„Nokkrir bindishnútar þarna sem öskra á hjálp“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. júní 2018 22:26 Strákarnir okkar fyrir framan vél Icelandair rétt fyrir brottför frá Keflavík í morgun. Vísir/Vilhelm Martin Hermannsson, landsliðs- og atvinnumaður í körfubolta og húmoristi, fylgist vel með ferðalagi karlalandsliðsins í knattspyrnu á HM. Martin er sjállur afar liðtækur knattspyrnumaður og aldrei að vita hve langt hann hefði náð hefði hann valið fótboltann fram yfir körfuboltann. Strákarnir héldu frá Keflavík í dag, klæddir í sitt fínasta púss. Um er að ræða sérsaumuð jakkaföt frá Herragarðinum og var þeim vel fagnað í Leifsstöð við brottför. Var smellt í klassíska mynd við flugvélina en þar gripu bindishnútar nokkurra leikmanna auga Martins. „Nokkrir bindishnútar þarna sem öskra á hjálp,“ segir Martin á Twitter og „taggar“ föður sinn, Hermann Hauksson. Hermann, sem er fyrrverandi landsliðsmaður í körfubolta og sérfræðingur í Domino’s körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport, starfar í Boss búðinni. Hann leggur mikið upp úr því að vera vel til fara og má sannarlega kalla tískulöggu. Þegar þetta er skrifað hefur Hermann ekki svarað kalli sonar síns en tístið hefur vakið mikla athygli og virðast margir hafa húmor fyrir því. Meðal annars Þórir Hákonarson, fyrrverandi framkvæmdastjóri KSÍ, sem deilir tístinu. Þó ekki FH-ingurinn Rósmundur Magnússon. Hann tekur gríni Martins ekkert sérstaklega vel og spyr hvort bindishnútar strákanna í körfuboltalandsliðinu hafi verið í lagi þegar liðið fór á EM í Finnlandi. Okkar menn í körfunni töpuðu leikjum sínum fimm.Tístið hjá Martin má sjá hér að neðan. Nokkrir bindishnútar þarna sem öskra á hjálp. @HemmiHaukspic.twitter.com/g8CDgwzP7k — Martin Hermannsson (@hermannsson15) June 9, 2018 HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Kim féll Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Umhverfisráðherra á von á barni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Sjá meira
Martin Hermannsson, landsliðs- og atvinnumaður í körfubolta og húmoristi, fylgist vel með ferðalagi karlalandsliðsins í knattspyrnu á HM. Martin er sjállur afar liðtækur knattspyrnumaður og aldrei að vita hve langt hann hefði náð hefði hann valið fótboltann fram yfir körfuboltann. Strákarnir héldu frá Keflavík í dag, klæddir í sitt fínasta púss. Um er að ræða sérsaumuð jakkaföt frá Herragarðinum og var þeim vel fagnað í Leifsstöð við brottför. Var smellt í klassíska mynd við flugvélina en þar gripu bindishnútar nokkurra leikmanna auga Martins. „Nokkrir bindishnútar þarna sem öskra á hjálp,“ segir Martin á Twitter og „taggar“ föður sinn, Hermann Hauksson. Hermann, sem er fyrrverandi landsliðsmaður í körfubolta og sérfræðingur í Domino’s körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport, starfar í Boss búðinni. Hann leggur mikið upp úr því að vera vel til fara og má sannarlega kalla tískulöggu. Þegar þetta er skrifað hefur Hermann ekki svarað kalli sonar síns en tístið hefur vakið mikla athygli og virðast margir hafa húmor fyrir því. Meðal annars Þórir Hákonarson, fyrrverandi framkvæmdastjóri KSÍ, sem deilir tístinu. Þó ekki FH-ingurinn Rósmundur Magnússon. Hann tekur gríni Martins ekkert sérstaklega vel og spyr hvort bindishnútar strákanna í körfuboltalandsliðinu hafi verið í lagi þegar liðið fór á EM í Finnlandi. Okkar menn í körfunni töpuðu leikjum sínum fimm.Tístið hjá Martin má sjá hér að neðan. Nokkrir bindishnútar þarna sem öskra á hjálp. @HemmiHaukspic.twitter.com/g8CDgwzP7k — Martin Hermannsson (@hermannsson15) June 9, 2018
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Kim féll Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Umhverfisráðherra á von á barni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Sjá meira