Neikvæður áróður Norður-Kóreu horfinn eins og dögg fyrir maísólu Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 23. júní 2018 20:15 Leiðtogafundur Trumps með Kim hefur gjörbreytt ásýnd Bandaríkjanna í áróðri Norður-Kóreu DPRKTODAY Götumynd frá Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu. Áróðurinn er alltumlykjandiVísir/Getty Áróður norður-kóreskra yfirvalda hefur tekið stakkaskiptum eftir friðarumleitanir síðustu vikna. Stjórnvöld beita áróðri í miklum mæli til að reyna að móta heimsmynd almennings eftir sínu höfði. Talað hefur verið um að íbúar Norður-Kóreu búi í hliðstæðri veröld og séu heilaþvegnir til að trúa ótrúlegustu lygum um ágæti eigin leiðtoga og hörmungarástand í öðrum löndum. Hversu mikið fólk trúir áróðrinum í raun og veru er hins vegar umdeilt og örugglega mismunandi eftir búsetu og öðru. Skilaboðin sem birtast í ríkisfjölmiðlum eru hins vegar oft góð vísbending um stöðuna í heimsmálum og afstöðu Kim stjórnarinnar. Þegar ástandið er sem verst og blikur eru á lofti um stríð eða auknar viðskiptaþvinganir, birtast t.d. veggspjöld með hörðum skilaboðum um stríðsrekstur Bandaríkjamanna og leppríkja þeirra í Asíu. Þjóðinni er á slíkum tímum sagt að búa sig undir að verja landið til síðasta manns gegn yfirgangi heimsveldastefnunnar. Myndmálið sýnir byssustingi og eldflaugar granda innrásarliðinu.Það er heldur bjartara yfir þessum áróðursplakötum en hefð er fyrirBBC/DPRKTODAYSíðustu vikur hafa öll slík veggspjöld hins vegar horfið og þessi skilaboð er heldur ekki lengur að finna í fréttatímum ríkissjónvarpsins í Norður-Kóreu. Þess í stað hafa sprottið upp veggspjöld sem hvetja til friðsamlegrar endursameiningar Kóreuskagans. Í dagblöðum og sjónvarpsútsendingum heyrist ekki lengur neitt neikvætt um forna fjendur. Þvert á móti er Trump Bandaríkjaforseta nánast daglega hælt sem framsýnum friðarsinna.Ríkisfjölmiðlar í Norður-Kóreu hafa fjallað mikið um leiðtogafundinn í máli og myndumBBC/Rodong SinmunBreska ríkissjónvarpið BBC hefur eftir sérfræðingum sem ferðast hafa til Norður-Kóreu að aldrei áður hafi allir neikvæður áróður horfið eins og dögg fyrir maísólu. Það sé hins vegar enn óvíst hvort breytingin sé varanleg, hlutirnir geti breyst hratt ef eitthvað kemur upp á í friðarferlinu. Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump vendir kvæði sínu í kross um hættuna af Norður-Kóreu Eftir fund sinn með Kim fullyrti Trump að engin hætta væri lengur af kjarnavopnum Norður-Kóreu. Í gær sagði hann þveröfugt við Bandaríkjaþing. 23. júní 2018 09:39 Ekkert sem bendi til kjarnorkuafvopnunar Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna segir að sér sé ekki kunnugt um að kjarnorkuafvopnun sé hafin í Norður-Kóreu. 21. júní 2018 08:39 Norðurkóreskir miðlar segja að þvingunum verði aflétt Ríkisdagblað Norður-Kóreu segir frá fundi Donalds Trump og Kim Jong-un í hástemmdri og gagnrýnislausri umfjöllun. Miðillinn í mótsögn við Bandaríkjaforseta þegar kemur að afléttingu viðskiptaþvingana. Bandaríkjaforseti segir þó fundinn með leiðtoga Norður-Kóreu hafa verið áhugaverðan og jákvæða reynslu. 