Google reynir að koma sér í mjúkinn hjá Kínverjum með risafjárfestingu Þorbjörn Þórðarson skrifar 18. júní 2018 15:45 Sundar Pichai forstjóri Google. Vísir/EPA Google mun greiða 550 milljónir dollara fyrir minna en 1 prósents hlut í JD.com sem er næststærsta smásöluverslanafyrirtæki í Kína á netinu. Kaupin eru nýjasta útspil Google í langtímaáætlun um að hasla sér völl á kínverskum markaði að því er fram kemur í frétt Financial Times. Lokað hefur verið á leitarvél Google í Kína frá árinu 2010 af „stóra eldveggnum í Kína.“ Kaupin eru líka liður í því að efla tengsl Google við smásölumarkaði og sölu á internetinu en fyrirtækið hefur nýlega skrifað undir samninga við verslanarisana Walmart og Carrefour í þessari viðleitni. Google sér ýmis tækifæri í samstarfi við JD.com í Suðaustur-Asíu, Bandaríkjunum og Evrópu. JD.com mun tryggja vöruframboð sitt á smásölusíðu Google á svipaðan hátt og Google gerir nú þegar með öðrum smásölufyrirtækjum. JD.com er í harðri samkeppni við Lazada, sem er í eigu kínverska verslanarisans Alibaba Group. Með fjárfestingu í JD.com fær Google aðgang að vöruhúsum og vörustýringarkerfi JD.com. Google freistar þess nú að að styrkja stöðu sína í Kína en fyrirtækið hefur nú þegar 700 starfsmenn í landinu og veltir um 1 milljarði dollara árlega með sölu á auglýsingum til kínverskra fyrirtækja sem vilja ná til viðskiptavina á Vesturlöndum og víðar. Fyrr á þessu ári gerði Google einkaleyfasamning við kínverska tæknifyrirtækið Tencent og gildir samningurinn um fjölbreytta flóru hugverka og vara. Þá opnaði Google þriðju skrifstofu sína í Kína í borginni Shenzhen en í borginni eru höfuðstöðvar margra kínverska hugbúnaðar- og tæknifyrirtækja og má þar nefna bæði Tencent og Huawei sem er stærsti farsímaframleiðandi Kína. Þá opnaði Google nýlega gervigreindarsetur í Peking.Frétt FT. Mest lesið Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Google mun greiða 550 milljónir dollara fyrir minna en 1 prósents hlut í JD.com sem er næststærsta smásöluverslanafyrirtæki í Kína á netinu. Kaupin eru nýjasta útspil Google í langtímaáætlun um að hasla sér völl á kínverskum markaði að því er fram kemur í frétt Financial Times. Lokað hefur verið á leitarvél Google í Kína frá árinu 2010 af „stóra eldveggnum í Kína.“ Kaupin eru líka liður í því að efla tengsl Google við smásölumarkaði og sölu á internetinu en fyrirtækið hefur nýlega skrifað undir samninga við verslanarisana Walmart og Carrefour í þessari viðleitni. Google sér ýmis tækifæri í samstarfi við JD.com í Suðaustur-Asíu, Bandaríkjunum og Evrópu. JD.com mun tryggja vöruframboð sitt á smásölusíðu Google á svipaðan hátt og Google gerir nú þegar með öðrum smásölufyrirtækjum. JD.com er í harðri samkeppni við Lazada, sem er í eigu kínverska verslanarisans Alibaba Group. Með fjárfestingu í JD.com fær Google aðgang að vöruhúsum og vörustýringarkerfi JD.com. Google freistar þess nú að að styrkja stöðu sína í Kína en fyrirtækið hefur nú þegar 700 starfsmenn í landinu og veltir um 1 milljarði dollara árlega með sölu á auglýsingum til kínverskra fyrirtækja sem vilja ná til viðskiptavina á Vesturlöndum og víðar. Fyrr á þessu ári gerði Google einkaleyfasamning við kínverska tæknifyrirtækið Tencent og gildir samningurinn um fjölbreytta flóru hugverka og vara. Þá opnaði Google þriðju skrifstofu sína í Kína í borginni Shenzhen en í borginni eru höfuðstöðvar margra kínverska hugbúnaðar- og tæknifyrirtækja og má þar nefna bæði Tencent og Huawei sem er stærsti farsímaframleiðandi Kína. Þá opnaði Google nýlega gervigreindarsetur í Peking.Frétt FT.
Mest lesið Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf