Bæjarbúar í Gelendzhik fengu ekki að sjá frægasta búningastjóra í heimi Kolbeinn Tumi Daðason í Kabardinka skrifar 10. júní 2018 13:30 Þessi ágæta kona var með íslenska fánann og fylgdist með leikmönnum og starfsfólki landsliðsins. Þó ekki frægasta búningastjóra í heimi, Sigga dúllu. Vísir/Vilhelm Stærstur hluti starfsfólks íslenska landsliðsins var mættur ásamt leikmönnum á fyrstu æfingu liðsins á rússneskri grundu í Gelendzhik í dag. Ekki þó kokkarnir og lykilmaðurinn og búningastjórinn Sigurður Sveinn Þórðarson, betur þekktur sem Siggi dúlla, en fyrir því var góð ástæða. Eins og alþjóð veit sér Siggi um búningamál strákanna og var ekkert lítið magn af klæðnaði sem kom með liðinu til Rússlands í gær. Það tók góðan tíma að pakka því öllu saman heima á Íslandi og verkefni dagsins, eða mögulega næstu daga, er að koma skipulagi á hlutina. Það segir Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri á Laugardalsvelli, sem heldur utan um allan fatabúnað ásamt Sigga. Er óhætt að segja að Sigga hafi verið sárt saknað þá tæpu tvo tíma sem æfing landsliðsins tók enda vanur að gefa sig á tal við fjölmiðlamenn og gefa af sér. Sannkallaður gleðigjafi. Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari hefur reglulega nefnt Sigga frægasta búningastjóra í heimi, og líklega orð að sönnu.Siggi dúlla er búningastjóri landsliðsins og Stjörnunnar. Á dögunum setti Vífilfell bjór á markaðinn sem ber nafnið Dúllan.Þekkir hvert strá á Laugardalsvelli „Siggi er uppi á hóteli að reyna að koma skipulagi á hlutina,“ sagði Kristinn í léttu spjalli á meðan opinni æfingu landsliðsins stóð í dag. Kristinn var á svæðinu til að fylgjast með aðstæðum á vellinum enda öllum hnútum kunnugur í þeim bransa enda slegið það nokkrum sinum í gegnum árin. „Þeir byrjuðu að vinna í þessum velli í desember og janúar, bæði stúkunni og vellinum,“ segir Kristinn. „Þeir lögðu nýtt gras og hafa hugsað vel um hann fram að móti,“ segir Kristinn í steikjandi hita í Gelendzhik. „Þetta er loftslag sem við erum ekki vanir. Við erum með einhverjar óskir sem þeir (vallarstarfsmenn) eru á móti. Við erum ekki vanir því að hafa 32 gráður. Við verðum að virða þeirra skoðanir, eða komast að sameiginlegri niðurstöðu um hvað er best fyrir liðið. Varðandi slátturhæð, vökvun og svoleiðis.“Kristinn V. Jóhannsson búningastjóri landsliðsins á æfingunni í morgun.Vísir/VilhelmSjokk að fá ískalt vatn Leikmenn höfðu á orði að grasið hefði verið frábært í byrjun æfingar, þegar völlurinn var nývökvaður en gamanið hefði kárnað eftir því sem leið á og völlurinn þornaði. „Við létum vökva hann fyrir æfingu og ætluðum að vökva í miðri æfingu en það var eitthvað flókið. Við verðum bara að bæta úr því á morgun. Við æfum hálftíma fyrr á morgun og vökvum kannski meira fyrir æfinguna. Þeir hafa hugmyndir um að það sé of heitt til að vökva og það hafi áhrif. Við veðrum að treysta þeirra orðum og kynna mér þetta betur.“ Kristinn þekkir grasið betur en flestir. „Þegar það er svona heitt er mikið sjokk fyrir völlinn að fá ískalt vatn á sig. Það getur haft slæm áhrif, alveg eins og hann getur þornað upp. Við þurfum að finna einhverja niðurstöðu í sameiningu,“ sagði Kristinn yfirvegaður. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik lokið: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fleiri fréttir Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Leik lokið: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Í beinni: Tindastóll - Þróttur | Halda gestirnir sér í titilbaráttu? Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Sjá meira
