einn af lykilmönnum Tindastóls á síðasta tímabilivísir/báraSigtryggur Arnar Björnsson25 ára bakvörðurGamla liðið: TindastóllNýja liðið: Grindavík - Hjálpaði Tindastól að slá Grindavík út úr úrslitakeppinniMeðaltölin á öllu Íslandsmótinu 2017-18 (deild+úrslitak.) 19,4 stig í leik 4,0 fráköst í leik 3,3 stoðsendingar í leik7. sæti í framlagi Íslendinga í deildinni (17,3 í leik)10. sæti í framlagi Íslendinga í úrslitakeppninni (16,5 í leik) Átti frábært fyrsta tímabil með Tindastóls og fáir bjuggust við öðru en að hann yrði áfram hjá liðinu. Ekkert varð hinsvegar að því og Arnar spilar með sínu þriðja liði á þremur árum. Fór auðveldlega úr því að vera besti maðurinn í einu lélegasta liði deildarinnar í að vera besti maðurinn í einu besta liði deildarinnar.Brynjar Þór Björnsson í búningi Tindastóls.tindastóllBrynjar Þór Björnsson30 ára bakvörðurGamla liðið: KRNýja liðið: Tindastóll - Lyfti Íslandsbikarnum fimmta árið í röð eftir sigur á Tindastól í lokaúrslitumMeðaltölin á öllu Íslandsmótinu 2017-18 (deild+úrslitak.) 12,5 stig í leik 3,0 fráköst í leik 2,5 stoðsendingar í leik33. sæti í framlagi Íslendinga í deildinni (10,4 í leik)19. sæti í framlagi Íslendinga í úrslitakeppninni (10,8 í leik) Meiddist skömmu fyrir úrslitakeppni en kom til baka og fór fyrir frábærum endaspretti KR-liðsins. Skoraði 31 stig og 7 þrista í tveimur síðustu leikjum KR á móti Tindastól í úrslitaeinvíginu. Leikjhæsti og stigahæsti KR-ingur sögunnar.Danero Axel Thomas í leik með ÍR.vísir/andri marinóDanero Axel Thomas32 ára framherjiGamla liðið: ÍRNýja liðið: Tindastóll - Átti frábært einvígi með ÍR á móti Tindastól í undanúrslitum úrslitakeppninnarMeðaltölin á öllu Íslandsmótinu 2017-18 (deild+úrslitak.) 16,1 stig í leik 6,5 fráköst í leik 2,7 stoðsendingar í leik16. sæti í framlagi Íslendinga í deildinni (14,7 í leik)4. sæti í framlagi Íslendinga í úrslitakeppninni (21,0 í leik) Átti frábært tímabil með ÍR-liðinu og sýndi síðan að hann gat tekið að sér stærra hlutverk í forföllum Ryan Taylor. Danero var með 28,3 stig, 13 fráköst og 34 framlagsstig að meðaltali í leikjunum þremur þar sem Ryan var í leikbanni. Stólarnir fengu að kynnast þessum Danero frá fyrstu hendi og buðu honum samning.Dagur Kár Jónsson í leik með Grindvíkingum.vísir/anton brinkDagur Kár Jónsson23 ára bakvörðurGamla liðið: GrindavíkNýja liðið: Stjarnan - Snýr aftur til baka til uppeldisfélagsins sínsMeðaltölin á öllu Íslandsmótinu 2017-18 (deild+úrslitak.) 16,6 stig í leik 3,5 fráköst í leik 6,7 stoðsendingar í leik14. sæti í framlagi Íslendinga í deildinni (14,7 í leik)5. sæti í framlagi Íslendinga í úrslitakeppninni (19,7 í leik) Kominn aftur heim í Garðabæinn eftir þriggja ára fjarveru í Bandaríkjunum og Grindavík. Fékk á sig mikla ábyrgð í Grindavíkurliðinu á síðasta tímabili og bætti sig sem leikmaður frá tímabilinu á undan. Orðinn mjög öflugur leikstjórnandi sem fær nú tækifæri til að stýra sóknarleiknum hjá sínu uppeldisfélagi.vísir
Dominos-deild karla Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum