Skilaboð Jordan Peterson til Justin Trudeau „mesta rétttrúnaðar þjóðarleiðtoga á jörðinni“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 26. júní 2018 15:00 Jordan Peterson fyllti Silfurbergið í Hörpu tvisvar fyrr í þessum mánuði. Hann er einn eftirsóttasti fyrirlesari í heimi um þessar mundir. Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada heimsótti Gullna hofið í Amritsar í Indlandi í febrúar síðastliðnum og tók þar þátt í trúarathöfn að hætti heimamanna. Vísir/Vilhelm/EPA samsett mynd Jordan Peterson segir að Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada þurfi að hugsa til enda hvaða afleiðingar inngrip sín sem forsætisráðherra muni hafa fyrir samfélög frumbyggja í Kanada. Hugsanlega gagnist þau aðeins honum sjálfum en engum öðrum. Jordan Peterson, sem er prófessor í sálfræði við University of Toronto, hefur slegið í gegn með bók sinni Tólf lífsreglur – Mótefni við glundroða en hún trónir um þessar mundir á toppi metsölulista víða á Vesturlöndum. Peterson er líka einn eftirsóttasti fyrirlesari í heimi um þessar mundir og fyllti Silfurbergið í Hörpu tvisvar fyrr í þessum mánuði. Í tilefni af heimsókn sinni til Íslands fyrr í þessum mánuði ræddi hann um efni bókar sinnar, Tólf lífsreglur, í viðtali í Íslandi í dag á Stöð 2 og Vísi. Stuttu fyrir Íslandsheimsóknina var Peterson með erindi hjá málfundafélaginu Oxford Union hjá Oxford-háskóla en um að ræða elsta félag sinnar tegundar hjá háskólanum en það var sett á laggirnar árið 1823. Upptökur af fundinum birtust á YouTube nú í vikunni. Á fundinum fór Peterson yfir lífsreglurnar, heimspeki sína og sat fyrir svörum um þjóðfélagsmál. Eftir erindið gafst nemendum við Oxford-háskóla tækifæri til að bera fram spurningar. Ein af þeim sem notaði tækifærið var ung kanadísk kona sem spurði: Nú er ég ég kanadísk og við höfum þjóðarleiðtoga sem er eða reynir að minnsta kosti að vera mesti rétttrúnaðar þjóðarleiðtogi (politically correct leader) á jörðinni. Ef þú fengir áheyrn hans í fimm mínútur, hvaða skilaboð hefðir þú handa honum og hvar myndir þú segja að hann væri á villigötum? Peterson tók sér smá pásu til að svara og fór síðan í löngu máli yfir það að Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada ætti að vera varkár og kannski að hugsa sig tvisvar um áður en hann beitti sér í viðkvæmum málum. Afleiðingarnar gætu aðeins verið góðar fyrir hann sjálfan og engan annan. Peterson vísaði þar til áherslna Trudeau á að laga réttarstöðu kanadískra frumbyggja en eitt helsta baráttumál hans þegar hann náði kjöri árið 2015 var að leiðrétta réttarstöðu og hagsmuni frumbyggjaættbálka. Trudeau sagði að leiðrétting á réttindum frumbyggja í Kanada væri „heilög skylda“. Deilur um hagsmuni frumbyggja í landinu snúast fyrst og fremst um eignarrétt, landsvæði og sjálfsstjórnarhéruð. Mjög skiptar skoðanir eru meðal leiðtoga ólíkra frumbyggjaættbálka í Kanada um hugmyndir Trudeau og hversu miklum árangri þær eru líklegar til að skila. Þá hefur hann líka verið gagnryndur fyrir að tala mikið um vandamálið en gera minna. Peterson sagði á fundinum í Oxford Union að Trudeau ætti að fara varlega. „Ég myndi líklega biðja hann um að íhuga þann möguleika að áherslur hans á ójöfnuð mismunandi ættbálka gætu mögulega haft meiri skaðlegar afleiðingar í för með sér en góðar. Ég skynja að hugmyndin um skaðsemi þessara aðgerða sé ekki einu sinni hugleidd (í Kanada).