6 dagar í HM: Skoraði sjálfsmark og var myrtur er hann snéri heim Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. júní 2018 12:00 Escobar í leiknum örlagaríka. vísir/getty Saga Kólumbíumannsins Andres Escobar er ein sú sorglegasta sem tengist HM. Escobar varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í leik gegn Bandaríkjunum á HM 1994. Kólumbía tapaði leiknum, 2-1, og komst ekki upp úr riðlinum. Upphaflega stóð til að Escobar myndi heimsækja ættingja í Las Vegas eftir mótið en hann hætti við þá áætlun. Þess í stað snéri hann aftur heim til Kólumbíu. Það reyndist ekki vera góð ákvörðun. Aðeins fimm dögum eftir að Kólumbía féll úr leik á HM var búið að myrða Escobar í Medellin. Sömu borg og Pablo Escobar réði ríkjum í. Andres hringdi í nokkra vini sína til þess að fara út á lífið. Klukkan þrjú um nóttina var hann síðan einn á bílastæði fyrir utan næturklúbb. Þá komu að honum þrír menn og byrjuðu að rífast við hann. Tveir þeirra tóku upp skammbyssur.Escobar er hér niðurbrotinn eftir sjálfsmarkið.vísir/gettyÞetta rifrildi endaði með því að þeir skutu Escobar sex sinnum. Það var sagt í fréttum að þeir hefðu öskrað „mark“ í hvert skipti sem þeir skutu hann. Sjúkrabíll kom skömmu síðar á svæðið en Escobar lést 45 mínútum eftir að hann var kominn upp á sjúkrahús. Morðið var sagt tengjast sjálfsmarkinu beint en landsliðsþjálfari Kólumbíu á þessum tíma vildi kenna ástandinu í landinu almennt um morðið. Það var þjóðarsorg í Kólumbíu eftir þennan hörmulega atburð. 120 þúsund manns sóttu útför Escobar og mikið er lagt upp úr því að halda minningu hans á lofti. Árið 2002 var reist stytta af honum í Medellin. Humberto Castro Munoz var lífvörður hjá fíkniefnabarónum borgarinnar og hann viðurkenndi að hafa myrt Escobar. Hann vann hjá kókaínbarón sem tapaði miklum peningum í veðmáli þar sem Kólumbía tapaði gegn Bandaríkjunum. Hann var dæmdur í 43 ára fangelsi sem síðar var stytt niður í 26 ár. Honum var sleppt árið 2005 eftir að hafa setið í steininum í tæp ellefu ár. Hann gaf aldrei upp hverjir vitorðsmenn hans voru og tók einn á sig skellinn fyrir morðið. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 13 dagar í HM: Þegar Norðmenn unnu Brasilíumenn á HM Ísland mætir Noregi á Laugardalsvellinum annað kvöld. Íslenska karlalandsliðið er á leið á HM í Rússlandi en norsku landsliðsmennirnir þurfa að sætta sig við það að horfa HM heima í sófanum. 1. júní 2018 11:00 10 dagar í HM: Verða James og höfrungurinn toppaðir? James Rodríguez skoraði tvö af þremur flottustu mörkum HM 2014 í Brasilíu. 4. júní 2018 11:00 7 dagar í HM: Brasilíski nuddarinn sem stal senunni og boltanum í úrslitaleik HM Pele varð þrisvar sinnum heimsmeistari með Brasilíumönnum á árunum 1958 til 1970 og er sá eini sem hefur verið hluti af þremur heimsmeistaraliðum. Það vita kannski mun færri af annarri brasilískri goðsögn sem tók þátt í öllum þremur þremur titlunum. 7. júní 2018 11:00 9 dagar í HM: Atvikið sem átti að sundra Rooney og Ronaldo gerði þá að meisturum Cristiano Ronaldo sá til þess að Wayne Rooney fékk rautt spjald á móti Portúgal á HM 2006. 5. júní 2018 11:00 8 dagar í HM: Kúveitar fengu mark skráð af Frökkum með því að hóta að ganga af velli Dómari leiksins á Spáni fyrir 36 árum síðan flautaði ekki aftur í flautu inn á fótboltavelli. 6. júní 2018 12:00 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Fleiri fréttir Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjá meira
