Braut eigin vinnureglu til að hjálpa Frederik að gleyma mistökunum Tómas Þór Þórðarson í Kabardinka skrifar 10. júní 2018 10:52 Frederik Schram er kominn yfir mistökin segir Guðmundur. vísir/Vilhelm Guðmundur Hreiðarsson, markvarðarþjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, var að vanda hinn hressasti eftir æfingu strákanna okkar í Kabardinka í dag. Þetta var fyrsta æfingin liðsins eftir komuna til Rússlands en Guðmundur lét markverðina hafa fyrir hlutunum til að koma þeim aftur í gang eftir ferðalagið í gær. „Strákarnir eru bara í topp standi. Það situr smá ferðaþreyta í okkur þrátt fyrir að ég hafi aldrei farið í eins þægilegt ferðalag sem er skrítið í ljósi þess hvar við erum. Þjónustan var frábær,“ segir Guðmundur. Allir í vélinni fengu bestu meðferð hjá Icelandair. Maturinn var frábær en hægt var að velja á milli nautakjöts eða kjúklings. „Ég tók nautið. Það kom seint en það var rosalega vel þegið þegar að það kom,“ segir Guðmundur og hlær við, en hvað var uppleggið á æfingunni í dag? „Við erum bara aðeins að vekja menn. Aðeins að fá fæturnar í gang og láta þá verja nokkur skot. Svo keyrum við hefðbundna rútínu í gang á morgun. Þá mætum við markverðirnir hálftíma fyrr.“Hannes Þór Halldórsson ræðir við markverðina ásamt Guðmundi Hreiðarssyni.vísri/vilhelmTæmdu pokann Guðmundur vill að markverðirnir séu ein heild. Þeir hafa verið í mikilli baráttu um sæti í goggunarröðinni undanfarnar vikur og því þurfti aðeins að funda í dag. Hannes Þór Halldórsson sá um það. „Þegar að menn eru allir að stefna í sömu átt eru menn stundum með fulla poka af grjóti að reyna að sanna sig. Við sturtuðum úr þeim poka áðan. Það var Hannes sem átti frumkvæðið að því,“ segir Guðmundur. „Við erum að peppa hvorn annan upp. Þetta snýst um að við séum allir saman og erum ein stór fjölskylda. Það var það sem að tókst á þessari æfingu. Maður sá bara hvað gerðist. Pokinn tæmdist og allir voru léttari á eftir. Við erum saman í þessu. Annað er ekki hægt,“ segir hann. Frederik Schram gerði skelfileg mistök í vináttuleik á móti Noregi á dögunum sem kostuðu mark. Til þess að láta það ekki sitja of lengi í honum braut Guðmundur eigin vinnureglu. „Ég hef yfirleitt þá vinnureglu að láta menn nánast í friði strax eftir leik og þangað til daginn eftir. Ég leyfi mönnum að melta hlutina. En, þegar að menn upplifa hlutina eins og hann gerði þarna þá vék ég aðeins frá reglunni,“ segir hann. „Við vorum í sambandi tíu mínútur í tólf og ákváðum að afgreiða málið fyrir svefninn. Þá var hann búinn að taka til og fara yfir þetta eins og hann sá hlutina. Það var mjög gott. Við grófum þetta bara og sem betur fer kemur alltaf nýr dagur,“ segir Guðmundur Hreiðarsson.Vísir verður með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Fyrirliðinn, Alfreð og Birkir Bjarna tóku því rólega Boðið var upp á steikjandi hita og sól á æfingasvæði strákanna í dag. 10. júní 2018 10:45 Sjáðu stemninguna á fyrstu æfingu strákanna | Myndband Bara Rússar mættu til að sjá strákana. 10. júní 2018 09:30 HM í dag: Sólin heilsar strákunum í Kabardinka Sjónvarpsþátturinn HM í dag verður á dagskrá Vísis næstu vikurnar og fyrsti þáttur fer í loftið í dag. 10. júní 2018 09:00 Ómar: Tveir helmassaðir og vopnaðir sem sungu og dönsuðu fyrir okkur Íslenski hópurinn fékk höfðinglegar móttökur þegar hann mætti til Gelendzhik í gærkvöldi. 10. júní 2018 10:00 Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Sjá meira
