Pompeo boðar aðgerðir gegn Íran Andri Eysteinsson skrifar 21. maí 2018 14:30 Mike Pompeo útlistaði áform Bandaríkjastórnar gegn Íran í ræðu sinni í dag Vísir/EPA Í ávarpi sínu fyrir hugveitunni Heritage foundation, þeirri sömu og utanríkisráðherra Íslands ávarpaði í Washington heimsókn sinni á dögunum, ræddi Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna næstu skref ríkisstjórnarinnar gagnvart Íran. Frá þessu greinir BBC. Donald Trump, bandaríkjaforseti tilkynnti í síðustu viku að Bandaríkin myndu draga sig úr kjarnorkusamningnum sem Bandaríkin ásamt fleiri þjóðum gerðu við Íran í stjórnartíð Barack Obama. Samningurinn fól í sér niðurfellingu refsiaðgerða þjóðanna gagnvart Íran gegn takmörkunum á íranskri kjarnorkuframleiðslu. Nú virðist öldin vera önnur, en eftir brotthvarf Bandaríkjanna frá samningnum frá 2015 tilkynnti Pompeo í dag að Bandaríkin myndu beita hörðustu refsiaðgerðum í sögunni gegn Íran. Meðal þeirra tólf krafa sem Pompeo setti fram fyrir hönd Bandaríkjanna var krafa um að stuðningi íranskra stjórnvalda við hryðjuverkahópa í Mið-Austurlöndum skyldi hætt, bandarískum ríkisborgurum í haldi íranskra yfirvalda verði sleppt, framleiðsla á loftskeytum skyldi hætt og einnig kallaði Pompeo eftir banni á notkun þungs vatns sem er ein helsta leið til framleiðslu á kjarnorku. Pompeo lýsti einnig yfir áformum Bandaríkjanna að beita Íran fordæmalausum fjárhagslegum þvingunum, svo miklum að Íran þyrfti að berjast til þess að halda hagkerfi sínu á floti. Ráðherrann sagði einnig að írönsk stjórnvöld skyldu ekki efast um alvöru þessara aðgerða og að Íran skyldi aldrei aftur hafa frjálsar hendur til yfirráða í Mið-Austurlöndum. Slakanir á þessum refsiaðgerðum yrðu eingöngu þegar raunverulegar breytingar hafa sést á stefnum íranskra stjórnvalda. Erlent Tengdar fréttir Obama segir ákvörðun Trump „alvarleg mistök“ Theresa May forsætisráðherra Bretlands, Angela Merkel kanslari Þýskalands og Emmanuel Macron Frakklandsforseti gáfu út sameiginlega yfirlýsingu þar sem að þau lýsa yfir áhyggjum og harma ákvörðun Trump. 8. maí 2018 22:45 Hvetja Trump til að rifta ekki kjarnorkusamkomulaginu Trump hefur ítrekað hótað því að ef bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu lagi ekki „hræðilega galla“ í samkomulaginu fyrir 12. maí muni hann beita viðskiptaþvingunum gegn Íran aftur. 23. apríl 2018 17:02 Trump dregur Bandaríkin út úr kjarnorkusamningnum við Íran Bandaríkjaforseti tjáði Emmanuel Macron Frakklandsforseta þetta í morgun. Tilkynnt verður um ákvörðunina formlega síðdegis. 8. maí 2018 15:42 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Fleiri fréttir Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Sjá meira
Í ávarpi sínu fyrir hugveitunni Heritage foundation, þeirri sömu og utanríkisráðherra Íslands ávarpaði í Washington heimsókn sinni á dögunum, ræddi Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna næstu skref ríkisstjórnarinnar gagnvart Íran. Frá þessu greinir BBC. Donald Trump, bandaríkjaforseti tilkynnti í síðustu viku að Bandaríkin myndu draga sig úr kjarnorkusamningnum sem Bandaríkin ásamt fleiri þjóðum gerðu við Íran í stjórnartíð Barack Obama. Samningurinn fól í sér niðurfellingu refsiaðgerða þjóðanna gagnvart Íran gegn takmörkunum á íranskri kjarnorkuframleiðslu. Nú virðist öldin vera önnur, en eftir brotthvarf Bandaríkjanna frá samningnum frá 2015 tilkynnti Pompeo í dag að Bandaríkin myndu beita hörðustu refsiaðgerðum í sögunni gegn Íran. Meðal þeirra tólf krafa sem Pompeo setti fram fyrir hönd Bandaríkjanna var krafa um að stuðningi íranskra stjórnvalda við hryðjuverkahópa í Mið-Austurlöndum skyldi hætt, bandarískum ríkisborgurum í haldi íranskra yfirvalda verði sleppt, framleiðsla á loftskeytum skyldi hætt og einnig kallaði Pompeo eftir banni á notkun þungs vatns sem er ein helsta leið til framleiðslu á kjarnorku. Pompeo lýsti einnig yfir áformum Bandaríkjanna að beita Íran fordæmalausum fjárhagslegum þvingunum, svo miklum að Íran þyrfti að berjast til þess að halda hagkerfi sínu á floti. Ráðherrann sagði einnig að írönsk stjórnvöld skyldu ekki efast um alvöru þessara aðgerða og að Íran skyldi aldrei aftur hafa frjálsar hendur til yfirráða í Mið-Austurlöndum. Slakanir á þessum refsiaðgerðum yrðu eingöngu þegar raunverulegar breytingar hafa sést á stefnum íranskra stjórnvalda.
Erlent Tengdar fréttir Obama segir ákvörðun Trump „alvarleg mistök“ Theresa May forsætisráðherra Bretlands, Angela Merkel kanslari Þýskalands og Emmanuel Macron Frakklandsforseti gáfu út sameiginlega yfirlýsingu þar sem að þau lýsa yfir áhyggjum og harma ákvörðun Trump. 8. maí 2018 22:45 Hvetja Trump til að rifta ekki kjarnorkusamkomulaginu Trump hefur ítrekað hótað því að ef bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu lagi ekki „hræðilega galla“ í samkomulaginu fyrir 12. maí muni hann beita viðskiptaþvingunum gegn Íran aftur. 23. apríl 2018 17:02 Trump dregur Bandaríkin út úr kjarnorkusamningnum við Íran Bandaríkjaforseti tjáði Emmanuel Macron Frakklandsforseta þetta í morgun. Tilkynnt verður um ákvörðunina formlega síðdegis. 8. maí 2018 15:42 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Fleiri fréttir Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Sjá meira
Obama segir ákvörðun Trump „alvarleg mistök“ Theresa May forsætisráðherra Bretlands, Angela Merkel kanslari Þýskalands og Emmanuel Macron Frakklandsforseti gáfu út sameiginlega yfirlýsingu þar sem að þau lýsa yfir áhyggjum og harma ákvörðun Trump. 8. maí 2018 22:45
Hvetja Trump til að rifta ekki kjarnorkusamkomulaginu Trump hefur ítrekað hótað því að ef bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu lagi ekki „hræðilega galla“ í samkomulaginu fyrir 12. maí muni hann beita viðskiptaþvingunum gegn Íran aftur. 23. apríl 2018 17:02
Trump dregur Bandaríkin út úr kjarnorkusamningnum við Íran Bandaríkjaforseti tjáði Emmanuel Macron Frakklandsforseta þetta í morgun. Tilkynnt verður um ákvörðunina formlega síðdegis. 8. maí 2018 15:42