Ætlaði að mæla grasið sem strákarnir spila á en hitti á gervigras Tómas Þór Þórðarson í Volgograd skrifar 21. júní 2018 15:00 Japaninn mældi gervigrasið sem er ljósara og umlykur völlinn sjálfan. Vísir/vilhelm Japanskur fréttamaður fór á hnén með reglustiku og gerði allt hvað hann gat til að mæla hæðina og þykktina á grasinu á Volgograd-vellinum þar sem að strákarnir okkar mæta Nígeríu á HM 2018 annað kvöld. Félagi Japanans á myndavélinni fylgdi honum eftir hvert fótmál og vöktu þeir athygli rússneskra kollega sinna sem fylgdust spenntir með framvindu mála. Það sem að hvorki Japanarnir né Rússarnir áttuðu sig á var að sá japanski var að mæla rangan hluta vallarins. Hann var ekki að mæla keppnisvöllinn sjálfan heldur gervigrasið sem umlykur völlinn. Íslenskir blaðamenn fylgdust með þessari uppákomu og brostu út í annað en engum óraði fyrir að þessi mæling ætti eftir að draga dilk á eftir sér. Rússanum fannst þetta svo mikil snilld að hann tilkynnti stoltur á blaðamannafundinum klukkustund síðar að japanskur félagi hans hefði lagst í mikla mælingarvinnu og spurði Heimi Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson út í völlinn. Þeir vissu ekki að gervigrasið var mælt en ekki grasið sjálft og svöruðu því eins og meistarar. Þeir eru ánægðir með völlinn. Japanska þjóðin á allavega von á ítarlegri fréttaskýringu um gervigrashluta grasvallarins á Volgograd Arena.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Leikmenn Nígeríu rífast við stuðningsmenn á samfélagsmiðlum Það er lítil gleði hjá forkólfum knattspyrnusambands Nígeríu með að leikmenn séu að rífast við stuðningsmenn á Twitter og öðrum samfélagsmiðlum. 21. júní 2018 14:30 Eitt orð til að lýsa íslenska liðinu: Lið Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi íslenska liðsins fyrir leikinn gegn Nígeríu í Volgograd í dag. Þeir voru beðnir um að lýsa liðinu í einu orði og var það frekar einfalt svar. 21. júní 2018 10:32 Fjörutíu þúsund áhorfendur á leik Íslands og Nígeríu á morgun Reiknað er með rúmlega 40 þúsund áhorfendum á leik Íslands og Nígeríu sem fram fer á Volgograd Arena á morgun. Um 250 fjölmiðlamenn verða á leiknum. 21. júní 2018 12:12 Hoppað í hitanum við Volgu | Myndasyrpa Vilhelm Gunnarsson myndaði strákanna okkar í steikjandi hita á Volgorad Arena 21. júní 2018 13:15 Landsliðsfyrirliðinn kom ljósmyndara Fréttablaðsins til bjargar Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska fótboltlandsliðsins, er heimsþekktur fyrir það að stjórna Víkingaklappinu og stýra íslenska landsliðinu til afreka á stórmótum. Hann vakir hinsvegar yfir öllum Íslendingum í kringum sig eins og kom í ljós í dag. 21. júní 2018 10:54 Heimir hefur ekkert talað við Lars Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur ekkert talað við Lars Lagerback, fyrrum þjálfara íslenska landsliðsins. 21. júní 2018 10:32 Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Sjá meira
Japanskur fréttamaður fór á hnén með reglustiku og gerði allt hvað hann gat til að mæla hæðina og þykktina á grasinu á Volgograd-vellinum þar sem að strákarnir okkar mæta Nígeríu á HM 2018 annað kvöld. Félagi Japanans á myndavélinni fylgdi honum eftir hvert fótmál og vöktu þeir athygli rússneskra kollega sinna sem fylgdust spenntir með framvindu mála. Það sem að hvorki Japanarnir né Rússarnir áttuðu sig á var að sá japanski var að mæla rangan hluta vallarins. Hann var ekki að mæla keppnisvöllinn sjálfan heldur gervigrasið sem umlykur völlinn. Íslenskir blaðamenn fylgdust með þessari