Spennandi tækifæri Starri Freyr Jónsson skrifar 10. maí 2018 15:15 Sólveig Dóra Hafsteinsdóttir. Leifur Wilberg Fyrr í vetur tóku nokkrir nemendur fatahönnunardeildar Listaháskóla Íslands þátt í samstarfsverkefni og alþjóðlegri hönnunarkeppni á vegum hins virta Cristóbal Balenciaga safns á Spáni sem heitir í höfuðið á hinum þekkta spænska hönnuði og stofnanda tískuhússins Balencia. Tveimur nemendanna, Sólveigu Dóru Hafsteinsdóttur og Noreu Persdotter Wallstrom, var nýlega tilkynnt að þær hefðu verið valdar til að sýna verk sín á sérstakri sýningu í Balenciaga safninu um miðjan júní ásamt tólf öðrum vinningshöfum frá nokkrum ólíkum listaháskólum víða um heim.Mikil upphefð Sólveig segir valið töluverða upphefð fyrir þær enda tóku nemendur úr mörgum þekktum skólum á sviði fatahönnunar þátt, m.a. Central Saint Martins í London, The Royal Danish Academy of Fine Arts í Kaupmannahöfn, Design and Arts í Ísrael, Seika Kyoto University í Japan og Parsons the New School of Design í New York. „Upphafið má rekja til þess að í lok annars árs var bekknum boðið að taka þátt í keppninni fyrir hönd Listaháskólans. Okkur þótti þetta auðvitað mjög spennandi og virkilega gott tækifæri og þáðum það með þökkum. Við fengum sjö vikur í byrjun þriðja árs til að vinna að verkefninu sem var bæði krefjandi og skemmtilegt.“Norea Persdotter Wallstrom.Sýna nokkrar flíkur Fimm nemendur úr bekknum tóku þátt og sendu möppur sínar út til Spánar sem útskýrðu og sýndu ferli hvers og eins nemanda, lokaútkomu og lokaljósmyndir. Verkefnið ber titilinn „The Revolution of the Silhouette“ og fengu allir skólarnir sjö vikur til að hanna og sauma eitt sett að sögn Noreu. „Hvert sett átti að nýta fagurfræði eða aðferðir Cristobal Balenciaga sem innblástur. Við hönnuðum þrjár flíkur hvor í sett og hlökkum við mikið til að sjá þær á sýningunni í sumar ásamt hinum verkunum. Einnig verður gaman að kynnast hinum nemendunum og mynda tengsl við þá og skólana þeirra.“ Birtist í Fréttablaðinu Tíska og hönnun Mest lesið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Kim féll Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fellaskóli vann Skrekk Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Umhverfisráðherra á von á barni Lífið Fleiri fréttir Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Sjá meira
Fyrr í vetur tóku nokkrir nemendur fatahönnunardeildar Listaháskóla Íslands þátt í samstarfsverkefni og alþjóðlegri hönnunarkeppni á vegum hins virta Cristóbal Balenciaga safns á Spáni sem heitir í höfuðið á hinum þekkta spænska hönnuði og stofnanda tískuhússins Balencia. Tveimur nemendanna, Sólveigu Dóru Hafsteinsdóttur og Noreu Persdotter Wallstrom, var nýlega tilkynnt að þær hefðu verið valdar til að sýna verk sín á sérstakri sýningu í Balenciaga safninu um miðjan júní ásamt tólf öðrum vinningshöfum frá nokkrum ólíkum listaháskólum víða um heim.Mikil upphefð Sólveig segir valið töluverða upphefð fyrir þær enda tóku nemendur úr mörgum þekktum skólum á sviði fatahönnunar þátt, m.a. Central Saint Martins í London, The Royal Danish Academy of Fine Arts í Kaupmannahöfn, Design and Arts í Ísrael, Seika Kyoto University í Japan og Parsons the New School of Design í New York. „Upphafið má rekja til þess að í lok annars árs var bekknum boðið að taka þátt í keppninni fyrir hönd Listaháskólans. Okkur þótti þetta auðvitað mjög spennandi og virkilega gott tækifæri og þáðum það með þökkum. Við fengum sjö vikur í byrjun þriðja árs til að vinna að verkefninu sem var bæði krefjandi og skemmtilegt.“Norea Persdotter Wallstrom.Sýna nokkrar flíkur Fimm nemendur úr bekknum tóku þátt og sendu möppur sínar út til Spánar sem útskýrðu og sýndu ferli hvers og eins nemanda, lokaútkomu og lokaljósmyndir. Verkefnið ber titilinn „The Revolution of the Silhouette“ og fengu allir skólarnir sjö vikur til að hanna og sauma eitt sett að sögn Noreu. „Hvert sett átti að nýta fagurfræði eða aðferðir Cristobal Balenciaga sem innblástur. Við hönnuðum þrjár flíkur hvor í sett og hlökkum við mikið til að sjá þær á sýningunni í sumar ásamt hinum verkunum. Einnig verður gaman að kynnast hinum nemendunum og mynda tengsl við þá og skólana þeirra.“
Birtist í Fréttablaðinu Tíska og hönnun Mest lesið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Kim féll Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fellaskóli vann Skrekk Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Umhverfisráðherra á von á barni Lífið Fleiri fréttir Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Sjá meira