Svífandi silfursvanir á sjötugsaldri Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir skrifar 26. maí 2018 10:30 Dansinn gleður og styrkir bæði sál og líkama. Það er ekki nauðsynlegt að hafa grunn í ballett til að vera með Vísir/eyþór Aldur er bara tala, er klisja sem heyrist oft þegar fólk tekur upp á því að láta æskudraumana rætast þegar það er komið langt fram á fullorðinsaldur. Klisjan sú hefur sitthvað til síns máls líkt og fjölmörg dæmi sanna. Aldur er jú bara tala. „Og, einn tveir, einn tveir, og snú,“ þýð rödd ballettkennarans barst vel yfir salinn og leiðbeiningar hennar ómuðu í hárréttum takti við ljúfa balletttónlist. Við erum stödd í danstíma þar sem ballerínurnar standa teinréttar og einbeittar við stöngina, þær vanda sig við að lyfta handleggjunum tignarlega á meðan fæturnir ferðast ógnarhratt á milli fyrstu, annarrar og þriðju stöðu. Ballettkennarinn stýrir þeim ljúflega í gegnum upphitunina þar sem stöður, fótlyftur og hið margfræga „plié“ er æft áður en þær svífa af stað í dansspor dagsins.Svífandi Silfursvanir „Það er aldrei of seint að læra að dansa,“ segir Soffía Marteinsdóttir ballettkennari en hún hefur kennt konum eldri en 65 ára ballett í Ballettskóla Eddu Scheving í nokkur ár. Silfursvanirnir, en svo kallast hópurinn, æfa einu sinni í viku, æfingarnar eru styrkjandi, það eru engin hopp eða stökk og allt miðast við að auka glæsileika og mýkt í hreyfingu. Í augum flestra er ballett sá dans sem er hvað erfiðast að læra og hvað þá þegar fólk er komið á miðjan aldur.Dansarnir klæðast hefðbundnum ballettfatnaði sem sæmir þeim velVísir/eyþór„Það er ekki nauðsynlegt að hafa grunn í dansi til þess að vera með,“ segir Soffía, „sumar konurnar voru í ballett þegar þær voru ungar, enn aðrar bjuggu úti á landi og áttu þess ekki kost að komast í dansskóla. Það var til dæmis ein kona sem dró fram dansskóna aftur eftir 57 ára hlé, en hún hafði verið í ballett í Þjóðleikhúsinu sem ung stúlka.“ Það fer ekkert á milli mála að ballerínurnar taka æfingarnar alvarlega, þær vippa fótunum fimlega upp á stöngina og sveigja sig og beygja eftir kúnstarinnar reglum, líkt og þær hafi aldrei gert annað en að dansa ballett. Þær svífa hnarreistar um dansgólfið, og gefa yngri konum ekkert eftir í hreyfingu.Frábær heilaleikfimiEn hvers vegna ættu eldri konur að læra ballett, hvað hefur dansinn umfram aðra hreyfingu? „Ballettinn bætir stöðu líkamans, við vinnum mikið með miðjuna, styrkjum bakið og stóru vöðvana sem er svo mikilvægt að þjálfa á þessum aldri. Það er svo yndislegt að sjá muninn á konunum frá því að þær byrja og þegar námskeiðinu lýkur. Þær bera sig miklu betur, eru beinar í baki eru með betra jafnvægi á göngu, eru eins og drottningar.“ Margir hræðast það að læra eitthvað nýtt og telja sig ekki geta lært flókin spor og samsetningar, setja aldurinn fyrir sig. Að læra eitthvað nýtt er ein kröftugasta forvörnin í baráttunni við elliglöp og því er aldur engin afsökun. „Jú, það er rétt, við örvum heilann í hvert sinn sem við lærum eitthvað nýtt og aldurinn er engin afsökun og það hef ég margsinnis séð gerast í tímum hjá mér. Þær voru eitthvað að malda í móinn um daginn þegar við vorum að æfa nýja samsetningu – „það tekur okkur tvö ár að læra þetta“ – en aldeilis ekki, við endurtókum sporin aftur og aftur og þetta var komið eftir tvo tíma.“Silfursvanirnir hennar Soffíu Marteinsdóttur í æfingasal Ballettskóla Eddu Scheving, f.v. Kristín Magnúsdóttir, Bengta Þorláksdóttir, Kristín Sigrún Halldórsdóttir, Soffía Marteinsdóttir danskennari, Ásdís Egilsdóttir, Guðrún Fjóla Gränz, Kolbrún Högnadóttir, Fanney Anna Reinhardsdóttir og Harpa Harðardóttir.Vísir/eyþórTignarlegar í svörtu Í huga flestra er hin hefðbundna ballerína klædd í táskó, þröngar sokkabuxur og í pilsi. Silfursvanirnir eru engin undantekning en þær eru allar svartklæddar, í pilsi og í viðeigandi skófatnaði. Er búningaskylda? „Nei, alls ekkert slíkt, fatnaðurinn þarf fyrst og fremst að vera þægilegur og ekki hefta hreyfigetuna. Flestar eru núna í hefðbundnum æfingafatnaði, leggings og ballettpilsi og allar í svörtu, en voru kannski í marglitum íþróttafatnaði þegar þær byrjuðu. Sem mér þykir hæfa ballettinum betur.“ Silfursvanirnir eru á sjötugs- og áttræðisaldri og hafa mismikinn grunn í dansi. Sú elsta í hópnum er fædd 1943 og hafði til þessa aldrei verið í ballett. En hvernig kom það til að Soffía fór að kenna þessum aldurshópi? „Þetta byrjaði sem tilraunaverkefni, ég fékk mömmu og nokkrar vinkonur hennar til að vera með í byrjun og svo vatt þetta upp á sig. Silfursvanirnir eru svo sannarlega komnir til að vera. Síðasta námskeiðinu þessa önnina var að ljúka en við tökum upp þráðinn að nýju í haust.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Tónlist Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira
Aldur er bara tala, er klisja sem heyrist oft þegar fólk tekur upp á því að láta æskudraumana rætast þegar það er komið langt fram á fullorðinsaldur. Klisjan sú hefur sitthvað til síns máls líkt og fjölmörg dæmi sanna. Aldur er jú bara tala. „Og, einn tveir, einn tveir, og snú,“ þýð rödd ballettkennarans barst vel yfir salinn og leiðbeiningar hennar ómuðu í hárréttum takti við ljúfa balletttónlist. Við erum stödd í danstíma þar sem ballerínurnar standa teinréttar og einbeittar við stöngina, þær vanda sig við að lyfta handleggjunum tignarlega á meðan fæturnir ferðast ógnarhratt á milli fyrstu, annarrar og þriðju stöðu. Ballettkennarinn stýrir þeim ljúflega í gegnum upphitunina þar sem stöður, fótlyftur og hið margfræga „plié“ er æft áður en þær svífa af stað í dansspor dagsins.Svífandi Silfursvanir „Það er aldrei of seint að læra að dansa,“ segir Soffía Marteinsdóttir ballettkennari en hún hefur kennt konum eldri en 65 ára ballett í Ballettskóla Eddu Scheving í nokkur ár. Silfursvanirnir, en svo kallast hópurinn, æfa einu sinni í viku, æfingarnar eru styrkjandi, það eru engin hopp eða stökk og allt miðast við að auka glæsileika og mýkt í hreyfingu. Í augum flestra er ballett sá dans sem er hvað erfiðast að læra og hvað þá þegar fólk er komið á miðjan aldur.Dansarnir klæðast hefðbundnum ballettfatnaði sem sæmir þeim velVísir/eyþór„Það er ekki nauðsynlegt að hafa grunn í dansi til þess að vera með,“ segir Soffía, „sumar konurnar voru í ballett þegar þær voru ungar, enn aðrar bjuggu úti á landi og áttu þess ekki kost að komast í dansskóla. Það var til dæmis ein kona sem dró fram dansskóna aftur eftir 57 ára hlé, en hún hafði verið í ballett í Þjóðleikhúsinu sem ung stúlka.