“ Peterson sagði að Trudeau þyrfti að setja mælistiku á afleiðingar aðgerða sinna og skynja þær til fulls. Róttækar breytingar þyrfti að nálgast af mikilli varkárni því ekki væri ljóst hvaða afleiðingar þær hefðu. Sjá má upptöku af svarinu hér fyrir neðan. Kanada Tengdar fréttir Geta hvítir karlar í forréttindastöðu skilið þjáningar kvenna? Rætt verður við Jordan Peterson, höfund 12 Rules for Life: An Antidote to Chaos, í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld. 5. júní 2018 14:15 Jordan Peterson: Að segja sannleikann eða láta það óátalið og bíða skilnaðarins Jordan Peterson fjallar um sannsögli og fer yfir dýpri merkingar þess að vera heiðarlegur, ekki síst gagnvart sjálfum sér, í 8. kafla bókarinnar 12 Lífsreglur - Mótefni við glundroða. Peterson, sem er klínískur sálfræðingur og prófessor í sálfræði, fór yfir atriði tengd hinni svokölluðu „lífslygi“ í viðtali Íslandi í dag. 7. júní 2018 10:15 Jordan Peterson: Við brjótum niður þrautseigju barna með því að vernda þau Uppeldi barna kemur víða við sögu í bók Jordan Peterson, Tólf lífsreglur - Mótefni við glundroða. Í viðtali í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld útskýrir Peterson hvers vegna það skaðar börn að vernda þau. Þau þurfi fyrst og fremst hvatningu. Hann segir margar vísbendingar um að foreldrar nútímans ofverndi börn sín í ríkum mæli. 5. júní 2018 16:30 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Jordan Peterson segir að Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada þurfi að hugsa til enda hvaða afleiðingar inngrip sín sem forsætisráðherra muni hafa fyrir samfélög frumbyggja í Kanada. Hugsanlega gagnist þau aðeins honum sjálfum en engum öðrum. Jordan Peterson, sem er prófessor í sálfræði við University of Toronto, hefur slegið í gegn með bók sinni Tólf lífsreglur – Mótefni við glundroða en hún trónir um þessar mundir á toppi metsölulista víða á Vesturlöndum. Peterson er líka einn eftirsóttasti fyrirlesari í heimi um þessar mundir og fyllti Silfurbergið í Hörpu tvisvar fyrr í þessum mánuði. Í tilefni af heimsókn sinni til Íslands fyrr í þessum mánuði ræddi hann um efni bókar sinnar, Tólf lífsreglur, í viðtali í Íslandi í dag á Stöð 2 og Vísi. Stuttu fyrir Íslandsheimsóknina var Peterson með erindi hjá málfundafélaginu Oxford Union hjá Oxford-háskóla en um að ræða elsta félag sinnar tegundar hjá háskólanum en það var sett á laggirnar árið 1823. Upptökur af fundinum birtust á YouTube nú í vikunni. Á fundinum fór Peterson yfir lífsreglurnar, heimspeki sína og sat fyrir svörum um þjóðfélagsmál. Eftir erindið gafst nemendum við Oxford-háskóla tækifæri til að bera fram spurningar. Ein af þeim sem notaði tækifærið var ung kanadísk kona sem spurði: Nú er ég ég kanadísk og við höfum þjóðarleiðtoga sem er eða reynir að minnsta kosti að vera mesti rétttrúnaðar þjóðarleiðtogi (politically correct leader) á jörðinni. Ef þú fengir áheyrn hans í fimm mínútur, hvaða skilaboð hefðir þú handa honum og hvar myndir þú segja að hann væri á villigötum? Peterson tók sér smá pásu til að svara og fór síðan í löngu máli yfir það að Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada ætti að vera varkár og kannski að hugsa sig tvisvar um áður en hann beitti sér í viðkvæmum málum. Afleiðingarnar gætu aðeins verið góðar fyrir hann sjálfan og engan annan. Peterson vísaði þar til áherslna Trudeau á að laga réttarstöðu kanadískra frumbyggja en eitt helsta