Þríþrautakona og lyftingakona meðal íslenskra keppenda á ÓL í Tókýó 2020? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júní 2018 22:30 Þuríður Erla Helgadóttir. Vísir/Anton Ísland gæti átt bæði þríþrautakonu og lyftingakonu á næstu Ólympíuleikum sem fara fram í Tókýó í Japan eftir tvö ár. Þetta má lesa út úr nýjum samningum Ólympíusamhjálparinnar við sérsambönd ÍSÍ og íþróttafólks þeirra vegna undirbúnings fyrir Ólympíuleikana í Tókýó 2020. Að þessu sinni fá átta einstaklingar, frá sex sérsamböndum ÍSÍ, styrk frá Ólympíusamhjálpinni en hitt íþróttafólkið koma frá greinum sem hafa átt fulltrúa á síðustu leikum. Heildarverðmæti samninganna gæti numið allt að 21 milljón króna miðað við gengi dagsins í dag en um er að ræða mánaðarlegan styrk fyrir hvern styrkþega að upphæð þúsund Bandaríkjadala vegna kostnaðar við æfingar og keppnir. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands kallaði eftir tillögum frá sérsamböndum ÍSÍ og bárust umsóknir vegna 18 einstaklinga frá sjö sérsamböndum. Allir þessir einstaklingar hafa það á stefnu sinni að ná lágmörkum og vinna sér inn keppnisrétt á Ólympíuleikana í Tókýó 2020 og hafa hafið stífan og kostnaðarfrekan undirbúning vegna þessa. Að þessu sinni eru það átta einstaklingar sem hljóta styrk, sem er sami fjöldi og hlaut undirbúningsstyrk fyrir leikana í Ríó 2016. Styrktímabil hófst þann 1. maí 2018 og stendur fram að leikum, nái styrkþegi að tryggja sér þátttökurétt. Það vekur vissulega athygli að þarna eru þrítþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir og lyftingakonan Þuríður Erla Helgadóttir en þær myndu báðar skrifa nýjan kafla í íslenskri Ólympíusögu komist þær alla leið á leikana.Styrkþegar Ólympíusamhjálparinnar vegna Tókýó 2020 eru: - Aníta Hinriksdóttir / Frjálsíþróttasamband Íslands - Anton Sveinn McKee / Sundsamband Íslands - Ásgeir Sigurgeirsson / Skotíþróttasamband Íslands - Eygló Ósk Gústafsdóttir /Sundsamband Íslands - Guðlaug Edda Hannesdóttir / Þríþrautarsamband Íslands - Hilmar Örn Jónsson / Frjálsíþróttasamband Íslands - Valgarð Reinhardsson / Fimleikasamband Íslands - Þuríður Erla Helgadóttir / Lyftingasamband Íslands Árangur íslensks afreksíþróttafólks skiptir miklu máli, en á bak við árangurinn eru einstaklingar sem eru mikilvægar fyrirmyndir fyrir íslenska æsku og þjóðfélagið í heild sinni. Til framtíðar er mikilvægt að hlúa enn betur að þessu fólki með því að gefa því tækifæri á að taka þátt í verðugum verkefnum og styðja við bakið á því með fræðslu og faglegri þekkingu sem og auknu fjármagni. Með auknu fjárframlagi ríkisins til Afrekssjóðs ÍSÍ og breyttum áherslum í afreksíþróttastarfi sérsambanda og ÍSÍ er reynt að styðja enn betur við umgjörð og möguleika íþróttafólks til að ná árangri á heimsmælikvarða. Sérsambönd ÍSÍ og styrkþegar munu á næstu tveimur árum leggja mikið í að vinna sér keppnisrétt á leikana í Tókýó, bæði fjármuni sem ferðalög og tíma. Er það von ÍSÍ að sem flestir nái því markmiði sínu að vinna sér inn þátttökurétt. Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sjá meira
Ísland gæti átt bæði þríþrautakonu og lyftingakonu á næstu Ólympíuleikum sem fara fram í Tókýó í Japan eftir tvö ár. Þetta má lesa út úr nýjum samningum Ólympíusamhjálparinnar við sérsambönd ÍSÍ og íþróttafólks þeirra vegna undirbúnings fyrir Ólympíuleikana í Tókýó 2020. Að þessu sinni fá átta einstaklingar, frá sex sérsamböndum ÍSÍ, styrk frá Ólympíusamhjálpinni en hitt íþróttafólkið koma frá greinum sem hafa átt fulltrúa á síðustu leikum. Heildarverðmæti samninganna gæti numið allt að 21 milljón króna miðað við gengi dagsins í dag en um er að ræða mánaðarlegan styrk fyrir hvern styrkþega að upphæð þúsund Bandaríkjadala vegna kostnaðar við æfingar og keppnir. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands kallaði eftir tillögum frá sérsamböndum ÍSÍ og bárust umsóknir vegna 18 einstaklinga frá sjö sérsamböndum. Allir þessir einstaklingar hafa það á stefnu sinni að ná lágmörkum og vinna sér inn keppnisrétt á Ólympíuleikana í Tókýó 2020 og hafa hafið stífan og kostnaðarfrekan undirbúning vegna þessa. Að þessu sinni eru það átta einstaklingar sem hljóta styrk, sem er sami fjöldi og hlaut undirbúningsstyrk fyrir leikana í Ríó 2016. Styrktímabil hófst þann 1. maí 2018 og stendur fram að leikum, nái styrkþegi að tryggja sér þátttökurétt. Það vekur vissulega athygli að þarna eru þrítþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir og lyftingakonan Þuríður Erla Helgadóttir en þær myndu báðar skrifa nýjan kafla í íslenskri Ólympíusögu komist þær alla leið á leikana.Styrkþegar Ólympíusamhjálparinnar vegna Tókýó 2020 eru: - Aníta Hinriksdóttir / Frjálsíþróttasamband Íslands - Anton Sveinn McKee / Sundsamband Íslands - Ásgeir Sigurgeirsson / Skotíþróttasamband Íslands - Eygló Ósk Gústafsdóttir /Sundsamband Íslands - Guðlaug Edda Hannesdóttir / Þríþrautarsamband Íslands - Hilmar Örn Jónsson / Frjálsíþróttasamband Íslands - Valgarð Reinhardsson / Fimleikasamband Íslands - Þuríður Erla Helgadóttir / Lyftingasamband Íslands Árangur íslensks afreksíþróttafólks skiptir miklu máli, en á bak við árangurinn eru einstaklingar sem eru mikilvægar fyrirmyndir fyrir íslenska æsku og þjóðfélagið í heild sinni. Til framtíðar er mikilvægt að hlúa enn betur að þessu fólki með því að gefa því tækifæri á að taka þátt í verðugum verkefnum og styðja við bakið á því með fræðslu og faglegri þekkingu sem og auknu fjármagni. Með auknu fjárframlagi ríkisins til Afrekssjóðs ÍSÍ og breyttum áherslum í afreksíþróttastarfi sérsambanda og ÍSÍ er reynt að styðja enn betur við umgjörð og möguleika íþróttafólks til að ná árangri á heimsmælikvarða. Sérsambönd ÍSÍ og styrkþegar munu á næstu tveimur árum leggja mikið í að vinna sér keppnisrétt á leikana í Tókýó, bæði fjármuni sem ferðalög og tíma. Er það von ÍSÍ að sem flestir nái því markmiði sínu að vinna sér inn þátttökurétt.
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sjá meira