Marokkóar brjálaðir yfir dómgæslunni á HM | Forsetinn sendi FIFA bréf Arnar Geir Halldórsson skrifar 29. júní 2018 10:00 Marokkóar telja að á sér hafi verið brotið vísir/getty Marokkóar eru allt annað en sáttir við dómgæsluna á HM í Rússlandi og telja gróflega hafa verið brotið á sér. Marokkó sat eftir í B-riðli þar sem Portúgal og Spánn fóru áfram en Marokkóar fengu aðeins eitt stig; töpuðu gegn Íran og Portúgal áður en þeir gerðu jafntefli við Spánverja. Fouzi Lekjaa, forseti knattspyrnusambands Marokkó, hefur sent formlega kvörtun inn á borð til FIFA og er hún birt í heild sinni á Twitter reikningi knattspyrnusambandsins eins og sjá má hér fyrir neðan. „Við viljum lýsa yfir reiði okkar vegna þess óréttlætis sem landsliðið okkar mátti þola í kjölfar alvarlegra dómaramistaka sem leiddu til þess að liðið féll úr leik of snemma, í fyrstu umferð Heimsmeistarakeppninnar," er meðal þess sem segir í bréfinu. Í bréfinu eru listuð upp helstu dómarnir sem Marokkóar eru ósáttir með en um er að ræða þrjú atvik í 1-0 tapi gegn Portúgal og fimm atvik í 2-2 jafnteflinu gegn Spánverjum. Cristiano Ronaldo gerði eina mark Portúgals með skalla eftir hornspyrnu en þar vildu Marokkóar meina að Portúgalar hefðu brotið af sér inn í vítateignum áður en Ronaldo skallaði boltann í netið. Marokkóar gerðu tilkall til vítaspyrnu tvisvar í leiknum og eru mjög ósáttir með að dómari leiksins hafi ekki nýtt sér myndbandatæknina. Í kjölfar tapsins gegn Portúgal var Marokkó úr leik fyrir lokaleikinn gegn Spáni. Meðal þess sem þeir kvarta yfir í þeim leik var jöfnunarmark Spánverja sem skorað var á lokaandartökum leiksins.رسالة رئيس الجامعة لرئيس الفيفا بخصوص الأخطاء التحكيمية التي تعرض لها المنتخب المغربي في كأس العالم pic.twitter.com/Gxxp2Hp57D— FRMF (@FRMFOFFICIEL) June 28, 2018 HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir FIFA neitar því að dómari hafi beðið um treyju Ronaldo Marokkó er úr leik á HM í fótbolta eftir 1-0 tap gegn Portúgal í gær þar sem Cristiano Ronaldo skoraði eina mark leiksins. Eftir leik sagði Nordin Amrabat dómara leiksins hafa beðið um treyju Ronaldo eftir leik. 21. júní 2018 16:00 Ótrúleg dramatík þegar Íranir unnu á sjálfsmarki í uppbótartíma Carlos Queiroz stýrði Íran óvænt til sigurs í fyrsta leik á HM í Rússlandi en það verður erfitt að finna dramatískari endi á leik á þessu heimsmeistaramóti. Íran vann Marokkó 1-0 en sigurmark Írana skoraði framherji Marokkó. 15. júní 2018 17:00 Spánn sigraði B-riðil eftir dramatískar lokamínútur Spánn endaði á toppi B-riðils á HM í Rússlandi eftir mikla dramatík í lok leiks Spánverja og Marokkó í kvöld þar sem myndbandsdómarar tryggðu Spánverjum stig í uppbótartíma. 25. júní 2018 20:00 Ronaldo refsaði Marokkó fyrir dýrkeyptan klaufaskap Portúgal er í vænlegri stöðu en Marokkó er úr leik á HM í Rússlandi eftir eins marks sigur Portúgala í fyrsta leik dagsins. Mark Cristiano Ronaldo á fjórðu mínútu gerði út um leikinn. 20. júní 2018 14:00 Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Öruggur sigur City Enski boltinn Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Marokkóar eru allt annað en sáttir við dómgæsluna á HM í Rússlandi og telja gróflega hafa verið brotið á sér. Marokkó sat eftir í B-riðli þar sem Portúgal og Spánn fóru áfram en Marokkóar fengu aðeins eitt stig; töpuðu gegn Íran og Portúgal áður en þeir gerðu jafntefli við Spánverja. Fouzi Lekjaa, forseti knattspyrnusambands Marokkó, hefur sent formlega kvörtun inn á borð til FIFA og er hún birt í heild sinni á Twitter reikningi knattspyrnusambandsins eins