baráttumál hans þegar hann náði kjöri árið 2015 var að leiðrétta réttarstöðu og hagsmuni frumbyggjaættbálka. Trudeau sagði að leiðrétting á réttindum frumbyggja í Kanada væri „heilög skylda“. Deilur um hagsmuni frumbyggja í landinu snúast fyrst og fremst um eignarrétt, landsvæði og sjálfsstjórnarhéruð. Mjög skiptar skoðanir eru meðal leiðtoga ólíkra frumbyggjaættbálka í Kanada um hugmyndir Trudeau og hversu miklum árangri þær eru líklegar til að skila. Þá hefur hann líka verið gagnryndur fyrir að tala mikið um vandamálið en gera minna. Peterson sagði á fundinum í Oxford Union að Trudeau ætti að fara varlega. „Ég myndi líklega biðja hann um að íhuga þann möguleika að áherslur hans á ójöfnuð mismunandi ættbálka gætu mögulega haft meiri skaðlegar afleiðingar í för með sér en góðar. Ég skynja að hugmyndin um skaðsemi þessara aðgerða sé ekki einu sinni hugleidd (í Kanada).“ Peterson sagði að Trudeau þyrfti að setja mælistiku á afleiðingar aðgerða sinna og skynja þær til fulls. Róttækar breytingar þyrfti að nálgast af mikilli varkárni því ekki væri ljóst hvaða afleiðingar þær hefðu. Sjá má upptöku af svarinu hér fyrir neðan.
Kanada Tengdar fréttir Geta hvítir karlar í forréttindastöðu skilið þjáningar kvenna? Rætt verður við Jordan Peterson, höfund 12 Rules for Life: An Antidote to Chaos, í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld. 5. júní 2018 14:15 Jordan Peterson: Að segja sannleikann eða láta það óátalið og bíða skilnaðarins Jordan Peterson fjallar um sannsögli og fer yfir dýpri merkingar þess að vera heiðarlegur, ekki síst gagnvart sjálfum sér, í 8. kafla bókarinnar 12 Lífsreglur - Mótefni við glundroða. Peterson, sem er klínískur sálfræðingur og prófessor í sálfræði, fór yfir atriði tengd hinni svokölluðu „lífslygi“ í viðtali Íslandi í dag. 7. júní 2018 10:15 Jordan Peterson: Við brjótum niður þrautseigju barna með því að vernda þau Uppeldi barna kemur víða við sögu í bók Jordan Peterson, Tólf lífsreglur - Mótefni við glundroða. Í viðtali í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld útskýrir Peterson hvers vegna það skaðar börn að vernda þau. Þau þurfi fyrst og fremst hvatningu. Hann segir margar vísbendingar um að foreldrar nútímans ofverndi börn sín í ríkum mæli. 5. júní 2018 16:30 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Geta hvítir karlar í forréttindastöðu skilið þjáningar kvenna? Rætt verður við Jordan Peterson, höfund 12 Rules for Life: An Antidote to Chaos, í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld. 5. júní 2018 14:15
Jordan Peterson: Að segja sannleikann eða láta það óátalið og bíða skilnaðarins Jordan Peterson fjallar um sannsögli og fer yfir dýpri merkingar þess að vera heiðarlegur, ekki síst gagnvart sjálfum sér, í 8. kafla bókarinnar 12 Lífsreglur - Mótefni við glundroða. Peterson, sem er klínískur sálfræðingur og prófessor í sálfræði, fór yfir atriði tengd hinni svokölluðu „lífslygi“ í viðtali Íslandi í dag. 7. júní 2018 10:15
Jordan Peterson: Við brjótum niður þrautseigju barna með því að vernda þau Uppeldi barna kemur víða við sögu í bók Jordan Peterson, Tólf lífsreglur - Mótefni við glundroða. Í viðtali í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld útskýrir Peterson hvers vegna það skaðar börn að vernda þau. Þau þurfi fyrst og fremst hvatningu. Hann segir margar vísbendingar um að foreldrar nútímans ofverndi börn sín í ríkum mæli. 5. júní 2018 16:30