Pompeo snæddi steik með Norður-Kóreumönnum Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. maí 2018 06:19 Góður matur og góður fundur að sögn utanríkisráðherrans. Vísir/AFP Hægri hönd Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, fundaði með utanríkisráðherra Bandaríkjanna í New York í nótt. Hershöfðinginn Kim Yong-chol snæddi kvöldverð með utanríkisráðherranum Mike Pompeo. Þeir munu aftur funda í dag. Jafn háttsettur embættismaður frá Norður-Kóreu hefur ekki heimsótt Bandaríkin í tvo áratugi. Síðan að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, aflýsti fyrirhuguðum fundi sínum með Kim Jong-un, sem fram átti að fara í Singapúr þann 12. júní næstkomandi, hafa sendinefndir ríkjanna tveggja gert ítrekaðar tilraunir til að reyna að koma fundinum aftur á dagskrá. Ef af fundinum verður má ætla að hann verði sögulegur, enda hafa leiðtogar Norður-Kóreu og Bandaríkjanna aldrei komið saman til fundar.Good working dinner with Kim Yong Chol in New York tonight. Steak, corn, and cheese on the menu. pic.twitter.com/1pu4K3oym7— Secretary Pompeo (@SecPompeo) May 31, 2018 Fundur Pompeo og Kim í gærkvöld fór fram í húsi nærri höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York. Utanríkisráðherrann tísti eftir fundinn að hann hafi verið prýðilegur og bætti við að á matseðlinum hafi verið kjöt, maís og ostur. Hann ítrekaði jafnframt afstöðu Bandaríkjanna, þau vilji að Kóreuskaginn verði algjörlega laus við kjarnavopn að 12. júní-fundinum loknum. Norður-Kórea hefur á síðustu dögum lýst yfir algjörri andstöðu sinni við slíkar áætlanir, ekki síst vegna þess samanburðar sem embættismenn í Bandaríkjunum hafa gert á milli Norður-Kóreu og Líbýu. Muammar Gaddafi, fyrrverandi einræðisherra Líbýu, samþykkti árið 2003 að hætta vinnu að kjarnorkuáætlun ríkisins en uppreisnarmenn, studdir af Vesturlöndum, drápu hann svo árið 2011. Er því ekki að undra að tillagan hafi farið öfugt ofan í Norður-Kóreumenn. Vonast er því til að fundir Pompeo og Kim nái að sefa reiði Norðanmanna. Næsti fundur þeirra tveggja fer sem fyrr segir fram síðar í dag. Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kórea vandar Pence ekki kveðjurnar Háttsettur norður-kóreskur segir að varaforseti Bandaríkjanna, Mike Pence, sé heimskur fyrir að bera saman Norður-Kóreu og Líbýu. 24. maí 2018 06:37 Einn valdamesti maður Norður-Kóreu á leið til Bandaríkjanna Hershöfðinginn Kim Yong-chol verður hæst setti embættismaður Norður-Kóreu sem ferðast til Bandaríkjanna í 18 ár á morgun. 29. maí 2018 19:21 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira
Hægri hönd Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, fundaði með utanríkisráðherra Bandaríkjanna í New York í nótt. Hershöfðinginn Kim Yong-chol snæddi kvöldverð með utanríkisráðherranum Mike Pompeo. Þeir munu aftur funda í dag. Jafn háttsettur embættismaður frá Norður-Kóreu hefur ekki heimsótt Bandaríkin í tvo áratugi. Síðan að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, aflýsti fyrirhuguðum fundi sínum með Kim Jong-un, sem fram átti að fara í Singapúr þann 12. júní næstkomandi, hafa sendinefndir ríkjanna tveggja gert ítrekaðar tilraunir til að reyna að koma fundinum aftur á dagskrá. Ef af fundinum verður má ætla að hann verði sögulegur, enda hafa leiðtogar Norður-Kóreu og Bandaríkjanna aldrei komið saman til fundar.Good working dinner with Kim Yong Chol in New York tonight. Steak, corn, and cheese on the menu. pic.twitter.com/1pu4K3oym7— Secretary Pompeo (@SecPompeo) May 31, 2018 Fundur Pompeo og Kim í gærkvöld fór fram í húsi nærri höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York. Utanríkisráðherrann tísti eftir fundinn að hann hafi verið prýðilegur og bætti við að á matseðlinum hafi verið kjöt, maís og ostur. Hann ítrekaði jafnframt afstöðu Bandaríkjanna, þau vilji að Kóreuskaginn verði algjörlega laus við kjarnavopn að 12. júní-fundinum loknum. Norður-Kórea hefur á síðustu dögum lýst yfir algjörri andstöðu sinni við slíkar áætlanir, ekki síst vegna þess samanburðar sem embættismenn í Bandaríkjunum hafa gert á milli Norður-Kóreu og Líbýu. Muammar Gaddafi, fyrrverandi einræðisherra Líbýu, samþykkti árið 2003 að hætta vinnu að kjarnorkuáætlun ríkisins en uppreisnarmenn, studdir af Vesturlöndum, drápu hann svo árið 2011. Er því ekki að undra að tillagan hafi farið öfugt ofan í Norður-Kóreumenn. Vonast er því til að fundir Pompeo og Kim nái að sefa reiði Norðanmanna. Næsti fundur þeirra tveggja fer sem fyrr segir fram síðar í dag.
Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kórea vandar Pence ekki kveðjurnar Háttsettur norður-kóreskur segir að varaforseti Bandaríkjanna, Mike Pence, sé heimskur fyrir að bera saman Norður-Kóreu og Líbýu. 24. maí 2018 06:37 Einn valdamesti maður Norður-Kóreu á leið til Bandaríkjanna Hershöfðinginn Kim Yong-chol verður hæst setti embættismaður Norður-Kóreu sem ferðast til Bandaríkjanna í 18 ár á morgun. 29. maí 2018 19:21 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira
Norður-Kórea vandar Pence ekki kveðjurnar Háttsettur norður-kóreskur segir að varaforseti Bandaríkjanna, Mike Pence, sé heimskur fyrir að bera saman Norður-Kóreu og Líbýu. 24. maí 2018 06:37
Einn valdamesti maður Norður-Kóreu á leið til Bandaríkjanna Hershöfðinginn Kim Yong-chol verður hæst setti embættismaður Norður-Kóreu sem ferðast til Bandaríkjanna í 18 ár á morgun. 29. maí 2018 19:21