Norður-Kórea vandar Pence ekki kveðjurnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. maí 2018 06:37 Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er ekki hátt skrifaður í Norður-Kóreu. Vísir/Getty Háttsettur norður-kóreskur segir að varaforseti Bandaríkjanna, Mike Pence, sé „heimskur“ fyrir að bera saman Norður-Kóreu og Líbýu. Norður-Kórea muni ekki grátbiðja Bandaríkin um að setjast að samningaborðinu né krefjast þess að fulltrúar Washington mæti á fyrirhugaðan fund í Singapúr um miðjan júní. Yfirvöld Norður-Kóreu hafa á undanförnum dögum gefið í skyn að ekkert verði af fundinum ef Bandaríkin og Suður-Kórea hætti ekki við sameiginlega heræfingu. Sömuleiðis hafa Norður-Kóreumenn lýst sig verulega andvíga því að láta kjarnorkuvopn sín af hendi og brugðust þeir reiðir við þeirri tillögu þjóðaröryggisráðgjafa Trump, sem varaforsetinn Pence tók undir, að Líbýuaðferðin svokallaða yrði farin í kjarnorkuafvopnun Norður-Kóreu. Muammar Gaddafi, fyrrverandi einræðisherra Líbýu, samþykkti árið 2003 að hætta vinnu að kjarnorkuáætlun ríkisins en uppreisnarmenn, studdir af Vesturlöndum, drápu hann svo árið 2011. Er því ekki að undra að tillagan hafi farið öfugt ofan í Norður-Kóreumenn.Sjá einnig: Suður-Kóreumenn segjast vissir um að af fundinum verðiÍ grein sem birtist í ríkisútvarpi Norður-Kóreu segir embættismaðurinn Choe Son-hui að Mike Pence hafi látið ýmis „hispurslaus og ósvífin“ ummæli falla á síðustu dögum, til að mynda um að Norður-Kórea gæti endað eins og Líbýa. Choe, sem hefur átt í margvíslegum diplómatískum samskiptum við Bandaríkjastjórn í gegnum árin, segir að varaforsetinn sé „pólitískur fáráðlingur“ fyrir að bera ríkin saman. Líbýa hafi einfaldlega „sett upp smá búnað og hringlað í honum,“ eins og það er haft eftir henni á vef breska ríkisútvarpsins. „Sem einstaklingur sem fylgist með gangi mála í Bandaríkjunum get ég vart orða bundist þegar ég heyri jafn heimskuleg og fáfróð ummæli frá varaforseta Bandaríkjanna.“ Choe bætti við að stjórnvöld í Pjongjang séu ekki að „grátbiðja“ um viðræðurnar og sagði að boltinn væri hjá Bandaríkjunum. „Hvort að Bandaríkjamenn vilja hitta okkur í fundarherberginu eða takast á við okkur í kjarnorkustríði veltur algjörlega á ákvörðunum og hegðun þeirra.“ Talið er að fundur Bandaríkjaforseta og leiðtoga Norður-Kóreu fari fram þann 12. júní næstkomandi. Bandaríkjaforseti hefur þó ýjað að því að honum kunni að vera seinkað. Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Suður-Kóreumenn segjast vissir um að af fundinum verði Trump segir þó mögulegt að fundinum verði frestað. 22. maí 2018 16:53 Hætta við fund með Suður-Kóreu og hóta því að aflýsa Bandaríkjafundi Yfirvöld í Norður-Kóreu segja sameiginlegar heræfingar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna ástæðu að baki ákvörðun sinni. 15. maí 2018 20:10 Ekki í fyrsta sinn sem afvopnun er lofað Norður-Kórea lofar nú að losa sig við kjarnorkuvopnin. Ríkið segist ætla að hætta að vinna að kjarnorkuáætlun sinni. Þótt horfur nú séu góðar sýnir sagan að ríkið hefur áður gert samninga um slíkt og ekki staðið við þá. 17. maí 2018 06:00 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Háttsettur norður-kóreskur segir að varaforseti Bandaríkjanna, Mike Pence, sé „heimskur“ fyrir að bera saman Norður-Kóreu og Líbýu. Norður-Kórea muni ekki grátbiðja Bandaríkin um að setjast að samningaborðinu