Stærstur hluti starfsfólks íslenska landsliðsins var mættur ásamt leikmönnum á fyrstu æfingu liðsins á rússneskri grundu í Gelendzhik í dag. Ekki þó kokkarnir og lykilmaðurinn og búningastjórinn Sigurður Sveinn Þórðarson, betur þekktur sem Siggi dúlla, en fyrir því var góð ástæða. Eins og alþjóð veit sér Siggi um búningamál strákanna og var ekkert lítið magn af klæðnaði sem kom með liðinu til Rússlands í gær. Það tók góðan tíma að pakka því öllu saman heima á Íslandi og verkefni dagsins, eða mögulega næstu daga, er að koma skipulagi á hlutina. Það segir Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri á Laugardalsvelli, sem heldur utan um allan fatabúnað ásamt Sigga. Er óhætt að segja að Sigga hafi verið sárt saknað þá tæpu tvo tíma sem æfing landsliðsins tók enda vanur að gefa sig á tal við fjölmiðlamenn og gefa af sér. Sannkallaður gleðigjafi. Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari hefur reglulega nefnt Sigga frægasta búningastjóra í heimi, og líklega orð að sönnu.Siggi dúlla er búningastjóri landsliðsins og Stjörnunnar. Á dögunum setti Vífilfell bjór á markaðinn sem ber nafnið Dúllan.Þekkir hvert strá á Laugardalsvelli „Siggi er uppi á hóteli að reyna að koma skipulagi á hlutina,“ sagði Kristinn í léttu spjalli á meðan opinni æfingu landsliðsins stóð í dag. Kristinn var á svæðinu til að fylgjast með aðstæðum á vellinum enda öllum hnútum kunnugur í þeim bransa enda slegið það nokkrum sinum í gegnum árin. „Þeir byrjuðu að vinna í þessum velli í desember og janúar, bæði stúkunni og vellinum,“ segir Kristinn. „Þeir lögðu nýtt gras og hafa hugsað vel um hann fram að móti,“ segir Kristinn í steikjandi hita í Gelendzhik. „Þetta er loftslag sem við erum ekki vanir. Við erum með einhverjar óskir sem þeir (vallarstarfsmenn) eru á móti. Við erum ekki vanir því að hafa 32 gráður. Við verðum að virða þeirra skoðanir, eða komast að sameiginlegri niðurstöðu um hvað er best fyrir liðið. Varðandi slátturhæð, vökvun og svoleiðis.“Kristinn V. Jóhannsson búningastjóri landsliðsins á æfingunni í morgun.Vísir/VilhelmSjokk að fá ískalt vatn Leikmenn höfðu á orði að grasið hefði verið frábært í byrjun æfingar, þegar völlurinn var nývökvaður en gamanið hefði kárnað eftir því sem leið á og völlurinn þornaði. „Við létum vökva hann fyrir æfingu og ætluðum að vökva í miðri æfingu en það var eitthvað flókið. Við verðum bara að bæta úr því á morgun. Við æfum hálftíma fyrr á morgun og vökvum kannski meira fyrir æfinguna. Þeir hafa hugmyndir um að það sé of heitt til að vökva og það hafi áhrif. Við veðrum að treysta þeirra orðum og kynna mér þetta betur.“ Kristinn þekkir grasið betur en flestir. „Þegar það er svona heitt er mikið sjokk fyrir völlinn að fá ískalt vatn á sig. Það getur haft slæm áhrif, alveg eins og hann getur þornað upp. Við þurfum að finna einhverja niðurstöðu í sameiningu,“ sagði Kristinn yfirvegaður.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik lokið: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fleiri fréttir Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Leik lokið: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Í beinni: Tindastóll - Þróttur | Halda gestirnir sér í titilbaráttu? Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti
Leik lokið: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti