Kim Jong-un sparkar þremur æðstu embættismönnum hersins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. júní 2018 23:30 Herforingi hvíslar einhverju að Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Vísir/Getty Þrír æðstu embættismenn norður-kóreska hersins hafa verið reknir úr embætti og yngri menn sem taldir eru hliðhollari Kim Jong-un leiðtoga ríkisins hafa verið skipaðir í embætti í stað þeirra.Þetta hefur Reuters eftir háttsettum embættismanni innan bandaríska stjórnkerfisins sem fylgist grannt með gangi mála í Norður-Kóreu í aðdraganda leiðtogafundar Kim og Donald Trump í Singapúr 12. júní næstkomandi. Suður-kóreska fréttaveitan Yonhap greindi fyrst frá en embættismenn Bandaríkjanna telja að nokkurrar óánægju hafi gætt í norður-kóreska hernum vegna nýlegra viðræðna Kim Jong-un og embættismanna hans við yfirvöld í Suður-Kóreu, sem og áætlanir um leiðtogafund Kim og Trump. Meðal þeirra sem skipt var út voru varnarmálaráðherra Norður-Kóreu sem og æðsti herforingi norður-kóreska hersins en þeir sem tóku við embættunum eru allir sagðir vera yngri en forverar sínir í starfi. Sérfræðingur í málefnum Norður-Kóreu segir að þetta bendi til þess að Kim Jong-un sé með þessu að enn frekar styrkja stöðu sína sem leiðtogi Norður-Kóreu og auka völd sín yfir hernum. Rúm vika er í að Kim og Trump hittist í Singapúr gangi allt eftir en vonir standa til þess að Kim samþykki að hætta við kjarnorkuvopnavæðingu ríkisins í skiptum fyrir að viðskiptaþvingunum verði aflétt. Norður-Kórea Tengdar fréttir Hver á að borga hótelið fyrir Kim Jong-un? Nú þegar allt lítur út að verði af leiðtogafundi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu sitja embættismenn ríkjanna nú á rökstólum til þess að undirbúa fundinn. Meðal þess sem rætt hefur verið er hver eigi að greiða fyrir hótelgistingu leiðtoga Norður-Kóreu. 2. júní 2018 23:30 Trump hættur við að hætta við fundinn með Kim Forsetinn tilkynnti þetta eftir að sendifulltrúi Norður-Kóreu afhenti honum bréf frá Kim Jong-un. 1. júní 2018 18:59 Fundað og fundað um leiðtogafundinn Kim Yong-chol, hershöfðingi og einn helsti ráðgjafi Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, fundaði í gær aftur með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. 1. júní 2018 06:00 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Þrír æðstu embættismenn norður-kóreska hersins hafa verið reknir úr embætti og yngri menn sem taldir eru hliðhollari Kim Jong-un leiðtoga ríkisins hafa verið skipaðir í embætti í stað þeirra.Þetta hefur Reuters eftir háttsettum embættismanni innan bandaríska stjórnkerfisins sem fylgist grannt með gangi mála í Norður-Kóreu í aðdraganda leiðtogafundar Kim og Donald Trump í Singapúr 12. júní næstkomandi. Suður-kóreska fréttaveitan Yonhap greindi fyrst frá en embættismenn Bandaríkjanna telja að nokkurrar óánægju hafi gætt í norður-kóreska hernum vegna nýlegra viðræðna Kim Jong-un og embættismanna hans við yfirvöld í Suður-Kóreu, sem og áætlanir um leiðtogafund Kim og Trump. Meðal þeirra sem skipt var út voru varnarmálaráðherra Norður-Kóreu sem og æðsti herforingi norður-kóreska hersins en þeir sem tóku við embættunum eru allir sagðir vera yngri en forverar sínir í starfi. Sérfræðingur í málefnum Norður-Kóreu segir að þetta bendi til þess að Kim Jong-un sé með þessu að enn frekar styrkja stöðu sína sem leiðtogi Norður-Kóreu og auka völd sín yfir hernum. Rúm vika er í að Kim og Trump hittist í Singapúr gangi allt eftir en vonir standa til þess að Kim samþykki að hætta við kjarnorkuvopnavæðingu ríkisins í skiptum fyrir að viðskiptaþvingunum verði aflétt.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Hver á að borga hótelið fyrir Kim Jong-un? Nú þegar allt lítur út að verði af leiðtogafundi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu sitja embættismenn ríkjanna nú á rökstólum til þess að undirbúa fundinn. Meðal þess sem rætt hefur verið er hver eigi að greiða fyrir hótelgistingu leiðtoga Norður-Kóreu. 2. júní 2018 23:30 Trump hættur við að hætta við fundinn með Kim Forsetinn tilkynnti þetta eftir að sendifulltrúi Norður-Kóreu afhenti honum bréf frá Kim Jong-un. 1. júní 2018 18:59 Fundað og fundað um leiðtogafundinn Kim Yong-chol, hershöfðingi og einn helsti ráðgjafi Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, fundaði í gær aftur með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. 1. júní 2018 06:00 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Hver á að borga hótelið fyrir Kim Jong-un? Nú þegar allt lítur út að verði af leiðtogafundi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu sitja embættismenn ríkjanna nú á rökstólum til þess að undirbúa fundinn. Meðal þess sem rætt hefur verið er hver eigi að greiða fyrir hótelgistingu leiðtoga Norður-Kóreu. 2. júní 2018 23:30
Trump hættur við að hætta við fundinn með Kim Forsetinn tilkynnti þetta eftir að sendifulltrúi Norður-Kóreu afhenti honum bréf frá Kim Jong-un. 1. júní 2018 18:59
Fundað og fundað um leiðtogafundinn Kim Yong-chol, hershöfðingi og einn helsti ráðgjafi Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, fundaði í gær aftur með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. 1. júní 2018 06:00