AT&T og Time Warner fá að sameinast Kjartan Kjartansson skrifar 13. júní 2018 07:22 Ríkisstjórn Donalds Trump forseta hafði lagst gegn samruna AT&T og Time Warner. Ástæðan hefur meðal annars verið talin andúð hans á CNN-fréttastöðinni. Vísir/EPA Alríkisdómari í Bandaríkjunum úrskurðaði í gær að fjarskiptarisinn AT&T og fjölmiðlafyrirtækið Time Warner mættu renna saman í eitt án skilyrða. Dómsmálaráðuneyti ríkisstjórnar Donalds Trump forseta hafði lagst gegn samrunanum. Dómarinn í málinu sagði að ráðuneytið hefði ekki sýnt fram á að samruninn myndi skaða samkeppni eða neytendur. Efnahagsleg greining þess hefði byggst á „óviðeigandi hugmyndum“, að því er segir í frétt Washington Post. Samruni fyrirtækjanna tveggja á að ganga í gegn fyrir 20. júní. AT&T, stærsta fjarskiptafyrirtæki heims, hefur lengi sóst eftir að eignast afþreyingarfyrirtæki eins og Time Warner. Síðarnefnda fyrirtækið á meðal annars þættina um Krúnuleikana, Harry Potter-kvikmyndirnar og CNN-fréttastöðina. Málið er talið hafa fordæmisgildi og torvelda alríkisyfirvöldum að setja sig upp á móti samrunum risafyrirtækja. Það geti leitt til enn frekari samruna á fjarskipta- og fjölmiðlamarkaði. Þannig er búist er við því að fjarskiptafyrirtækið Comcast leggi fram tilboð í 21st Century Fox strax í dag jafnvel í kjölfar niðurstöðu dómsins í gær. Tengdar fréttir Fjarskiptarisi greiddi lögmanni Trump fyrir ráðgjöf um samruna Aðeins þremur dögum eftir að Trump sór embættiseið hafði stærsta fjarskiptafyrirtæki heims samband við persónulegan lögmann hans og réði til ráðgjafarstarfa. 10. maí 2018 23:02 AT&T segir það stór mistök að hafa ráðið lögmann Trump Forstjóri fjarskiptarisans segir að fyrirtækið hafi vanrækt að hugað að bakgrunni Michaels Cohen, persónulegs lögmanns Trump, áður en það réði hann sem ráðgjafa. 11. maí 2018 14:59 Vilja stöðva einn stærsta samruna sögunnar Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur höfðað mál í því augnamiði að koma í veg fyrir kaup AT&T, einu stærsta símafyrirtæki heims, á Time Warner fjölmiðlasamsteypunni. 21. nóvember 2017 07:49 Mest lesið Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Alríkisdómari í Bandaríkjunum úrskurðaði í gær að fjarskiptarisinn AT&T og fjölmiðlafyrirtækið Time Warner mættu renna saman í eitt án skilyrða. Dómsmálaráðuneyti ríkisstjórnar Donalds Trump forseta hafði lagst gegn samrunanum. Dómarinn í málinu sagði að ráðuneytið hefði ekki sýnt fram á að samruninn myndi skaða samkeppni eða neytendur. Efnahagsleg greining þess hefði byggst á „óviðeigandi hugmyndum“, að því er segir í frétt Washington Post. Samruni fyrirtækjanna tveggja á að ganga í gegn fyrir 20. júní. AT&T, stærsta fjarskiptafyrirtæki heims, hefur lengi sóst eftir að eignast afþreyingarfyrirtæki eins og Time Warner. Síðarnefnda fyrirtækið á meðal annars þættina um Krúnuleikana, Harry Potter-kvikmyndirnar og CNN-fréttastöðina. Málið er talið hafa fordæmisgildi og torvelda alríkisyfirvöldum að setja sig upp á móti samrunum risafyrirtækja. Það geti leitt til enn frekari samruna á fjarskipta- og fjölmiðlamarkaði. Þannig er búist er við því að fjarskiptafyrirtækið Comcast leggi fram tilboð í 21st Century Fox strax í dag jafnvel í kjölfar niðurstöðu dómsins í gær.
Tengdar fréttir Fjarskiptarisi greiddi lögmanni Trump fyrir ráðgjöf um samruna Aðeins þremur dögum eftir að Trump sór embættiseið hafði stærsta fjarskiptafyrirtæki heims samband við persónulegan lögmann hans og réði til ráðgjafarstarfa. 10. maí 2018 23:02 AT&T segir það stór mistök að hafa ráðið lögmann Trump Forstjóri fjarskiptarisans segir að fyrirtækið hafi vanrækt að hugað að bakgrunni Michaels Cohen, persónulegs lögmanns Trump, áður en það réði hann sem ráðgjafa. 11. maí 2018 14:59 Vilja stöðva einn stærsta samruna sögunnar Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur höfðað mál í því augnamiði að koma í veg fyrir kaup AT&T, einu stærsta símafyrirtæki heims, á Time Warner fjölmiðlasamsteypunni. 21. nóvember 2017 07:49 Mest lesið Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fjarskiptarisi greiddi lögmanni Trump fyrir ráðgjöf um samruna Aðeins þremur dögum eftir að Trump sór embættiseið hafði stærsta fjarskiptafyrirtæki heims samband við persónulegan lögmann hans og réði til ráðgjafarstarfa. 10. maí 2018 23:02
AT&T segir það stór mistök að hafa ráðið lögmann Trump Forstjóri fjarskiptarisans segir að fyrirtækið hafi vanrækt að hugað að bakgrunni Michaels Cohen, persónulegs lögmanns Trump, áður en það réði hann sem ráðgjafa. 11. maí 2018 14:59
Vilja stöðva einn stærsta samruna sögunnar Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur höfðað mál í því augnamiði að koma í veg fyrir kaup AT&T, einu stærsta símafyrirtæki heims, á Time Warner fjölmiðlasamsteypunni. 21. nóvember 2017 07:49
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf