Landslið leikara í nýrri hlaupaauglýsingu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. júní 2018 14:30 Landslið íslenskra leikara tekur þátt í auglýsingunni fyrir Reykjavíkurmaraþonið og hlaupastyrk í ár. Vísir/samsett Fyrsta auglýsingin fyrir Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka og hlaupastyrk hefur verið birt á Facebook-síðu bankans. Í auglýsingunni Hlauptu koma fyrir margir af okkar ástsælustu leikurum og er útkoman ótrúlega flott. Verkefnið er að frumkvæði Ólafs Darra Ólafsson og Ilmar Kristjánsdóttur. Það var auglýsingastofan Brandenburg sem sá um þetta verkefni. „Þegar hópur leikara leitaði til Íslandsbanka með þá hugmynd að gefa vinnu sína og láta gott af sér leiða fengum við það hlutverk að útfæra auglýsingu fyrir Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka,“ segir Högni Valur Högnason aðstoðarhönnunarstjóri á Brandenburg í samtali við Vísi. En hvað fær leikara til að hlaupa? Þeir hlaupa sem alls kyns karakterar í bíómyndum, þáttum og leiksýningum. Þeir hlaupa af allt öðrum ástæðum en venjulegt fólk. Þeir hlaupa fyrir ævintýraþrána, af einskærri gleði, undan uppvakningum og sumir hlaupa meira að segja frá sprengjum. „Auglýsingin fyrir maraþonið í ár vísar í fræg minni og senur úr kvikmyndasögunni. Stórskotalið íslensku leiklistarsenunnar fær hér að blómstra í sínu náttúrulega umhverfi og auðvitað hvetja fólk til að hlaupa í eða styrkja Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka. Samúel og Gunnar leikstýrðu og Skot productions framleiddu.“ Eins og kom fram á Vísi í morgun fær enginn leikaranna greitt fyrir þátttöku í auglýsingunni eða verkefninu sem slíku en Íslandsbanki heitir á góðgerðafélögin sem þau hlaupa fyrir. Í fyrra var set met í áheitasöfnun þegar söfnuðust yfir 118 milljónir til 152 félaga. Ilmur Kristjánsdóttir og Ólafur Darri Ólafsson eru í upphafsatriði auglýsingarinnar en þar má einnig sjá Unni Ösp Stefánsdóttur, Nínu Dögg Filippusdóttur, Ólafíu Hrönn Jónsdóttur, Björn Hlyn Haraldsson, Sigurð Sigurjónsson, Kötlu Margréti Þorgeirsdóttur, Maríu Thelmu Smáradóttur, Nönnu Kristínu Magnúsdóttur, Arnmund Ernst Backman, Björn Thors, Gunnar Hanson, Gísla Örn Haraldsson, Sigrúnu Eddu Björnsdóttur, Birnu Rún Eiríksdóttur, Hjört Jóhann Jónsson, Víking Kristjánsson, Vigdísi Hrefnu Pálsdóttur, Guðmund Inga Þorvaldsson og Maríu Clöru Lúthersdóttur. Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir Ilmur, Ólafur Darri og fleiri leikarar andlit Reykjavíkurmaraþonsins Hópur landsþekktra íslenskra leikara er í forsvari fyrir hlaupastyrk í ár. 22. júní 2018 09:03 Steindi sá bara svart eftir 17 km: „Sjónin fór eitthvað að flökta“ Hálfmaraþon Steinda í Reykjavíkurmaraþoninu vakti mikla athygli um helgina en hann hljóp 21,1 kílómeter án þess að hafa undirbúið sig mikið fyrir það. 21. ágúst 2017 19:00 Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Fleiri fréttir Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Sjá meira
Fyrsta auglýsingin fyrir Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka og hlaupastyrk hefur verið birt á Facebook-síðu bankans. Í auglýsingunni Hlauptu koma fyrir margir af okkar ástsælustu leikurum og er útkoman ótrúlega flott. Verkefnið er að frumkvæði Ólafs Darra Ólafsson og Ilmar Kristjánsdóttur. Það var auglýsingastofan Brandenburg sem sá um þetta verkefni. „Þegar hópur leikara leitaði til Íslandsbanka með þá hugmynd að gefa vinnu sína og láta gott af sér leiða fengum við það hlutverk að útfæra auglýsingu fyrir Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka,“ segir Högni Valur Högnason aðstoðarhönnunarstjóri á Brandenburg í samtali við Vísi. En hvað fær leikara til að hlaupa? Þeir hlaupa sem alls kyns karakterar í bíómyndum, þáttum og leiksýningum. Þeir hlaupa af allt öðrum ástæðum en venjulegt fólk. Þeir hlaupa fyrir ævintýraþrána, af einskærri gleði, undan uppvakningum og sumir hlaupa meira að segja frá sprengjum. „Auglýsingin fyrir maraþonið í ár vísar í fræg minni og senur úr kvikmyndasögunni. Stórskotalið íslensku leiklistarsenunnar fær hér að blómstra í sínu náttúrulega umhverfi og auðvitað hvetja fólk til að hlaupa í eða styrkja Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka. Samúel og Gunnar leikstýrðu og Skot productions framleiddu.“ Eins og kom fram á Vísi í morgun fær enginn leikaranna greitt fyrir þátttöku í auglýsingunni eða verkefninu sem slíku en Íslandsbanki heitir á góðgerðafélögin sem þau hlaupa fyrir. Í fyrra var set met í áheitasöfnun þegar söfnuðust yfir 118 milljónir til 152 félaga. Ilmur Kristjánsdóttir og Ólafur Darri Ólafsson eru í upphafsatriði auglýsingarinnar en þar má einnig sjá Unni Ösp Stefánsdóttur, Nínu Dögg Filippusdóttur, Ólafíu Hrönn Jónsdóttur, Björn Hlyn Haraldsson, Sigurð Sigurjónsson, Kötlu Margréti Þorgeirsdóttur, Maríu Thelmu Smáradóttur, Nönnu Kristínu Magnúsdóttur, Arnmund Ernst Backman, Björn Thors, Gunnar Hanson, Gísla Örn Haraldsson, Sigrúnu Eddu Björnsdóttur, Birnu Rún Eiríksdóttur, Hjört Jóhann Jónsson, Víking Kristjánsson, Vigdísi Hrefnu Pálsdóttur, Guðmund Inga Þorvaldsson og Maríu Clöru Lúthersdóttur.
Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir Ilmur, Ólafur Darri og fleiri leikarar andlit Reykjavíkurmaraþonsins Hópur landsþekktra íslenskra leikara er í forsvari fyrir hlaupastyrk í ár. 22. júní 2018 09:03 Steindi sá bara svart eftir 17 km: „Sjónin fór eitthvað að flökta“ Hálfmaraþon Steinda í Reykjavíkurmaraþoninu vakti mikla athygli um helgina en hann hljóp 21,1 kílómeter án þess að hafa undirbúið sig mikið fyrir það. 21. ágúst 2017 19:00 Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Fleiri fréttir Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Sjá meira
Ilmur, Ólafur Darri og fleiri leikarar andlit Reykjavíkurmaraþonsins Hópur landsþekktra íslenskra leikara er í forsvari fyrir hlaupastyrk í ár. 22. júní 2018 09:03
Steindi sá bara svart eftir 17 km: „Sjónin fór eitthvað að flökta“ Hálfmaraþon Steinda í Reykjavíkurmaraþoninu vakti mikla athygli um helgina en hann hljóp 21,1 kílómeter án þess að hafa undirbúið sig mikið fyrir það. 21. ágúst 2017 19:00