Nær Darren Till að bjarga helginni fyrir Liverpool? Pétur Marinó Jónsson skrifar 27. maí 2018 13:30 Mikil pressa á heimamanninum Darren Till fyrir bardagann í kvöld. Vísir/Getty UFC er með bardagakvöld í dag í Liverpool. Heimamaðurinn Darren Till fær þar sinn stærsta bardaga á ferlinum og er mikil pressa á herðum hans. Darren Till var lengi vel orðaður við bardaga gegn Gunnari Nelson eftir orðaskipti á milli þeirra á samfélagsmiðlum. Till virtist þó á endanum engan áhuga hafa á að berjast gegn Gunnari enda var Till að eltast við draumabardagann. Till fékk ósk sína uppfyllta og mætir Stephen Thompson í aðalbardaga kvöldsins á sínum heimavelli í kvöld. Till hefur haldið því fram að hann sé besti bardagamaður heims og ætlar að sanna það í kvöld. UFC vonast til að geta gert stjörnu úr Darren Till og heimsækir Liverpool borg í fyrsta sinn svo Till geti verið aðalstjarna kvöldsins. Till getur bætt fyrir vonbrigðin í gær þegar Liverpool tapaði úrslitaleiknum í Meistaradeildinni í gær takist honum að sigra Stephen Thompson. Þetta hefur þó ekki gengið vandræðalaust fyrir sig hjá Till. Till náði ekki tilsettri þyngd í vigtuninni í gær og var 174,5 pund (79,3 kg) þegar hann hefði þurft að vera 171 pund (77,7 kg) eða minna. Till þarf því að gefa Thompson 30% launa sinna fyrir bardagann og þurfti að vigta sig aftur inn í dag þar sem hann mátti ekki vera meira en 188 pund (85,5 kg). Till reyndist vera 187,3 pund í hádeginu í dag og getur bardaginn því farið fram. Fyrir mann sem keppir í 77 kg veltivigt ætti það ekki að vera mikið mál að vera 85,5 kg á keppnisdegi ef allt væri eðlilegt. Till hefur hins vegar ítrekað stært sig af því að vera risastór í veltivigtinni og sagðist hafa verið 90 kg í sínum síðasta bardaga eftir að hafa vigtað sig inn 77 kg daginn áður. Spurningin er hvort hann verði í toppstandi í bardaganum í kvöld og er þetta gott dæmi um ruglið sem er í niðurskurðinum hjá mörgum bardagamönnum í UFC. Dana White, forseti UFC, gagnrýndi Till í gær fyrir að ná ekki tilsettri þyngd í sínum eigin heimabæ. Till var þó með engar afsakanir í gær og sagðist skammast sín. Bardagi Till og Thompson verður aðalbardaginn á UFC bardagakvöldinu í Liverpool en bein útsending hefst kl. 17 í dag á Stöð 2 Sport 2. MMA Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað „Þetta var bara draumi líkast“ Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Úr svartnætti í sólarljós Flautumark í Breiðholti „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Sjá meira
UFC er með bardagakvöld í dag í Liverpool. Heimamaðurinn Darren Till fær þar sinn stærsta bardaga á ferlinum og er mikil pressa á herðum hans. Darren Till var lengi vel orðaður við bardaga gegn Gunnari Nelson eftir orðaskipti á milli þeirra á samfélagsmiðlum. Till virtist þó á endanum engan áhuga hafa á að berjast gegn Gunnari enda var Till að eltast við draumabardagann. Till fékk ósk sína uppfyllta og mætir Stephen Thompson í aðalbardaga kvöldsins á sínum heimavelli í kvöld. Till hefur haldið því fram að hann sé besti bardagamaður heims og ætlar að sanna það í kvöld. UFC vonast til að geta gert stjörnu úr Darren Till og heimsækir Liverpool borg í fyrsta sinn svo Till geti verið aðalstjarna kvöldsins. Till getur bætt fyrir vonbrigðin í gær þegar Liverpool tapaði úrslitaleiknum í Meistaradeildinni í gær takist honum að sigra Stephen Thompson. Þetta hefur þó ekki gengið vandræðalaust fyrir sig hjá Till. Till náði ekki tilsettri þyngd í vigtuninni í gær og var 174,5 pund (79,3 kg) þegar hann hefði þurft að vera 171 pund (77,7 kg) eða minna. Till þarf því að gefa Thompson 30% launa sinna fyrir bardagann og þurfti að vigta sig aftur inn í dag þar sem hann mátti ekki vera meira en 188 pund (85,5 kg). Till reyndist vera 187,3 pund í hádeginu í dag og getur bardaginn því farið fram. Fyrir mann sem keppir í 77 kg veltivigt ætti það ekki að vera mikið mál að vera 85,5 kg á keppnisdegi ef allt væri eðlilegt. Till hefur hins vegar ítrekað stært sig af því að vera risastór í veltivigtinni og sagðist hafa verið 90 kg í sínum síðasta bardaga eftir að hafa vigtað sig inn 77 kg daginn áður. Spurningin er hvort hann verði í toppstandi í bardaganum í kvöld og er þetta gott dæmi um ruglið sem er í niðurskurðinum hjá mörgum bardagamönnum í UFC. Dana White, forseti UFC, gagnrýndi Till í gær fyrir að ná ekki tilsettri þyngd í sínum eigin heimabæ. Till var þó með engar afsakanir í gær og sagðist skammast sín. Bardagi Till og Thompson verður aðalbardaginn á UFC bardagakvöldinu í Liverpool en bein útsending hefst kl. 17 í dag á Stöð 2 Sport 2.
MMA Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað „Þetta var bara draumi líkast“ Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Úr svartnætti í sólarljós Flautumark í Breiðholti „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Sjá meira