Þjálfari Nígeríu býst við 20 þúsund Íslendingum á leikinn Henry Birgir Gunnarsson í Volgograd skrifar 21. júní 2018 14:47 Rohr var hress á fundinum. vísir/getty Gernot Rohr, þjálfari Nígeríu, var algerlega úti að aka á blaðamannafundi Nígeríu áðan því hann sagði að sitt lið væri á útivelli því von væri á 20 þúsund Íslendingum á leikinn. Það er auðvitað víðs fjarri sannleikanum því þeir eru nærri 3.000. Rohr sagði að von væri á 250 Nígeríumönnum en þeir verða reyndar álíka margir og Íslendingarnir. Annars vildi hann ekkert gefa upp um hernaðartaktík sína fyrir leikinn á morgun. „Ég mun ekki gefa neitt upp um það. Við vorum vel skipulagður gegn Króatíu en töpuðum samt. Gáfum heimskuleg mörk. Þetta verður allt öðruvísi leikur,“ sagði Rohr en hann ber virðingu fyrir íslenska liðinu. „Ég ber mikla virðingu fyrir íslenska liðinu sem hefur verið að standa sig frábærlega og gerði góða hluti gegn Argentínu. Það er mjög erfitt að vinna Ísland. Þeir hafa góða leikmenn og spila sem lið. Það verður gaman að sjá okkur gegn þeim.“ Rohr hefur verið gagnrýndur fyrir að gera of miklar breytingar á liðinu og svo var Jose Mourinho, stjóri Man. Utd, á meðal þeirra sem ganrýndu hann fyrir að spila John Obi Mikel í tíunni. „Mér er alveg sama hvað menn segja um þetta. Ég tók eftir því að þekktur þjálfari gagnrýndi mig en þetta hefur gengið vel svona. Ef ég hefði frekar spilað honum í sexunni og við tapað þá hefði ég líka verið gagnrýndur,“ sagði Rohr en hann var mjög duglegur að tala sitt lið niður á fundinum. „Við erum með yngsta lið mótsins og því engar stórar stjörnur. Við eigum Obi Mikel sem er enn mjög góður og svo Victor Moses sem allir þekkja. Svo erum við vonandi með framtíðarstjörnur. Við verðum með frábært lið árið 2022. Við erum að byggja upp til framtíðar.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Fleiri fréttir Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Sjá meira
Gernot Rohr, þjálfari Nígeríu, var algerlega úti að aka á blaðamannafundi Nígeríu áðan því hann sagði að sitt lið væri á útivelli því von væri á 20 þúsund Íslendingum á leikinn. Það er auðvitað víðs fjarri sannleikanum því þeir eru nærri 3.000. Rohr sagði að von væri á 250 Nígeríumönnum en þeir verða reyndar álíka margir og Íslendingarnir. Annars vildi hann ekkert gefa upp um hernaðartaktík sína fyrir leikinn á morgun. „Ég mun ekki gefa neitt upp um það. Við vorum vel skipulagður gegn Króatíu en töpuðum samt. Gáfum heimskuleg mörk. Þetta verður allt öðruvísi leikur,“ sagði Rohr en hann ber virðingu fyrir íslenska liðinu. „Ég ber mikla virðingu fyrir íslenska liðinu sem hefur verið að standa sig frábærlega og gerði góða hluti gegn Argentínu. Það er mjög erfitt að vinna Ísland. Þeir hafa góða leikmenn og spila sem lið. Það verður gaman að sjá okkur gegn þeim.“ Rohr hefur verið gagnrýndur fyrir að gera of miklar breytingar á liðinu og svo var Jose Mourinho, stjóri Man. Utd, á meðal þeirra sem ganrýndu hann fyrir að spila John Obi Mikel í tíunni. „Mér er alveg sama hvað menn segja um þetta. Ég tók eftir því að þekktur þjálfari gagnrýndi mig en þetta hefur gengið vel svona. Ef ég hefði frekar spilað honum í sexunni og við tapað þá hefði ég líka verið gagnrýndur,“ sagði Rohr en hann var mjög duglegur að tala sitt lið niður á fundinum. „Við erum með yngsta lið mótsins og því engar stórar stjörnur. Við eigum Obi Mikel sem er enn mjög góður og svo Victor Moses sem allir þekkja. Svo erum við vonandi með framtíðarstjörnur. Við verðum með frábært lið árið 2022. Við erum að byggja upp til framtíðar.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Fleiri fréttir Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Sjá meira