14. júní 2018 06:00 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Götumynd frá Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu. Áróðurinn er alltumlykjandiVísir/Getty Áróður norður-kóreskra yfirvalda hefur tekið stakkaskiptum eftir friðarumleitanir síðustu vikna. Stjórnvöld beita áróðri í miklum mæli til að reyna að móta heimsmynd almennings eftir sínu höfði. Talað hefur verið um að íbúar Norður-Kóreu búi í hliðstæðri veröld og séu heilaþvegnir til að trúa ótrúlegustu lygum um ágæti eigin leiðtoga og hörmungarástand í öðrum löndum. Hversu mikið fólk trúir áróðrinum í raun og veru er hins vegar umdeilt og örugglega mismunandi eftir búsetu og öðru. Skilaboðin sem birtast í ríkisfjölmiðlum eru hins vegar oft góð vísbending um stöðuna í heimsmálum og afstöðu Kim stjórnarinnar. Þegar ástandið er sem verst og blikur eru á lofti um stríð eða auknar viðskiptaþvinganir, birtast t.d. veggspjöld með hörðum skilaboðum um stríðsrekstur Bandaríkjamanna og leppríkja þeirra í Asíu. Þjóðinni er á slíkum tímum sagt að búa sig undir að verja landið til síðasta manns gegn yfirgangi heimsveldastefnunnar. Myndmálið sýnir byssustingi og eldflaugar granda innrásarliðinu.Það er heldur bjartara yfir þessum áróðursplakötum en hefð er fyrirBBC/DPRKTODAYSíðustu vikur hafa öll slík veggspjöld hins vegar horfið og þessi skilaboð er heldur ekki lengur að finna í fréttatímum ríkissjónvarpsins í Norður-Kóreu. Þess í stað hafa sprottið upp veggspjöld sem hvetja til friðsamlegrar endursameiningar Kóreuskagans. Í dagblöðum og sjónvarpsútsendingum heyrist ekki lengur neitt neikvætt um forna fjendur. Þvert á móti er Trump Bandaríkjaforseta nánast daglega hælt sem framsýnum friðarsinna.Ríkisfjölmiðlar í Norður-Kóreu hafa fjallað mikið um leiðtogafundinn í máli og myndumBBC/Rodong SinmunBreska ríkissjónvarpið BBC hefur eftir sérfræðingum sem ferðast hafa til Norður-Kóreu að aldrei áður hafi allir neikvæður áróður horfið eins og dögg fyrir maísólu. Það sé hins vegar enn óvíst hvort breytingin sé varanleg, hlutirnir geti breyst hratt ef eitthvað kemur upp á í friðarferlinu.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump vendir kvæði sínu í kross um hættuna af Norður-Kóreu Eftir fund sinn með Kim fullyrti Trump að engin hætta væri lengur af kjarnavopnum Norður-Kóreu. Í gær sagði hann þveröfugt við Bandaríkjaþing. 23. júní 2018 09:39 Ekkert sem bendi til kjarnorkuafvopnunar Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna segir að sér sé ekki kunnugt um að kjarnorkuafvopnun sé hafin í Norður-Kóreu. 21. júní 2018 08:39 Norðurkóreskir miðlar segja að þvingunum verði aflétt Ríkisdagblað Norður-Kóreu segir frá fundi Donalds Trump og Kim Jong-un í hástemmdri og gagnrýnislausri umfjöllun. Miðillinn í mótsögn við Bandaríkjaforseta þegar kemur að afléttingu viðskiptaþvingana. Bandaríkjaforseti segir þó fundinn með leiðtoga Norður-Kóreu hafa verið áhugaverðan og jákvæða reynslu. 14. júní 2018 06:00 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Trump vendir kvæði sínu í kross um hættuna af Norður-Kóreu Eftir fund sinn með Kim fullyrti Trump að engin hætta væri lengur af kjarnavopnum Norður-Kóreu. Í gær sagði hann þveröfugt við Bandaríkjaþing. 23. júní 2018 09:39
Ekkert sem bendi til kjarnorkuafvopnunar Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna segir að sér sé ekki kunnugt um að kjarnorkuafvopnun sé hafin í Norður-Kóreu. 21. júní 2018 08:39
Norðurkóreskir miðlar segja að þvingunum verði aflétt Ríkisdagblað Norður-Kóreu segir frá fundi Donalds Trump og Kim Jong-un í hástemmdri og gagnrýnislausri umfjöllun. Miðillinn í mótsögn við Bandaríkjaforseta þegar kemur að afléttingu viðskiptaþvingana. Bandaríkjaforseti segir þó fundinn með leiðtoga Norður-Kóreu hafa verið áhugaverðan og jákvæða reynslu. 14. júní 2018 06:00