og sjá má hér fyrir neðan. „Við viljum lýsa yfir reiði okkar vegna þess óréttlætis sem landsliðið okkar mátti þola í kjölfar alvarlegra dómaramistaka sem leiddu til þess að liðið féll úr leik of snemma, í fyrstu umferð Heimsmeistarakeppninnar," er meðal þess sem segir í bréfinu. Í bréfinu eru listuð upp helstu dómarnir sem Marokkóar eru ósáttir með en um er að ræða þrjú atvik í 1-0 tapi gegn Portúgal og fimm atvik í 2-2 jafnteflinu gegn Spánverjum. Cristiano Ronaldo gerði eina mark Portúgals með skalla eftir hornspyrnu en þar vildu Marokkóar meina að Portúgalar hefðu brotið af sér inn í vítateignum áður en Ronaldo skallaði boltann í netið. Marokkóar gerðu tilkall til vítaspyrnu tvisvar í leiknum og eru mjög ósáttir með að dómari leiksins hafi ekki nýtt sér myndbandatæknina. Í kjölfar tapsins gegn Portúgal var Marokkó úr leik fyrir lokaleikinn gegn Spáni. Meðal þess sem þeir kvarta yfir í þeim leik var jöfnunarmark Spánverja sem skorað var á lokaandartökum leiksins.رسالة رئيس الجامعة لرئيس الفيفا بخصوص الأخطاء التحكيمية التي تعرض لها المنتخب المغربي في كأس العالم pic.twitter.com/Gxxp2Hp57D— FRMF (@FRMFOFFICIEL) June 28, 2018
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir FIFA neitar því að dómari hafi beðið um treyju Ronaldo Marokkó er úr leik á HM í fótbolta eftir 1-0 tap gegn Portúgal í gær þar sem Cristiano Ronaldo skoraði eina mark leiksins. Eftir leik sagði Nordin Amrabat dómara leiksins hafa beðið um treyju Ronaldo eftir leik. 21. júní 2018 16:00 Ótrúleg dramatík þegar Íranir unnu á sjálfsmarki í uppbótartíma Carlos Queiroz stýrði Íran óvænt til sigurs í fyrsta leik á HM í Rússlandi en það verður erfitt að finna dramatískari endi á leik á þessu heimsmeistaramóti. Íran vann Marokkó 1-0 en sigurmark Írana skoraði framherji Marokkó. 15. júní 2018 17:00 Spánn sigraði B-riðil eftir dramatískar lokamínútur Spánn endaði á toppi B-riðils á HM í Rússlandi eftir mikla dramatík í lok leiks Spánverja og Marokkó í kvöld þar sem myndbandsdómarar tryggðu Spánverjum stig í uppbótartíma. 25. júní 2018 20:00 Ronaldo refsaði Marokkó fyrir dýrkeyptan klaufaskap Portúgal er í vænlegri stöðu en Marokkó er úr leik á HM í Rússlandi eftir eins marks sigur Portúgala í fyrsta leik dagsins. Mark Cristiano Ronaldo á fjórðu mínútu gerði út um leikinn. 20. júní 2018 14:00 Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Öruggur sigur City Enski boltinn Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
FIFA neitar því að dómari hafi beðið um treyju Ronaldo Marokkó er úr leik á HM í fótbolta eftir 1-0 tap gegn Portúgal í gær þar sem Cristiano Ronaldo skoraði eina mark leiksins. Eftir leik sagði Nordin Amrabat dómara leiksins hafa beðið um treyju Ronaldo eftir leik. 21. júní 2018 16:00
Ótrúleg dramatík þegar Íranir unnu á sjálfsmarki í uppbótartíma Carlos Queiroz stýrði Íran óvænt til sigurs í fyrsta leik á HM í Rússlandi en það verður erfitt að finna dramatískari endi á leik á þessu heimsmeistaramóti. Íran vann Marokkó 1-0 en sigurmark Írana skoraði framherji Marokkó. 15. júní 2018 17:00
Spánn sigraði B-riðil eftir dramatískar lokamínútur Spánn endaði á toppi B-riðils á HM í Rússlandi eftir mikla dramatík í lok leiks Spánverja og Marokkó í kvöld þar sem myndbandsdómarar tryggðu Spánverjum stig í uppbótartíma. 25. júní 2018 20:00
Ronaldo refsaði Marokkó fyrir dýrkeyptan klaufaskap Portúgal er í vænlegri stöðu en Marokkó er úr leik á HM í Rússlandi eftir eins marks sigur Portúgala í fyrsta leik dagsins. Mark Cristiano Ronaldo á fjórðu mínútu gerði út um leikinn. 20. júní 2018 14:00