Vængstýfðir Ofurernir Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. júní 2018 12:00 Victor Moses er ein stærsta sjarna níígeríska liðsins. Vísir/Getty Nígería hefur verið með á öllum heimsmeistaramótum frá 1994 ef frá er talið HM í Þýskalandi 2006. Nígeríumenn voru öflugir á HM 1994 og 1998 en á síðustu mótum hefur uppskeran verið rýr, þótt mannskapurinn hafi oftar en ekki verið öflugur. Nígería tapaði 2-0 fyrir Króatíu í fyrsta leik sínum á HM á laugardaginn. Nígeríska liðið sýndi ekki sínar bestu hliðar og það króatíska þurfti ekki að spila vel til að ná í öll þrjú stigin. Pressan er á Nígeríu fyrir leikinn gegn Íslandi en Ofurernirnir þurfa að fá eitthvað út úr leiknum ætli liðið sér áfram í 16-liða úrslit. Síðan Þjóðverjinn Gernot Rohr tók við nígeríska liðinu 2016 hefur hann sett traust sitt á unga leikmenn. Til marks um það er nígeríska liðið það yngsta á HM en meðalaldurinn er rétt tæp 26 ár. Elsti leikmaðurinn í hópnum er varamarkvörðurinn Daniel Akpeyi sem verður 32 ára í ágúst. Nígería hefur oft haft stærri stjörnur innanborðs en liðsheildin er þétt. Miðjan er sterkasti hluti liðsins. Wilfried Ndidi er frábær varnarsinnaður miðjumaður, en hann er öflugur í návígjum. Með honum á miðjunni eru Oghenerako Etebo og fyrirliðinn Jon Obi Mikel. Etebo skoraði sjálfsmark gegn Króatíu en sýndi góða takta þess utan. Hann átti t.a.m. níu heppnuð hlaup með boltann í þeim leik, en enginn leikmaður átti fleiri slík í fyrstu umferð riðlakeppninnar. Þrátt fyrir að vera aðeins 31 árs hefur Mikel verið lengi að og vann allt sem hægt var að vinna með Chelsea á sínum tíma. Mikel er gríðarlega mikilvægur í nígeríska liðinu þegar kemur að því stjórna hraða leiksins og að koma boltanum á fremstu menn. Föst leikatriði hafa oft verið helsti veikleiki nígeríska liðsins og miðað við leikinn gegn Króatíu hefur það ekkert breyst. Bæði mörk Króata komu eftir föst leikatriði. Nígería fékk einnig mark á sig eftir hornspyrnu í vináttulandsleik gegn Englandi í aðdraganda HM. Markvarðastaðan er vandamál hjá Nígeríu. Vincent Enyeama stóð í nígeríska markinu í rúman áratug en er hættur í landsliðinu. Þá glímir Carl Ikeme, fyrrverandi samherji Jóns Daða Böðvarssonar hjá Wolves, við hvítblæði og er fjarri góðu gamni. Rohr missti fljótlega trúna á Ikechukwu Ezenwa og veðjaði á hinn 19 ára Francis Uzoho sem lék gegn Króatíu. Hann þykir hæfileikaríkur en skortir reynslu. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Sjá meira
Nígería hefur verið með á öllum heimsmeistaramótum frá 1994 ef frá er talið HM í Þýskalandi 2006. Nígeríumenn voru öflugir á HM 1994 og 1998 en á síðustu mótum hefur uppskeran verið rýr, þótt mannskapurinn hafi oftar en ekki verið öflugur. Nígería tapaði 2-0 fyrir Króatíu í fyrsta leik sínum á HM á laugardaginn. Nígeríska liðið sýndi ekki sínar bestu hliðar og það króatíska þurfti ekki að spila vel til að ná í öll þrjú stigin. Pressan er á Nígeríu fyrir leikinn gegn Íslandi en Ofurernirnir þurfa að fá eitthvað út úr leiknum ætli liðið sér áfram í 16-liða úrslit. Síðan Þjóðverjinn Gernot Rohr tók við nígeríska liðinu 2016 hefur hann sett traust sitt á unga leikmenn. Til marks um það er nígeríska liðið það yngsta á HM en meðalaldurinn er rétt tæp 26 ár. Elsti leikmaðurinn í hópnum er varamarkvörðurinn Daniel Akpeyi sem verður 32 ára í ágúst. Nígería hefur oft haft stærri stjörnur innanborðs en liðsheildin er þétt. Miðjan er sterkasti hluti liðsins. Wilfried Ndidi er frábær varnarsinnaður miðjumaður, en hann er öflugur í návígjum. Með honum á miðjunni eru Oghenerako Etebo og fyrirliðinn Jon Obi Mikel. Etebo skoraði sjálfsmark gegn Króatíu en sýndi góða takta þess utan. Hann átti t.a.m. níu heppnuð hlaup með boltann í þeim leik, en enginn leikmaður átti fleiri slík í fyrstu umferð riðlakeppninnar. Þrátt fyrir að vera aðeins 31 árs hefur Mikel verið lengi að og vann allt sem hægt var að vinna með Chelsea á sínum tíma. Mikel er gríðarlega mikilvægur í nígeríska liðinu þegar kemur að því stjórna hraða leiksins og að koma boltanum á fremstu menn. Föst leikatriði hafa oft verið helsti veikleiki nígeríska liðsins og miðað við leikinn gegn Króatíu hefur það ekkert breyst. Bæði mörk Króata komu eftir föst leikatriði. Nígería fékk einnig mark á sig eftir hornspyrnu í vináttulandsleik gegn Englandi í aðdraganda HM. Markvarðastaðan er vandamál hjá Nígeríu. Vincent Enyeama stóð í nígeríska markinu í rúman áratug en er hættur í landsliðinu. Þá glímir Carl Ikeme, fyrrverandi samherji Jóns Daða Böðvarssonar hjá Wolves, við hvítblæði og er fjarri góðu gamni. Rohr missti fljótlega trúna á Ikechukwu Ezenwa og veðjaði á hinn 19 ára Francis Uzoho sem lék gegn Króatíu. Hann þykir hæfileikaríkur en skortir reynslu.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Sjá meira