Kalinic rekinn heim til Króatíu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 18. júní 2018 15:07 HM ævintýri Kalinic er búið Vísir/getty Nikola Kalinic hefur verið vikið úr HM hóp Króata eftir meiðslavandræði og ósætti við landsliðsþjálfarann Zlatko Dalic. Þetta staðfestu Króatar á fréttamannafundi í dag. Dalic ætlaði að setja Kalinic inn á undir lok leiks Króatíu og Nígeríu á laugardagskvöld en Kalinic neitaði að koma inn á. Hann sagðist vera með bakverki og gæti því ekki spilað. Kalinic var látinn pakka niður í morgun og sendur heim til Króatíu. „Nikola hitaði upp á móti Nígeríu en þegar hann þurfti að koma inn í seinni hálfleik sagðist hann ekki vera tilbúinn til þess. Hann sagðist einnig finna til gegn Brasilíu [í vináttulandsleik í byrjun mánaðar] og á æfingu í gær. Ég þarf leikmenn sem eru heilir svo ég sendi hann heim,“ sagði Dalic. Þetta er víst ekki í fyrsta skipti sem ósætti kemur upp á milli þeirra Kalinic og Dalic og hefur verið mikið um valdabaráttu innan króatíska hópsins ef marka má fréttaflutning í króatískum miðlum. Þjálfarateymið sagði þó á fréttamannafundinum í dag að andrúmsloftið væri frábært innan hópsins. Fjölmiðlar í Króatíu segja þetta uppátæki Kalinic líklega hafa gert út um landsliðsferil hans, enginn landsliðsþjálfari muni velja hann í landsliðið eftir þetta. Króatía leikur í riðli með Íslandi á HM. Liðin mætast í lokaumferð riðlakeppninnar þann 26. júní í Rostov. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Sjá meira
Nikola Kalinic hefur verið vikið úr HM hóp Króata eftir meiðslavandræði og ósætti við landsliðsþjálfarann Zlatko Dalic. Þetta staðfestu Króatar á fréttamannafundi í dag. Dalic ætlaði að setja Kalinic inn á undir lok leiks Króatíu og Nígeríu á laugardagskvöld en Kalinic neitaði að koma inn á. Hann sagðist vera með bakverki og gæti því ekki spilað. Kalinic var látinn pakka niður í morgun og sendur heim til Króatíu. „Nikola hitaði upp á móti Nígeríu en þegar hann þurfti að koma inn í seinni hálfleik sagðist hann ekki vera tilbúinn til þess. Hann sagðist einnig finna til gegn Brasilíu [í vináttulandsleik í byrjun mánaðar] og á æfingu í gær. Ég þarf leikmenn sem eru heilir svo ég sendi hann heim,“ sagði Dalic. Þetta er víst ekki í fyrsta skipti sem ósætti kemur upp á milli þeirra Kalinic og Dalic og hefur verið mikið um valdabaráttu innan króatíska hópsins ef marka má fréttaflutning í króatískum miðlum. Þjálfarateymið sagði þó á fréttamannafundinum í dag að andrúmsloftið væri frábært innan hópsins. Fjölmiðlar í Króatíu segja þetta uppátæki Kalinic líklega hafa gert út um landsliðsferil hans, enginn landsliðsþjálfari muni velja hann í landsliðið eftir þetta. Króatía leikur í riðli með Íslandi á HM. Liðin mætast í lokaumferð riðlakeppninnar þann 26. júní í Rostov.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Sjá meira