„Verðum við á forsíðunni á Bleiku og bláu?“ Kolbeinn Tumi Daðason í Rostov við Don skrifar 25. júní 2018 11:04 Það var létt yfir þeim Heimi Hallgrímssyni og Aroni Einari Gunnarssyni á blaðamannafundinum í Rostov í dag. Vísir/Vilhelm Heimir Hallgrímsson gæti stýrt íslenska karlalandsliðinu í síðasta skipti á Rostov Arena á morgun þegar Ísland mætir Króatíu. Samningur Heimis nær fram yfir heimsmeistaramótið en hvað gerist svo er óvíst. Heimir sat fyrir svörum ásamt Aroni Einari Gunnarssyni landsliðsfyrirliða á blaðamannafundi landsliðsins í Rostov í dag. „Hörður Snævar, hjá Bleikt og blátt,“ sagði einn af rúmlega tuttugu fjölmiðlamönnum sem fylgt hafa íslenska liðinu eftir hvert fótmál undanfarnar tvær vikur og tveimur dögum betur. Aron Einar var spurður út í hvernig honum gengi að ná sér eftir leikina, hvernig endurheimtin gengi. Aron Einar náði varla að koma upp orði því hann skellti endurtekið upp úr. Létt yfir mönnum og Heimir brosti líka. Fyrir þá sem ekki vita var Bleikt og blátt erótískt tímarit sem gefið var út árum saman á Íslandi. Þótti það umdeilt ekki síst í ritstjórn Séra Davíðs Þórs Jónssonar, prests í Laugarneskirkju. Rostov er vettvangurinn þar sem Heimir Hallgrímsson gæti stýrt íslenska karlalandsliðinu í síðasta sinn.Vísir/Vilhelm Þetta var hvorki í fyrsta né síðasta skipti sem íslenskir fjölmiðlamenn hafa brugðið á leik á blaðamannafundum, íslenska þjálfaranum og leikmönnum til gamans. Líklega sýnist sitt hverjum um uppátækið. Blaðamenn hafa meðal annars kynnt sig sem fulltrúa Skinfaxa, Lögbirtingablaðsins en brandarann má mögulega rekja til kvikmyndarinnar Notting Hill, með Hugh Grant og Juliu Roberts í aðalhlutverkum. Þar kynnir bókasalinn Hugh Grant sig sem blaðamann Horse and Hound magazine þegar á þarf að halda. Heimir og Aron fóru um víðan völl á blaðamannafundinum í dag. Ljóst er að þeir eru einbeittir fyrir leikinn á morgun. Segist Heimir vonast eftir góðum leik sem geri íslensku þjóðina stolta. Hvort leikurinn verði sá síðasti undir hans stjórn sé eitthvað sem hann sé ekki að pæla í. Þegar blaðamannafundinum lauk og Aron Einar og Heimir stóðu upp sagði Eyjapeyinn:„Verðum við á forsíðunni á Bleiku og bláu?“Salurinn hló, í það minnsta þeir sem tala íslensku.„Ef þú ferð úr að ofan,“ svaraði Hörður Snævar.Fyrirliðinn @ronnimall hló dátt að Bleikt og Blátt-sprellinu. pic.twitter.com/axFb3uFo54— Sportið á Vísi (@VisirSport) June 25, 2018 HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Sjá meira
Heimir Hallgrímsson gæti stýrt íslenska karlalandsliðinu í síðasta skipti á Rostov Arena á morgun þegar Ísland mætir Króatíu. Samningur Heimis nær fram yfir heimsmeistaramótið en hvað gerist svo er óvíst. Heimir sat fyrir svörum ásamt Aroni Einari Gunnarssyni landsliðsfyrirliða á blaðamannafundi landsliðsins í Rostov í dag. „Hörður Snævar, hjá Bleikt og blátt,“ sagði einn af rúmlega tuttugu fjölmiðlamönnum sem fylgt hafa íslenska liðinu eftir hvert fótmál undanfarnar tvær vikur og tveimur dögum betur. Aron Einar var spurður út í hvernig honum gengi að ná sér eftir leikina, hvernig endurheimtin gengi. Aron Einar náði varla að koma upp orði því hann skellti endurtekið upp úr. Létt yfir mönnum og Heimir brosti líka. Fyrir þá sem ekki vita var Bleikt og blátt erótískt tímarit sem gefið var út árum saman á Íslandi. Þótti það umdeilt ekki síst í ritstjórn Séra Davíðs Þórs Jónssonar, prests í Laugarneskirkju. Rostov er vettvangurinn þar sem Heimir Hallgrímsson gæti stýrt íslenska karlalandsliðinu í síðasta sinn.Vísir/Vilhelm Þetta var hvorki í fyrsta né síðasta skipti sem íslenskir fjölmiðlamenn hafa brugðið á leik á blaðamannafundum, íslenska þjálfaranum og leikmönnum til gamans. Líklega sýnist sitt hverjum um uppátækið. Blaðamenn hafa meðal annars kynnt sig sem fulltrúa Skinfaxa, Lögbirtingablaðsins en brandarann má mögulega rekja til kvikmyndarinnar Notting Hill, með Hugh Grant og Juliu Roberts í aðalhlutverkum. Þar kynnir bókasalinn Hugh Grant sig sem blaðamann Horse and Hound magazine þegar á þarf að halda. Heimir og Aron fóru um víðan völl á blaðamannafundinum í dag. Ljóst er að þeir eru einbeittir fyrir leikinn á morgun. Segist Heimir vonast eftir góðum leik sem geri íslensku þjóðina stolta. Hvort leikurinn verði sá síðasti undir hans stjórn sé eitthvað sem hann sé ekki að pæla í. Þegar blaðamannafundinum lauk og Aron Einar og Heimir stóðu upp sagði Eyjapeyinn:„Verðum við á forsíðunni á Bleiku og bláu?“Salurinn hló, í það minnsta þeir sem tala íslensku.„Ef þú ferð úr að ofan,“ svaraði Hörður Snævar.Fyrirliðinn @ronnimall hló dátt að Bleikt og Blátt-sprellinu. pic.twitter.com/axFb3uFo54— Sportið á Vísi (@VisirSport) June 25, 2018
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Sjá meira