né krefjast þess að fulltrúar Washington mæti á fyrirhugaðan fund í Singapúr um miðjan júní. Yfirvöld Norður-Kóreu hafa á undanförnum dögum gefið í skyn að ekkert verði af fundinum ef Bandaríkin og Suður-Kórea hætti ekki við sameiginlega heræfingu. Sömuleiðis hafa Norður-Kóreumenn lýst sig verulega andvíga því að láta kjarnorkuvopn sín af hendi og brugðust þeir reiðir við þeirri tillögu þjóðaröryggisráðgjafa Trump, sem varaforsetinn Pence tók undir, að Líbýuaðferðin svokallaða yrði farin í kjarnorkuafvopnun Norður-Kóreu. Muammar Gaddafi, fyrrverandi einræðisherra Líbýu, samþykkti árið 2003 að hætta vinnu að kjarnorkuáætlun ríkisins en uppreisnarmenn, studdir af Vesturlöndum, drápu hann svo árið 2011. Er því ekki að undra að tillagan hafi farið öfugt ofan í Norður-Kóreumenn.Sjá einnig: Suður-Kóreumenn segjast vissir um að af fundinum verðiÍ grein sem birtist í ríkisútvarpi Norður-Kóreu segir embættismaðurinn Choe Son-hui að Mike Pence hafi látið ýmis „hispurslaus og ósvífin“ ummæli falla á síðustu dögum, til að mynda um að Norður-Kórea gæti endað eins og Líbýa. Choe, sem hefur átt í margvíslegum diplómatískum samskiptum við Bandaríkjastjórn í gegnum árin, segir að varaforsetinn sé „pólitískur fáráðlingur“ fyrir að bera ríkin saman. Líbýa hafi einfaldlega „sett upp smá búnað og hringlað í honum,“ eins og það er haft eftir henni á vef breska ríkisútvarpsins. „Sem einstaklingur sem fylgist með gangi mála í Bandaríkjunum get ég vart orða bundist þegar ég heyri jafn heimskuleg og fáfróð ummæli frá varaforseta Bandaríkjanna.“ Choe bætti við að stjórnvöld í Pjongjang séu ekki að „grátbiðja“ um viðræðurnar og sagði að boltinn væri hjá Bandaríkjunum. „Hvort að Bandaríkjamenn vilja hitta okkur í fundarherberginu eða takast á við okkur í kjarnorkustríði veltur algjörlega á ákvörðunum og hegðun þeirra.“ Talið er að fundur Bandaríkjaforseta og leiðtoga Norður-Kóreu fari fram þann 12. júní næstkomandi. Bandaríkjaforseti hefur þó ýjað að því að honum kunni að vera seinkað.
Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Suður-Kóreumenn segjast vissir um að af fundinum verði Trump segir þó mögulegt að fundinum verði frestað. 22. maí 2018 16:53 Hætta við fund með Suður-Kóreu og hóta því að aflýsa Bandaríkjafundi Yfirvöld í Norður-Kóreu segja sameiginlegar heræfingar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna ástæðu að baki ákvörðun sinni. 15. maí 2018 20:10 Ekki í fyrsta sinn sem afvopnun er lofað Norður-Kórea lofar nú að losa sig við kjarnorkuvopnin. Ríkið segist ætla að hætta að vinna að kjarnorkuáætlun sinni. Þótt horfur nú séu góðar sýnir sagan að ríkið hefur áður gert samninga um slíkt og ekki staðið við þá. 17. maí 2018 06:00 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Suður-Kóreumenn segjast vissir um að af fundinum verði Trump segir þó mögulegt að fundinum verði frestað. 22. maí 2018 16:53
Hætta við fund með Suður-Kóreu og hóta því að aflýsa Bandaríkjafundi Yfirvöld í Norður-Kóreu segja sameiginlegar heræfingar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna ástæðu að baki ákvörðun sinni. 15. maí 2018 20:10
Ekki í fyrsta sinn sem afvopnun er lofað Norður-Kórea lofar nú að losa sig við kjarnorkuvopnin. Ríkið segist ætla að hætta að vinna að kjarnorkuáætlun sinni. Þótt horfur nú séu góðar sýnir sagan að ríkið hefur áður gert samninga um slíkt og ekki staðið við þá. 17. maí 2018 06:00