Freyr um varnarleikinn: Besta sem ég hef séð í fótbolta yfir höfuð Tómas Þór Þórðarson í Kabardinka skrifar 18. júní 2018 09:00 Aron Einar fylgir Lionel Messi eftir en hann komst hvorki lönd né strönd gegn okkar mönnum. vísir/vilhelm Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, er yfirnjósnari íslenska karlalandsliðsins og hann hjálpaði til í leiknum í fyrradag þegar að strákarnir okkar gerðu 1-1 jafntefli við Argentínu. Freyr var ekki bara að leikgreina Argentínu í undirbúningi fyrir leikinn heldur sat hann einnig upp í stúku og sendi skilaboð niður til þjálfarateymisins á bekknum. Hann var í raun að leikgreina í beinni og allt gekk upp. „Varnarleikur okkar tók vopnin frá þeim. Við tókum allt svæðið á bakvið varnarlínuna okkar í burtu og hjálparvörnin var sennilega sú besta sem ég hef séð í fótbolta. Ekki bara í íslenskum fótbolta heldur í fótbolta yfir höfuð,“ segir Freyr sem lét heyra í sér í stúkunni. „Við vorum með þá en samt var ótrúlega stressandi að vera þarna uppi með yfirsýn yfir allt. Mér leið samt ótrúlega vel.“ Eins og það er fyrir leikmenn að spila vel er það ótrúlega gefandi fyrir þjálfara og leikgreinendur að sjá leikáætlanir heppnast svona vel. „Það er eiginlega ekki hægt að lýsa þessu. Það er alveg ótrúlega gaman þegar að þetta gengur upp og sem betur fer hefur þetta gengið ansi vel upp hjá okkur upp á síðkastið,“ segir Freyr.Ragnar Sigurðsson faðmar bróður sinn eftir leik.vísir/vilhelm„Ég veit ekki alveg hvernig ég á að lýsa þessu. Maður er stressaður um að allt sem maður hefur undirbúið verið afgreitt með einhverju óvæntu frá andstæðingnum en þá er gott að vera með plan A og plan B.“ Það er svo eitt að undirbúa leikina vel og annað að spila þá. Það eru eftir allt saman leikmennirnir sem þurfa að fylgja eftir planinu og berjast fyrir öllu sem í boði er. Og það gera okkar menn. „Þetta myndi samt aldrei ganga nema fyrir það að þessir strákar eru með svo rosalega mikla fótboltagreind. Þetta er ekkert eðlilegt og fyrir utan það hvað þeir eru rosalega duglegir. Þeir eru engum líkir,“ segir Freyr sem líður betur þegar að hann fær að vera í þjálfarahlutverkinu niður á hliðarlínunni. „Það er erfitt að vera þarna uppi en það góða við þetta er að ég má segja allt sem ég vil þegar að ég slekk á hljóðnemanum. Dómarinn getur ekkert sagt og ekki fjórði dómarinn heldur. Stundum er erfitt að ná sambandi strax niður á völl og þið vitið alveg hvernig ég er. Ég vil ná sambandi strax,“ segir Freyr Alexandersson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Þjálfarateymi Íslands með þrjá aðstoðarmenn í stúkunni Strákarnir á bekknum hjá íslenska landsliðinu voru í góðu sambandi við menn í stúkunni meðan á leiknum gegn Argentínu stóð. 18. júní 2018 08:00 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lamine Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Junior Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Sjá meira
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, er yfirnjósnari íslenska karlalandsliðsins og hann hjálpaði til í leiknum í fyrradag þegar að strákarnir okkar gerðu 1-1 jafntefli við Argentínu. Freyr var ekki bara að leikgreina Argentínu í undirbúningi fyrir leikinn heldur sat hann einnig upp í stúku og sendi skilaboð niður til þjálfarateymisins á bekknum. Hann var í raun að leikgreina í beinni og allt gekk upp. „Varnarleikur okkar tók vopnin frá þeim. Við tókum allt svæðið á bakvið varnarlínuna okkar í burtu og hjálparvörnin var sennilega sú besta sem ég hef séð í fótbolta. Ekki bara í íslenskum fótbolta heldur í fótbolta yfir höfuð,“ segir Freyr sem lét heyra í sér í stúkunni. „Við vorum með þá en samt var ótrúlega stressandi að vera þarna uppi með yfirsýn yfir allt. Mér leið samt ótrúlega vel.“ Eins og það er fyrir leikmenn að spila vel er það ótrúlega gefandi fyrir þjálfara og leikgreinendur að sjá leikáætlanir heppnast svona vel. „Það er eiginlega ekki hægt að lýsa þessu. Það er alveg ótrúlega gaman þegar að þetta gengur upp og sem betur fer hefur þetta gengið ansi vel upp hjá okkur upp á síðkastið,“ segir Freyr.Ragnar Sigurðsson faðmar bróður sinn eftir leik.vísir/vilhelm„Ég veit ekki alveg hvernig ég á að lýsa þessu. Maður er stressaður um að allt sem maður hefur undirbúið verið afgreitt með einhverju óvæntu frá andstæðingnum en þá er gott að vera með plan A og plan B.“ Það er svo eitt að undirbúa leikina vel og annað að spila þá. Það eru eftir allt saman leikmennirnir sem þurfa að fylgja eftir planinu og berjast fyrir öllu sem í boði er. Og það gera okkar menn. „Þetta myndi samt aldrei ganga nema fyrir það að þessir strákar eru með svo rosalega mikla fótboltagreind. Þetta er ekkert eðlilegt og fyrir utan það hvað þeir eru rosalega duglegir. Þeir eru engum líkir,“ segir Freyr sem líður betur þegar að hann fær að vera í þjálfarahlutverkinu niður á hliðarlínunni. „Það er erfitt að vera þarna uppi en það góða við þetta er að ég má segja allt sem ég vil þegar að ég slekk á hljóðnemanum. Dómarinn getur ekkert sagt og ekki fjórði dómarinn heldur. Stundum er erfitt að ná sambandi strax niður á völl og þið vitið alveg hvernig ég er. Ég vil ná sambandi strax,“ segir Freyr Alexandersson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Þjálfarateymi Íslands með þrjá aðstoðarmenn í stúkunni Strákarnir á bekknum hjá íslenska landsliðinu voru í góðu sambandi við menn í stúkunni meðan á leiknum gegn Argentínu stóð. 18. júní 2018 08:00 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lamine Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Junior Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Sjá meira
Þjálfarateymi Íslands með þrjá aðstoðarmenn í stúkunni Strákarnir á bekknum hjá íslenska landsliðinu voru í góðu sambandi við menn í stúkunni meðan á leiknum gegn Argentínu stóð. 18. júní 2018 08:00