Saga Kólumbíumannsins Andres Escobar er ein sú sorglegasta sem tengist HM. Escobar varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í leik gegn Bandaríkjunum á HM 1994. Kólumbía tapaði leiknum, 2-1, og komst ekki upp úr riðlinum. Upphaflega stóð til að Escobar myndi heimsækja ættingja í Las Vegas eftir mótið en hann hætti við þá áætlun. Þess í stað snéri hann aftur heim til Kólumbíu. Það reyndist ekki vera góð ákvörðun. Aðeins fimm dögum eftir að Kólumbía féll úr leik á HM var búið að myrða Escobar í Medellin. Sömu borg og Pablo Escobar réði ríkjum í. Andres hringdi í nokkra vini sína til þess að fara út á lífið. Klukkan þrjú um nóttina var hann síðan einn á bílastæði fyrir utan næturklúbb. Þá komu að honum þrír menn og byrjuðu að rífast við hann. Tveir þeirra tóku upp skammbyssur.Escobar er hér niðurbrotinn eftir sjálfsmarkið.vísir/gettyÞetta rifrildi endaði með því að þeir skutu Escobar sex sinnum. Það var sagt í fréttum að þeir hefðu öskrað „mark“ í hvert skipti sem þeir skutu hann. Sjúkrabíll kom skömmu síðar á svæðið en Escobar lést 45 mínútum eftir að hann var kominn upp á sjúkrahús. Morðið var sagt tengjast sjálfsmarkinu beint en landsliðsþjálfari Kólumbíu á þessum tíma vildi kenna ástandinu í landinu almennt um morðið. Það var þjóðarsorg í Kólumbíu eftir þennan hörmulega atburð. 120 þúsund manns sóttu útför Escobar og mikið er lagt upp úr því að halda minningu hans á lofti. Árið 2002 var reist stytta af honum í Medellin. Humberto Castro Munoz var lífvörður hjá fíkniefnabarónum borgarinnar og hann viðurkenndi að hafa myrt Escobar. Hann vann hjá kókaínbarón sem tapaði miklum peningum í veðmáli þar sem Kólumbía tapaði gegn Bandaríkjunum. Hann var dæmdur í 43 ára fangelsi sem síðar var stytt niður í 26 ár. Honum var sleppt árið 2005 eftir að hafa setið í steininum í tæp ellefu ár. Hann gaf aldrei upp hverjir vitorðsmenn hans voru og tók einn á sig skellinn fyrir morðið.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 13 dagar í HM: Þegar Norðmenn unnu Brasilíumenn á HM Ísland mætir Noregi á Laugardalsvellinum annað kvöld. Íslenska karlalandsliðið er á leið á HM í Rússlandi en norsku landsliðsmennirnir þurfa að sætta sig við það að horfa HM heima í sófanum. 1. júní 2018 11:00 10 dagar í HM: Verða James og höfrungurinn toppaðir? James Rodríguez skoraði tvö af þremur flottustu mörkum HM 2014 í Brasilíu. 4. júní 2018 11:00 7 dagar í HM: Brasilíski nuddarinn sem stal senunni og boltanum í úrslitaleik HM Pele varð þrisvar sinnum heimsmeistari með Brasilíumönnum á árunum 1958 til 1970 og er sá eini sem hefur verið hluti af þremur heimsmeistaraliðum. Það vita kannski mun færri af annarri brasilískri goðsögn sem tók þátt í öllum þremur þremur titlunum. 7. júní 2018 11:00 9 dagar í HM: Atvikið sem átti að sundra Rooney og Ronaldo gerði þá að meisturum Cristiano Ronaldo sá til þess að Wayne Rooney fékk rautt spjald á móti Portúgal á HM 2006. 5. júní 2018 11:00 8 dagar í HM: Kúveitar fengu mark skráð af Frökkum með því að hóta að ganga af velli Dómari leiksins á Spáni fyrir 36 árum síðan flautaði ekki aftur í flautu inn á fótboltavelli. 6. júní 2018 12:00 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Fleiri fréttir Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjá meira
13 dagar í HM: Þegar Norðmenn unnu Brasilíumenn á HM Ísland mætir Noregi á Laugardalsvellinum annað kvöld. Íslenska karlalandsliðið er á leið á HM í Rússlandi en norsku landsliðsmennirnir þurfa að sætta sig við það að horfa HM heima í sófanum. 1. júní 2018 11:00
10 dagar í HM: Verða James og höfrungurinn toppaðir? James Rodríguez skoraði tvö af þremur flottustu mörkum HM 2014 í Brasilíu. 4. júní 2018 11:00
7 dagar í HM: Brasilíski nuddarinn sem stal senunni og boltanum í úrslitaleik HM Pele varð þrisvar sinnum heimsmeistari með Brasilíumönnum á árunum 1958 til 1970 og er sá eini sem hefur verið hluti af þremur heimsmeistaraliðum. Það vita kannski mun færri af annarri brasilískri goðsögn sem tók þátt í öllum þremur þremur titlunum. 7. júní 2018 11:00
9 dagar í HM: Atvikið sem átti að sundra Rooney og Ronaldo gerði þá að meisturum Cristiano Ronaldo sá til þess að Wayne Rooney fékk rautt spjald á móti Portúgal á HM 2006. 5. júní 2018 11:00
8 dagar í HM: Kúveitar fengu mark skráð af Frökkum með því að hóta að ganga af velli Dómari leiksins á Spáni fyrir 36 árum síðan flautaði ekki aftur í flautu inn á fótboltavelli. 6. júní 2018 12:00