uppákomu og brostu út í annað en engum óraði fyrir að þessi mæling ætti eftir að draga dilk á eftir sér. Rússanum fannst þetta svo mikil snilld að hann tilkynnti stoltur á blaðamannafundinum klukkustund síðar að japanskur félagi hans hefði lagst í mikla mælingarvinnu og spurði Heimi Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson út í völlinn. Þeir vissu ekki að gervigrasið var mælt en ekki grasið sjálft og svöruðu því eins og meistarar. Þeir eru ánægðir með völlinn. Japanska þjóðin á allavega von á ítarlegri fréttaskýringu um gervigrashluta grasvallarins á Volgograd Arena.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Leikmenn Nígeríu rífast við stuðningsmenn á samfélagsmiðlum Það er lítil gleði hjá forkólfum knattspyrnusambands Nígeríu með að leikmenn séu að rífast við stuðningsmenn á Twitter og öðrum samfélagsmiðlum. 21. júní 2018 14:30 Eitt orð til að lýsa íslenska liðinu: Lið Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi íslenska liðsins fyrir leikinn gegn Nígeríu í Volgograd í dag. Þeir voru beðnir um að lýsa liðinu í einu orði og var það frekar einfalt svar. 21. júní 2018 10:32 Fjörutíu þúsund áhorfendur á leik Íslands og Nígeríu á morgun Reiknað er með rúmlega 40 þúsund áhorfendum á leik Íslands og Nígeríu sem fram fer á Volgograd Arena á morgun. Um 250 fjölmiðlamenn verða á leiknum. 21. júní 2018 12:12 Hoppað í hitanum við Volgu | Myndasyrpa Vilhelm Gunnarsson myndaði strákanna okkar í steikjandi hita á Volgorad Arena 21. júní 2018 13:15 Landsliðsfyrirliðinn kom ljósmyndara Fréttablaðsins til bjargar Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska fótboltlandsliðsins, er heimsþekktur fyrir það að stjórna Víkingaklappinu og stýra íslenska landsliðinu til afreka á stórmótum. Hann vakir hinsvegar yfir öllum Íslendingum í kringum sig eins og kom í ljós í dag. 21. júní 2018 10:54 Heimir hefur ekkert talað við Lars Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur ekkert talað við Lars Lagerback, fyrrum þjálfara íslenska landsliðsins. 21. júní 2018 10:32 Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Sjá meira
Leikmenn Nígeríu rífast við stuðningsmenn á samfélagsmiðlum Það er lítil gleði hjá forkólfum knattspyrnusambands Nígeríu með að leikmenn séu að rífast við stuðningsmenn á Twitter og öðrum samfélagsmiðlum. 21. júní 2018 14:30
Eitt orð til að lýsa íslenska liðinu: Lið Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi íslenska liðsins fyrir leikinn gegn Nígeríu í Volgograd í dag. Þeir voru beðnir um að lýsa liðinu í einu orði og var það frekar einfalt svar. 21. júní 2018 10:32
Fjörutíu þúsund áhorfendur á leik Íslands og Nígeríu á morgun Reiknað er með rúmlega 40 þúsund áhorfendum á leik Íslands og Nígeríu sem fram fer á Volgograd Arena á morgun. Um 250 fjölmiðlamenn verða á leiknum. 21. júní 2018 12:12
Hoppað í hitanum við Volgu | Myndasyrpa Vilhelm Gunnarsson myndaði strákanna okkar í steikjandi hita á Volgorad Arena 21. júní 2018 13:15
Landsliðsfyrirliðinn kom ljósmyndara Fréttablaðsins til bjargar Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska fótboltlandsliðsins, er heimsþekktur fyrir það að stjórna Víkingaklappinu og stýra íslenska landsliðinu til afreka á stórmótum. Hann vakir hinsvegar yfir öllum Íslendingum í kringum sig eins og kom í ljós í dag. 21. júní 2018 10:54
Heimir hefur ekkert talað við Lars Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur ekkert talað við Lars Lagerback, fyrrum þjálfara íslenska landsliðsins. 21. júní 2018 10:32