Sara Björk ekki með á móti Slóveníu: Frá í fimm til sex vikur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. maí 2018 13:31 Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir í leik gegn Þjóðverjum. vísir/getty Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur valið hópinn fyrir leik á móti Slóveníu í undankeppni HM 2019 en leikurinn við slóvensku stelpurnar fer fram á Laugardalsvellinum 11. júní næstkomandi. Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, verður ekki með í leiknum. „Mjög slæmt að missa Söru,“ sagði Freyr á fundinum. Sara Björk meiddist á hásin í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á dögunum og varð að yfirgefa völlinn eftir tæpan klukkutíma leik. Nú er komið í ljós að það er rifa í hásininni og að hún verður frá í fimm til sex vikur. Freyr valdi 21 leikmann í hópinn að þessu sinni en ekki 20 leikmenn eins og hann er vanur. Óvissa í kringum meiðsli Rakelar Hönnudóttur kallar á auka leikmann. Berglind Björg Þorvaldsdóttir kemur aftur inn í íslenska hópinn sem og Arna Sif Ásgrímsdóttir. Þær hafa byrjað tímabilið vel í Pepsi-deildinni. Anna Rakel Pétursdóttir kemur líka inn í hópinn en Hlín Eiríksdóttir mun hinsvegar einbeita sér að verkefni með 19 ára landsliðinu. Íslensku stelpurnar eru í öðru sæti í riðlinum en komast upp í toppsætið með sigri. Lokaleikir riðlakeppninnar eru síðan í haust en íslenska liðið spilar þrjá síðustu leiki sína á heimavelli. Ísland vann 2-0 sigur úti í Slóveníu í fyrri leik liðanna en mörkin í leiknum skoruðu þær Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Rakel Hönnudóttir. Íslenska liðið er enn taplaust í riðlinum með fjóra sigri og eitt jafntefli í fimm leikjum.Íslenski hópurinn á móti Slóveníu:Our squad for the @FIFAWWC qualifier against Slovenia on June 11.#dottirpic.twitter.com/O8D83rzEi8 — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) May 28, 2018Markmenn Guðbjörg Gunnarsdóttir, Djurgarden Sandra Sigurðardóttir, Valur Sonný Lára Þráinsdóttir, Breiðablik Varnarmenn Anna Rakel Pétursdóttir, Þór/KA Hallbera Guðný Gísladóttir, Valur Glódís Perla Viggósdóttir, FC Rosengard Ingibjörg Sigurðardóttir, Djurgarden Sif Atladóttir, Kristianstad Anna Björk Kristjánsdóttir, LB07 Arna Sif Ásgrímsdóttir, Þór/KA Miðjumenn Sandra María Jessen, Þór/KA Sigríður Lára Garðarsdóttir, ÍBV Selma Sól Magnúsdóttir, Breiðablik Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Utah Royals Rakel Hönnudóttir, LB07 Svava Rós Guðmundsdóttir, Röa Sóknarmenn Fanndís Friðriksdóttir, Marseille Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Breiðablik Elín Metta Jensen, Valur Harpa Þorsteinsdóttir, Stjarnan Agla María Albertsdóttir, Breiðablik HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Sjá meira
Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur valið hópinn fyrir leik á móti Slóveníu í undankeppni HM 2019 en leikurinn við slóvensku stelpurnar fer fram á Laugardalsvellinum 11. júní næstkomandi. Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, verður ekki með í leiknum. „Mjög slæmt að missa Söru,“ sagði Freyr á fundinum. Sara Björk meiddist á hásin í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á dögunum og varð að yfirgefa völlinn eftir tæpan klukkutíma leik. Nú er komið í ljós að það er rifa í hásininni og að hún verður frá í fimm til sex vikur. Freyr valdi 21 leikmann í hópinn að þessu sinni en ekki 20 leikmenn eins og hann er vanur. Óvissa í kringum meiðsli Rakelar Hönnudóttur kallar á auka leikmann. Berglind Björg Þorvaldsdóttir kemur aftur inn í íslenska hópinn sem og Arna Sif Ásgrímsdóttir. Þær hafa byrjað tímabilið vel í Pepsi-deildinni. Anna Rakel Pétursdóttir kemur líka inn í hópinn en Hlín Eiríksdóttir mun hinsvegar einbeita sér að verkefni með 19 ára landsliðinu. Íslensku stelpurnar eru í öðru sæti í riðlinum en komast upp í toppsætið með sigri. Lokaleikir riðlakeppninnar eru síðan í haust en íslenska liðið spilar þrjá síðustu leiki sína á heimavelli. Ísland vann 2-0 sigur úti í Slóveníu í fyrri leik liðanna en mörkin í leiknum skoruðu þær Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Rakel Hönnudóttir. Íslenska liðið er enn taplaust í riðlinum með fjóra sigri og eitt jafntefli í fimm leikjum.Íslenski hópurinn á móti Slóveníu:Our squad for the @FIFAWWC qualifier against Slovenia on June 11.#dottirpic.twitter.com/O8D83rzEi8 — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) May 28, 2018Markmenn Guðbjörg Gunnarsdóttir, Djurgarden Sandra Sigurðardóttir, Valur Sonný Lára Þráinsdóttir, Breiðablik Varnarmenn Anna Rakel Pétursdóttir, Þór/KA Hallbera Guðný Gísladóttir, Valur Glódís Perla Viggósdóttir, FC Rosengard Ingibjörg Sigurðardóttir, Djurgarden Sif Atladóttir, Kristianstad Anna Björk Kristjánsdóttir, LB07 Arna Sif Ásgrímsdóttir, Þór/KA Miðjumenn Sandra María Jessen, Þór/KA Sigríður Lára Garðarsdóttir, ÍBV Selma Sól Magnúsdóttir, Breiðablik Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Utah Royals Rakel Hönnudóttir, LB07 Svava Rós Guðmundsdóttir, Röa Sóknarmenn Fanndís Friðriksdóttir, Marseille Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Breiðablik Elín Metta Jensen, Valur Harpa Þorsteinsdóttir, Stjarnan Agla María Albertsdóttir, Breiðablik
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Sjá meira