Fyrsti laxinn kominn á land úr Norðurá Karl Lúðviksson skrifar 4. júní 2018 09:20 Mynd: Norðurá lodge FB Norðurá opnaði stundvíslega klukkan 7:00 í morgun og það hefur verið spennandi að bíða eftir fyrsta laxinum á land úr henni. Það var bein útsending af bakkanum í gegnum Facebooksíðu Norðurár og þar gátu veiðimenn fylgst með þegar fyrsti laxinn tók og var síðan stuttu seinna landað rétt fyrir klukkan níu í morgun. Það var Þórunn Sveinbjörnsdóttir sem náði fyrsta laxi sumarsins af Skerinu og var það 79 sm 10 punda hrygna sem tók Rauða Frances Hexagon. Það er nokkuð mikið vatn í ánni í þessari opnun en nokkuð líf er á svæðinu og laxar að sjást nokkuð víða. Við fáum svo skýrslu frá Þorsteini Stefánssyni staðarhaldara Norðurár þegar líður á daginn og fáum fleiri fréttir af gangi mála. Mest lesið Fín veiði við Ölfusárós Veiði Pistill: Eldisfiskur veiðist um allt land Veiði Regnbogasilungur að veiðast víða á vestfjörðum Veiði Veiðin 2012: Aðeins 12 af 38 laxveiðiám með 100 laxa á stöng Veiði Nokkrir hnútar fyrir veiðina Veiði Allt um veiðihnúta Veiði 14.305 veiddir fiskar í Veiðivötnum Veiði Elliðavatn kraumaði í morgun Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Bræður börðust við maríulaxana á sama tíma! Veiði
Norðurá opnaði stundvíslega klukkan 7:00 í morgun og það hefur verið spennandi að bíða eftir fyrsta laxinum á land úr henni. Það var bein útsending af bakkanum í gegnum Facebooksíðu Norðurár og þar gátu veiðimenn fylgst með þegar fyrsti laxinn tók og var síðan stuttu seinna landað rétt fyrir klukkan níu í morgun. Það var Þórunn Sveinbjörnsdóttir sem náði fyrsta laxi sumarsins af Skerinu og var það 79 sm 10 punda hrygna sem tók Rauða Frances Hexagon. Það er nokkuð mikið vatn í ánni í þessari opnun en nokkuð líf er á svæðinu og laxar að sjást nokkuð víða. Við fáum svo skýrslu frá Þorsteini Stefánssyni staðarhaldara Norðurár þegar líður á daginn og fáum fleiri fréttir af gangi mála.
Mest lesið Fín veiði við Ölfusárós Veiði Pistill: Eldisfiskur veiðist um allt land Veiði Regnbogasilungur að veiðast víða á vestfjörðum Veiði Veiðin 2012: Aðeins 12 af 38 laxveiðiám með 100 laxa á stöng Veiði Nokkrir hnútar fyrir veiðina Veiði Allt um veiðihnúta Veiði 14.305 veiddir fiskar í Veiðivötnum Veiði Elliðavatn kraumaði í morgun Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Bræður börðust við maríulaxana á sama tíma! Veiði