“ Það fer ekkert á milli mála að ballerínurnar taka æfingarnar alvarlega, þær vippa fótunum fimlega upp á stöngina og sveigja sig og beygja eftir kúnstarinnar reglum, líkt og þær hafi aldrei gert annað en að dansa ballett. Þær svífa hnarreistar um dansgólfið, og gefa yngri konum ekkert eftir í hreyfingu.Frábær heilaleikfimiEn hvers vegna ættu eldri konur að læra ballett, hvað hefur dansinn umfram aðra hreyfingu? „Ballettinn bætir stöðu líkamans, við vinnum mikið með miðjuna, styrkjum bakið og stóru vöðvana sem er svo mikilvægt að þjálfa á þessum aldri. Það er svo yndislegt að sjá muninn á konunum frá því að þær byrja og þegar námskeiðinu lýkur. Þær bera sig miklu betur, eru beinar í baki eru með betra jafnvægi á göngu, eru eins og drottningar.“ Margir hræðast það að læra eitthvað nýtt og telja sig ekki geta lært flókin spor og samsetningar, setja aldurinn fyrir sig. Að læra eitthvað nýtt er ein kröftugasta forvörnin í baráttunni við elliglöp og því er aldur engin afsökun. „Jú, það er rétt, við örvum heilann í hvert sinn sem við lærum eitthvað nýtt og aldurinn er engin afsökun og það hef ég margsinnis séð gerast í tímum hjá mér. Þær voru eitthvað að malda í móinn um daginn þegar við vorum að æfa nýja samsetningu – „það tekur okkur tvö ár að læra þetta“ – en aldeilis ekki, við endurtókum sporin aftur og aftur og þetta var komið eftir tvo tíma.“Silfursvanirnir hennar Soffíu Marteinsdóttur í æfingasal Ballettskóla Eddu Scheving, f.v. Kristín Magnúsdóttir, Bengta Þorláksdóttir, Kristín Sigrún Halldórsdóttir, Soffía Marteinsdóttir danskennari, Ásdís Egilsdóttir, Guðrún Fjóla Gränz, Kolbrún Högnadóttir, Fanney Anna Reinhardsdóttir og Harpa Harðardóttir.Vísir/eyþórTignarlegar í svörtu Í huga flestra er hin hefðbundna ballerína klædd í táskó, þröngar sokkabuxur og í pilsi. Silfursvanirnir eru engin undantekning en þær eru allar svartklæddar, í pilsi og í viðeigandi skófatnaði. Er búningaskylda? „Nei, alls ekkert slíkt, fatnaðurinn þarf fyrst og fremst að vera þægilegur og ekki hefta hreyfigetuna. Flestar eru núna í hefðbundnum æfingafatnaði, leggings og ballettpilsi og allar í svörtu, en voru kannski í marglitum íþróttafatnaði þegar þær byrjuðu. Sem mér þykir hæfa ballettinum betur.“ Silfursvanirnir eru á sjötugs- og áttræðisaldri og hafa mismikinn grunn í dansi. Sú elsta í hópnum er fædd 1943 og hafði til þessa aldrei verið í ballett. En hvernig kom það til að Soffía fór að kenna þessum aldurshópi? „Þetta byrjaði sem tilraunaverkefni, ég fékk mömmu og nokkrar vinkonur hennar til að vera með í byrjun og svo vatt þetta upp á sig. Silfursvanirnir eru svo sannarlega komnir til að vera. Síðasta námskeiðinu þessa önnina var að ljúka en við tökum upp þráðinn að nýju í haust.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Tónlist Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira