Cristiano Ronaldo og Leo Messi geta mæst í átta liða úrslitunum á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júní 2018 10:30 Lionel Messi og Cristiano Ronaldo. Vísir/Getty Lionel Messi og félagar í argentínska landsliðinu tryggðu sér í gær sæti í sextán liða úrslitum HM í fótbolta í Rússlandi daginn eftir að Cristiano Ronaldo og félagar í Portúgal urðu sér úti um farseðilinn sinn í útsláttarkeppni HM 2018. Báðar þjóðir voru hársbreidd frá því að falla úr keppni og á lokamínútum hefði mark frá Íran og mark frá Íslandi geta séð til þess að enginn Cristiano Ronaldo eða Lionel Messi yrðu meira með á HM. Portúgal slapp með skrekkinn á móti Íran og Argentína fékk góða hjálp frá Króötum sem skoruðu úr skyndisókn á móti íslensku strákunum. Þetta þýðir að Argentína mætir Frakklandi í sextán liða úrslitum á laugardaginn og Portúgal spilar við Úrúgvæ. Það er hinsvegar afar freistandi að horfa aðeins lengra. Vinni Argentínumenn og Portúgalar leiki sína í sextán liða úrslitum þá myndu Argentína og Portúgal mætast í átta liða úrslitunum. Sá leikur færi fram í Nizhny Novgorod föstudaginn 6. júlí og yrði fyrsti leikur átta liða úrslitanna. Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hafa keppt um hnossið besti knattspyrnumaður heims undanfarin áratug og þeir hafa mæst mörgum sinnum með félagsliðum sínumm, Barcelona og Real Madrid. Mætist þeir í átta liða úrslitunum á HM í Rússlandi eftir níu daga þá yrði það í fyrsta sinn sem þeir mætast með landsliðum sínum á heimsmeistaramóti. Portúgalar komust ekki upp úr sínum riðli á HM 2014 og liðin gátu því aldrei mæst í þeirri keppni.If Argentina beat France and Portugal beat Uruguay Leo Messi and Cristiano Ronaldo will face each other in #WorldCup quarter-final. The internet will break if that happens. pic.twitter.com/cvBG9HFa7h — Football Memes (@FootballMemesCo) June 27, 2018 Þeir Ronaldo og Messi áttu möguleika á því að mætast í undanúrslitum á HM í Suður-Afríku 2010 en lið þeirra komust hvorg þangað. Spánn sló Portúgal út úr sextán liða úrslitunum og Argentína datt út á móti Þýskalandi í átta liða úrslitunum. Báðir voru þeir Cristiano Ronaldo og Leo Messi með á HM í fyrsta sinn þegar keppnin var haldi í Þýskalandi 2006. Þá hefðu lið ekki geta mæst fyrr en í úrslitaleiknu. Portúgal tapaði á móti Frakklandi í undanúrslitunum en Argentína datt út á móti Þýskalandi í átta liða úrslitum. Það er því ekkert skrýtið að suma sé farið að dreyma um þennan leik á milli Argentínu og Portúgal nú þegar þeir Cristiano Ronaldo og Lionel Messi eru mögulega að keppa á sínu síðasta heimsmeistaramóti. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Fleiri fréttir Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sjá meira
Lionel Messi og félagar í argentínska landsliðinu tryggðu sér í gær sæti í sextán liða úrslitum HM í fótbolta í Rússlandi daginn eftir að Cristiano Ronaldo og félagar í Portúgal urðu sér úti um farseðilinn sinn í útsláttarkeppni HM 2018. Báðar þjóðir voru hársbreidd frá því að falla úr keppni og á lokamínútum hefði mark frá Íran og mark frá Íslandi geta séð til þess að enginn Cristiano Ronaldo eða Lionel Messi yrðu meira með á HM. Portúgal slapp með skrekkinn á móti Íran og Argentína fékk góða hjálp frá Króötum sem skoruðu úr skyndisókn á móti íslensku strákunum. Þetta þýðir að Argentína mætir Frakklandi í sextán liða úrslitum á laugardaginn og Portúgal spilar við Úrúgvæ. Það er hinsvegar afar freistandi að horfa aðeins lengra. Vinni Argentínumenn og Portúgalar leiki sína í sextán liða úrslitum þá myndu Argentína og Portúgal mætast í átta liða úrslitunum. Sá leikur færi fram í Nizhny Novgorod föstudaginn 6. júlí og yrði fyrsti leikur átta liða úrslitanna. Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hafa keppt um hnossið besti knattspyrnumaður heims undanfarin áratug og þeir hafa mæst mörgum sinnum með félagsliðum sínumm, Barcelona og Real Madrid. Mætist þeir í átta liða úrslitunum á HM í Rússlandi eftir níu daga þá yrði það í fyrsta sinn sem þeir mætast með landsliðum sínum á heimsmeistaramóti. Portúgalar komust ekki upp úr sínum riðli á HM 2014 og liðin gátu því aldrei mæst í þeirri keppni.If Argentina beat France and Portugal beat Uruguay Leo Messi and Cristiano Ronaldo will face each other in #WorldCup quarter-final. The internet will break if that happens. pic.twitter.com/cvBG9HFa7h — Football Memes (@FootballMemesCo) June 27, 2018 Þeir Ronaldo og Messi áttu möguleika á því að mætast í undanúrslitum á HM í Suður-Afríku 2010 en lið þeirra komust hvorg þangað. Spánn sló Portúgal út úr sextán liða úrslitunum og Argentína datt út á móti Þýskalandi í átta liða úrslitunum. Báðir voru þeir Cristiano Ronaldo og Leo Messi með á HM í fyrsta sinn þegar keppnin var haldi í Þýskalandi 2006. Þá hefðu lið ekki geta mæst fyrr en í úrslitaleiknu. Portúgal tapaði á móti Frakklandi í undanúrslitunum en Argentína datt út á móti Þýskalandi í átta liða úrslitum. Það er því ekkert skrýtið að suma sé farið að dreyma um þennan leik á milli Argentínu og Portúgal nú þegar þeir Cristiano Ronaldo og Lionel Messi eru mögulega að keppa á sínu síðasta heimsmeistaramóti.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Fleiri fréttir Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sjá meira