90 grömm setja allt á hvolf í millivigtinni Pétur Marinó Jónsson skrifar 9. júní 2018 14:30 Yoel Romero of þungur. Vísir/Getty UFC 225 fer fram í kvöld þar sem þeir Yoel Romero og Robert Whittaker mætast í aðalbardaga kvöldsins. Romero var 90 grömmum of þungur í vigtuninni í gær og setur það millivigtina mögulega í snúna stöðu. Mikill óstöðugleiki hefur verið í millivigtinni undanfarin tvö ár. Síðan Michael Bisping varð óvænt meistari eftir sigur á Luke Rockhold hefur skort stöðugleika í millivigtinni. Bisping var ekkert á því að verja beltið gegn réttmætum áskorendum og mætti þess í stað eldgömlum Dan Henderson og Georges St. Pierre. Áður en Bisping tapaði beltinu varð Robert Whittaker bráðabirgðarmeistari í millivigt eftir sigur á Yoel Romero. Georges St. Pierre vann svo alvöru titilinn af Bisping en lét hann af hendi þar sem hann sá ekki fram á að berjast í millivigt í framtíðinni. Whittaker var þar af leiðandi gerður að alvöru meistara í millivigt. Hans fyrsta titilvörn átti svo að vera í febrúar gegn Luke Rockhold. Því miður meiddist Whittaker og kom Yoel Romero í hans stað. Þeir Rockhold og Romero áttu að mætast um bráðabirgðarbeltið en þegar Romero mistókst að ná tilsettri þyngd var enginn titill í boði fyrir Romero heldur aðeins fyrir Rockhold. Yoel Romero endaði svo á að sigra Rockhold og fékk titilbardaga gegn Whittaker. Sá bardagi fer fram í kvöld en verður ekki titilbardagi eins og til stóð. Í annað sinn í röð nær Romero ekki tilsettri þyngd í millivigt og verður því ekkert belti í aðalbardaga kvöldsins. Romero var 90 grömmum of þungur í vigtuninni í gær. Upphaflega var hann 186 pund en þurfti að vera 185 pund til að titilbardaginn gæti farið fram. Hann vigtaði sig inn aftur klukkutíma síðar og var þá 185,2 pund. Sama hvernig fer mun Whittaker halda millivigtartitlinum og getur Romero ekki orðið meistari. Staðan yrði þó augljóslega mjög snúin enn á ný í millivigtinni ef Romero myndi sigra Whittaker án þess að fá nokkurn titil - allt vegna aðeins 90 gramma. Whittaker vann þó er þeir mættust í fyrra og spurning hvort hann geti endurtekið leikinn í ár. Fyrri bardaginn var frábær og gríðarlega jafn og eiga aðdáendur von á góðu ef bardaginn í kvöld verður í sama gæðaflokki. UFC 225 verður sýnt á Stöð 2 Sport í kvöld en útsending hefst kl. 2 MMA Tengdar fréttir Colby: Slæmir strákar vinna alltaf í lífinu Hataðasti maðurinn í UFC, Colby Covington, er ekkert hættur að rífa kjaft og það stendur heldur ekki til að draga úr látunum á næstunni. 7. júní 2018 11:30 Colby: Fólkið í Brasilíu vill að RDA drepi mig Bardagavikan fyrir stærsta bardagakvöld ársins hjá UFC er hafin. Þá verða rosalegir bardagar á dagskránni. 5. júní 2018 14:00 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir „Eitthvað sem þarf að endurvekja líka“ „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sjá meira
UFC 225 fer fram í kvöld þar sem þeir Yoel Romero og Robert Whittaker mætast í aðalbardaga kvöldsins. Romero var 90 grömmum of þungur í vigtuninni í gær og setur það millivigtina mögulega í snúna stöðu. Mikill óstöðugleiki hefur verið í millivigtinni undanfarin tvö ár. Síðan Michael Bisping varð óvænt meistari eftir sigur á Luke Rockhold hefur skort stöðugleika í millivigtinni. Bisping var ekkert á því að verja beltið gegn réttmætum áskorendum og mætti þess í stað eldgömlum Dan Henderson og Georges St. Pierre. Áður en Bisping tapaði beltinu varð Robert Whittaker bráðabirgðarmeistari í millivigt eftir sigur á Yoel Romero. Georges St. Pierre vann svo alvöru titilinn af Bisping en lét hann af hendi þar sem hann sá ekki fram á að berjast í millivigt í framtíðinni. Whittaker var þar af leiðandi gerður að alvöru meistara í millivigt. Hans fyrsta titilvörn átti svo að vera í febrúar gegn Luke Rockhold. Því miður meiddist Whittaker og kom Yoel Romero í hans stað. Þeir Rockhold og Romero áttu að mætast um bráðabirgðarbeltið en þegar Romero mistókst að ná tilsettri þyngd var enginn titill í boði fyrir Romero heldur aðeins fyrir Rockhold. Yoel Romero endaði svo á að sigra Rockhold og fékk titilbardaga gegn Whittaker. Sá bardagi fer fram í kvöld en verður ekki titilbardagi eins og til stóð. Í annað sinn í röð nær Romero ekki tilsettri þyngd í millivigt og verður því ekkert belti í aðalbardaga kvöldsins. Romero var 90 grömmum of þungur í vigtuninni í gær. Upphaflega var hann 186 pund en þurfti að vera 185 pund til að titilbardaginn gæti farið fram. Hann vigtaði sig inn aftur klukkutíma síðar og var þá 185,2 pund. Sama hvernig fer mun Whittaker halda millivigtartitlinum og getur Romero ekki orðið meistari. Staðan yrði þó augljóslega mjög snúin enn á ný í millivigtinni ef Romero myndi sigra Whittaker án þess að fá nokkurn titil - allt vegna aðeins 90 gramma. Whittaker vann þó er þeir mættust í fyrra og spurning hvort hann geti endurtekið leikinn í ár. Fyrri bardaginn var frábær og gríðarlega jafn og eiga aðdáendur von á góðu ef bardaginn í kvöld verður í sama gæðaflokki. UFC 225 verður sýnt á Stöð 2 Sport í kvöld en útsending hefst kl. 2
MMA Tengdar fréttir Colby: Slæmir strákar vinna alltaf í lífinu Hataðasti maðurinn í UFC, Colby Covington, er ekkert hættur að rífa kjaft og það stendur heldur ekki til að draga úr látunum á næstunni. 7. júní 2018 11:30 Colby: Fólkið í Brasilíu vill að RDA drepi mig Bardagavikan fyrir stærsta bardagakvöld ársins hjá UFC er hafin. Þá verða rosalegir bardagar á dagskránni. 5. júní 2018 14:00 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir „Eitthvað sem þarf að endurvekja líka“ „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sjá meira
Colby: Slæmir strákar vinna alltaf í lífinu Hataðasti maðurinn í UFC, Colby Covington, er ekkert hættur að rífa kjaft og það stendur heldur ekki til að draga úr látunum á næstunni. 7. júní 2018 11:30
Colby: Fólkið í Brasilíu vill að RDA drepi mig Bardagavikan fyrir stærsta bardagakvöld ársins hjá UFC er hafin. Þá verða rosalegir bardagar á dagskránni. 5. júní 2018 14:00