Guðmundur Hreiðarsson, markvarðarþjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, var að vanda hinn hressasti eftir æfingu strákanna okkar í Kabardinka í dag. Þetta var fyrsta æfingin liðsins eftir komuna til Rússlands en Guðmundur lét markverðina hafa fyrir hlutunum til að koma þeim aftur í gang eftir ferðalagið í gær. „Strákarnir eru bara í topp standi. Það situr smá ferðaþreyta í okkur þrátt fyrir að ég hafi aldrei farið í eins þægilegt ferðalag sem er skrítið í ljósi þess hvar við erum. Þjónustan var frábær,“ segir Guðmundur. Allir í vélinni fengu bestu meðferð hjá Icelandair. Maturinn var frábær en hægt var að velja á milli nautakjöts eða kjúklings. „Ég tók nautið. Það kom seint en það var rosalega vel þegið þegar að það kom,“ segir Guðmundur og hlær við, en hvað var uppleggið á æfingunni í dag? „Við erum bara aðeins að vekja menn. Aðeins að fá fæturnar í gang og láta þá verja nokkur skot. Svo keyrum við hefðbundna rútínu í gang á morgun. Þá mætum við markverðirnir hálftíma fyrr.“Hannes Þór Halldórsson ræðir við markverðina ásamt Guðmundi Hreiðarssyni.vísri/vilhelmTæmdu pokann Guðmundur vill að markverðirnir séu ein heild. Þeir hafa verið í mikilli baráttu um sæti í goggunarröðinni undanfarnar vikur og því þurfti aðeins að funda í dag. Hannes Þór Halldórsson sá um það. „Þegar að menn eru allir að stefna í sömu átt eru menn stundum með fulla poka af grjóti að reyna að sanna sig. Við sturtuðum úr þeim poka áðan. Það var Hannes sem átti frumkvæðið að því,“ segir Guðmundur. „Við erum að peppa hvorn annan upp. Þetta snýst um að við séum allir saman og erum ein stór fjölskylda. Það var það sem að tókst á þessari æfingu. Maður sá bara hvað gerðist. Pokinn tæmdist og allir voru léttari á eftir. Við erum saman í þessu. Annað er ekki hægt,“ segir hann. Frederik Schram gerði skelfileg mistök í vináttuleik á móti Noregi á dögunum sem kostuðu mark. Til þess að láta það ekki sitja of lengi í honum braut Guðmundur eigin vinnureglu. „Ég hef yfirleitt þá vinnureglu að láta menn nánast í friði strax eftir leik og þangað til daginn eftir. Ég leyfi mönnum að melta hlutina. En, þegar að menn upplifa hlutina eins og hann gerði þarna þá vék ég aðeins frá reglunni,“ segir hann. „Við vorum í sambandi tíu mínútur í tólf og ákváðum að afgreiða málið fyrir svefninn. Þá var hann búinn að taka til og fara yfir þetta eins og hann sá hlutina. Það var mjög gott. Við grófum þetta bara og sem betur fer kemur alltaf nýr dagur,“ segir Guðmundur Hreiðarsson.Vísir verður með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Fyrirliðinn, Alfreð og Birkir Bjarna tóku því rólega Boðið var upp á steikjandi hita og sól á æfingasvæði strákanna í dag. 10. júní 2018 10:45 Sjáðu stemninguna á fyrstu æfingu strákanna | Myndband Bara Rússar mættu til að sjá strákana. 10. júní 2018 09:30 HM í dag: Sólin heilsar strákunum í Kabardinka Sjónvarpsþátturinn HM í dag verður á dagskrá Vísis næstu vikurnar og fyrsti þáttur fer í loftið í dag. 10. júní 2018 09:00 Ómar: Tveir helmassaðir og vopnaðir sem sungu og dönsuðu fyrir okkur Íslenski hópurinn fékk höfðinglegar móttökur þegar hann mætti til Gelendzhik í gærkvöldi. 10. júní 2018 10:00 Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Sjá meira
Fyrirliðinn, Alfreð og Birkir Bjarna tóku því rólega Boðið var upp á steikjandi hita og sól á æfingasvæði strákanna í dag. 10. júní 2018 10:45
Sjáðu stemninguna á fyrstu æfingu strákanna | Myndband Bara Rússar mættu til að sjá strákana. 10. júní 2018 09:30
HM í dag: Sólin heilsar strákunum í Kabardinka Sjónvarpsþátturinn HM í dag verður á dagskrá Vísis næstu vikurnar og fyrsti þáttur fer í loftið í dag. 10. júní 2018 09:00
Ómar: Tveir helmassaðir og vopnaðir sem sungu og dönsuðu fyrir okkur Íslenski hópurinn fékk höfðinglegar móttökur þegar hann mætti til Gelendzhik í gærkvöldi. 10. júní 2018 10:00