Hjarta enska landsliðsins liggur í kringum Manchester og Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júní 2018 12:00 Fyndin liðsuppstilling enska landsliðsins fyrir leikinn á móti Panama. Vísir/Getty Enska þjóðin er löngu búin að gleyma tapinu vandræðalega á móti íslenska landsliðinu á EM í Frakklandi eftir tvo sigra í fyrstu tveimur leikjum enska landsliðsins á HM í Rússlandi. Það sem gerir alla í Englandi enn spenntari fyrir árangri enska liðsins er að þarna er á ferðinni sannkallað framtíðarlið. Meðalaldur liðsins er í kringum 26 ár sem er með því lægsta í keppninni. Meðal þess sem menn hafa verið að skoða er hvar 23 leikmenn enska liðsins ólust upp. Þar kemur ýmislegt athyglisvert í ljós. 13 af 23 leikmönnum enska landsliðsins ólust nefnilega upp í kringum Manchester og Liverpool. Auk þeirra ólust tveir til viðbótar norður í Sunderland.Did you know more than half of the @England team's 23 players grew up within 50 miles of the centre of Manchester? https://t.co/zhzdT8Xrr6 — BBC News England (@BBCEngland) June 23, 2018 Meginhluti enska landsliðsins í dag, eða fimmtán manns, eru því frá Norður-Englandi. Norður-kjarni enska landsliðsins hefur verið að stækka hægt og bítandi í undanförum heimsmeistarakeppnum. Tíu leikmenn voru þaðan í HM-hópnum 2014 en aðeins sex í HM-hópnum 2010.Kortið sem BBC tók saman.Skjámynd/BBCLeikmennirnir fimmtán sem eru frá svæðinu í kringum Manchester og Liverpool eru eftirtaldir. Marcus Rashford og Danny Welbeck eru frá Manchester og Trent Alexander-Arnold er frá Liverpool. Kyle Walker, Jamie Vardy og Harry Maguire eru allir frá Sheffield. Danny Rose er frá Doncaster, John Stones er frá Barnsley og Fabian Delph er frá Bradford. Jesse Lingard er frá Warrington og Phil Jones er frá Clayton-le-Woods. Jordan Henderson og Jordan Pickford eru síðan frá Sunderland sem er reyndar mun norðar. Þrír leikmenn enska liðsins í dag eru annars frá höfuðborginni London. Það eru þeir Harry Kane, Ruben Loftus-Cheek og Raheem Sterling. Tveir aðrir ólust upp nálægt London en það eru Dele Alli sem er frá Milton Keynes og Ashley Young sem er frá Stevenage. Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Sjá meira
Enska þjóðin er löngu búin að gleyma tapinu vandræðalega á móti íslenska landsliðinu á EM í Frakklandi eftir tvo sigra í fyrstu tveimur leikjum enska landsliðsins á HM í Rússlandi. Það sem gerir alla í Englandi enn spenntari fyrir árangri enska liðsins er að þarna er á ferðinni sannkallað framtíðarlið. Meðalaldur liðsins er í kringum 26 ár sem er með því lægsta í keppninni. Meðal þess sem menn hafa verið að skoða er hvar 23 leikmenn enska liðsins ólust upp. Þar kemur ýmislegt athyglisvert í ljós. 13 af 23 leikmönnum enska landsliðsins ólust nefnilega upp í kringum Manchester og Liverpool. Auk þeirra ólust tveir til viðbótar norður í Sunderland.Did you know more than half of the @England team's 23 players grew up within 50 miles of the centre of Manchester? https://t.co/zhzdT8Xrr6 — BBC News England (@BBCEngland) June 23, 2018 Meginhluti enska landsliðsins í dag, eða fimmtán manns, eru því frá Norður-Englandi. Norður-kjarni enska landsliðsins hefur verið að stækka hægt og bítandi í undanförum heimsmeistarakeppnum. Tíu leikmenn voru þaðan í HM-hópnum 2014 en aðeins sex í HM-hópnum 2010.Kortið sem BBC tók saman.Skjámynd/BBCLeikmennirnir fimmtán sem eru frá svæðinu í kringum Manchester og Liverpool eru eftirtaldir. Marcus Rashford og Danny Welbeck eru frá Manchester og Trent Alexander-Arnold er frá Liverpool. Kyle Walker, Jamie Vardy og Harry Maguire eru allir frá Sheffield. Danny Rose er frá Doncaster, John Stones er frá Barnsley og Fabian Delph er frá Bradford. Jesse Lingard er frá Warrington og Phil Jones er frá Clayton-le-Woods. Jordan Henderson og Jordan Pickford eru síðan frá Sunderland sem er reyndar mun norðar. Þrír leikmenn enska liðsins í dag eru annars frá höfuðborginni London. Það eru þeir Harry Kane, Ruben Loftus-Cheek og Raheem Sterling. Tveir aðrir ólust upp nálægt London en það eru Dele Alli sem er frá Milton Keynes og Ashley Young sem er frá Stevenage.
Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Sjá meira