16 laxar á land fyrsta daginn í Langá Karl Lúðvíksson skrifar 20. júní 2018 09:00 Sigurjón með lax af Breiðunni í Langá í gær. Mynd: Jógvan Hansen Langá á Mýrum opnaði fyrir veiði í gær en áin opnaði að þessu sinni tveim dögum fyrr en venjulega. Það er óhætt að segja að áin hafi komið á óvart en mikið líf var á neðri svæðum hennar og greinilega nokkuð af laxi að ganga. Fyrsti laxinn kom á land á Breiðunni neðan við Skugga sem er einn skemmtilegasti veiðistaðurinn í ánni á þessum tíma þegar lax er að ganga. Það var mikið af tveggja ára laxi í afla dagsins en stærstu laxarnir voru 85 sm og 80 sm sem veiddust í Bárðarbungu. Lax veiddist á Hrafnseyri sem er nokkuð ofarlega í ánni og laxar sáust víðar. Heildartala dagsins var 16 laxar og miðað við gang mála verða næstu holl í góðum málum. Gott vatn er í ánni miðað við síðustu tvö ár en vatnið í ánni núna er svipað og það var við opnun 2015 sem var eitt besta árið í Langá þegar 2.616 laxar veiddust í ánni. Sumarið í fyrra var líka gott þrátt fyrir erfið skilyrði lengst af í ágúst vegna brakandi sólskins en þá veiddist 1.701 lax í ánni. Mest lesið Veðrið gerir veiðimönnum lífið leitt Veiði Veiðin í Norðurá loks kominn yfir 900 laxa Veiði Ekki skjóta trén á Skagaströnd Veiði Sigurberg besti viskí-hnýtarinn Veiði Mest af sjóbleikju á norðanverðu landinu Veiði Þegar veðrið breytir öllu í veiði Veiði Heiðarvötnin að gefa fína veiði og væna fiska Veiði Elliðaárnar undir meðaltali síðustu ára Veiði Nýjar veiðitölur gefa engin sérstök fyrirheit Veiði 120 laxar komnir úr Korpu og um 100 úr Brynjudalsá Veiði
Langá á Mýrum opnaði fyrir veiði í gær en áin opnaði að þessu sinni tveim dögum fyrr en venjulega. Það er óhætt að segja að áin hafi komið á óvart en mikið líf var á neðri svæðum hennar og greinilega nokkuð af laxi að ganga. Fyrsti laxinn kom á land á Breiðunni neðan við Skugga sem er einn skemmtilegasti veiðistaðurinn í ánni á þessum tíma þegar lax er að ganga. Það var mikið af tveggja ára laxi í afla dagsins en stærstu laxarnir voru 85 sm og 80 sm sem veiddust í Bárðarbungu. Lax veiddist á Hrafnseyri sem er nokkuð ofarlega í ánni og laxar sáust víðar. Heildartala dagsins var 16 laxar og miðað við gang mála verða næstu holl í góðum málum. Gott vatn er í ánni miðað við síðustu tvö ár en vatnið í ánni núna er svipað og það var við opnun 2015 sem var eitt besta árið í Langá þegar 2.616 laxar veiddust í ánni. Sumarið í fyrra var líka gott þrátt fyrir erfið skilyrði lengst af í ágúst vegna brakandi sólskins en þá veiddist 1.701 lax í ánni.
Mest lesið Veðrið gerir veiðimönnum lífið leitt Veiði Veiðin í Norðurá loks kominn yfir 900 laxa Veiði Ekki skjóta trén á Skagaströnd Veiði Sigurberg besti viskí-hnýtarinn Veiði Mest af sjóbleikju á norðanverðu landinu Veiði Þegar veðrið breytir öllu í veiði Veiði Heiðarvötnin að gefa fína veiði og væna fiska Veiði Elliðaárnar undir meðaltali síðustu ára Veiði Nýjar veiðitölur gefa engin sérstök fyrirheit Veiði 120 laxar komnir úr Korpu og um 100 úr Brynjudalsá Veiði