Upphitun: Hamilton hraðastur á „fullkomnustu braut Formúlunnar“ Bragi Þórðarson skrifar 11. maí 2018 19:30 Lewis Hamilton var fljótastur á æfingum á Spáni Vísir/Getty Fimmta umferðin í Formúlu 1 fer fram í Barcelona um helgina. Staðan í mótinu hefur sjaldan verið jafn spennandi í byrjun tímabils. Bretinn Lewis Hamilton leiðir Sebastian Vettel með fjórum stigum, báðir þessir ökumenn hafa unnið titil ökumanna fjórum sinnum. Í keppni bílasmiða er slagurinn enn harðari þar sem aðeins fjögur stig skilja að efstu tvö liðin. Ferrari hefur yfirhöndina gegn Mercedes og eru þessi lið jafnt og þétt að auka forskot sitt á næstu lið þar á eftir. Brautin í Barcelona er af mörgum talin vera ein sú fullkomnasta í Formúlu 1. Með nýju malbiki er brautin um það bil tveimur sekúndum hraðari á hring en á síðastliðnum árum. Brautin er einnig notuð í vorprófanir, telja því margir að liðið sem fer hraðast á Spáni hafi besta möguleikann á að lyfta titlinum í lok tímabils.Pastor Maldonardo frá Venesúela sigraði sinn eina kappakstur á ferlinum í Barcelona 2012vísir/gettySíðan brautin var tekin í notkun árið 1991 er það Ferrari sem hefur sigrað flestar keppnir, 17 mismunandi ökumenn frá 10 mismunandi löndum hafa staðið efst á verðlaunapallinum í Barcelona. Spænski kappaksturinn hefur alltaf verið þekktur fyrir skemmtilegar keppnir og ófyrirsjáanleg úrslit. Til dæmis árið 2012 þegar Pastor Maldonardo tryggði sér sinn fyrsta og eina sigur í Formúlu 1 á undan heimamanninum Fernando Alonso. Fyrir tveimur árum skullu Mercedes bílarnir saman strax á fyrsta hring sem varð til þess að Max Verstappen komst í sögubækurnar sem yngsti sigurvegari í Formúlu 1. Verstappen og Red Bull vilja að sjálfsögðu leika sama leik um helgina eftir martröðina í Aserbaísjan. Þá skullu Red Bull bílarnir saman með þeim afleiðingum að báðir bílar urðu frá að hverfa. Daniel Ricciardo byrjaði helgina ekki vel er hann keyrði Red Bull bíl sinn á steypuvegg á fyrstu æfingum í Barcelona.Sebastian Vettel og liðsfélagar í Ferrari þurfa að sækja í sig veðrið á Spánivísir/afpEf marka má æfingar lítur út fyrir að Mercedes hafi yfirhöndina gegn Ferrari á brautinni. Hamilton var næstum heilli sekúndu á undan Vettel á annari æfingu helgarinnar. Þetta verður að teljast skrýtið þar sem ítalska liðið hefur verið hraðara það sem af er tímabils. Eins og þeir vita sem fylgjast hafa með Formúlunni í ár hefur tímabilið verið algjör flugeldasýning það sem af er. Mun það halda áfram í Barcelona? Kappaksturinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 kl. 12:40 á sunnudag. Formúla Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Fleiri fréttir Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Syrgja átján ára fimleikakonu Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Dagskráin: Doc Zone í jólaskapi, fullt af leikjum í enska og HM í pílu Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Sjá meira
Fimmta umferðin í Formúlu 1 fer fram í Barcelona um helgina. Staðan í mótinu hefur sjaldan verið jafn spennandi í byrjun tímabils. Bretinn Lewis Hamilton leiðir Sebastian Vettel með fjórum stigum, báðir þessir ökumenn hafa unnið titil ökumanna fjórum sinnum. Í keppni bílasmiða er slagurinn enn harðari þar sem aðeins fjögur stig skilja að efstu tvö liðin. Ferrari hefur yfirhöndina gegn Mercedes og eru þessi lið jafnt og þétt að auka forskot sitt á næstu lið þar á eftir. Brautin í Barcelona er af mörgum talin vera ein sú fullkomnasta í Formúlu 1. Með nýju malbiki er brautin um það bil tveimur sekúndum hraðari á hring en á síðastliðnum árum. Brautin er einnig notuð í vorprófanir, telja því margir að liðið sem fer hraðast á Spáni hafi besta möguleikann á að lyfta titlinum í lok tímabils.Pastor Maldonardo frá Venesúela sigraði sinn eina kappakstur á ferlinum í Barcelona 2012vísir/gettySíðan brautin var tekin í notkun árið 1991 er það Ferrari sem hefur sigrað flestar keppnir, 17 mismunandi ökumenn frá 10 mismunandi löndum hafa staðið efst á verðlaunapallinum í Barcelona. Spænski kappaksturinn hefur alltaf verið þekktur fyrir skemmtilegar keppnir og ófyrirsjáanleg úrslit. Til dæmis árið 2012 þegar Pastor Maldonardo tryggði sér sinn fyrsta og eina sigur í Formúlu 1 á undan heimamanninum Fernando Alonso. Fyrir tveimur árum skullu Mercedes bílarnir saman strax á fyrsta hring sem varð til þess að Max Verstappen komst í sögubækurnar sem yngsti sigurvegari í Formúlu 1. Verstappen og Red Bull vilja að sjálfsögðu leika sama leik um helgina eftir martröðina í Aserbaísjan. Þá skullu Red Bull bílarnir saman með þeim afleiðingum að báðir bílar urðu frá að hverfa. Daniel Ricciardo byrjaði helgina ekki vel er hann keyrði Red Bull bíl sinn á steypuvegg á fyrstu æfingum í Barcelona.Sebastian Vettel og liðsfélagar í Ferrari þurfa að sækja í sig veðrið á Spánivísir/afpEf marka má æfingar lítur út fyrir að Mercedes hafi yfirhöndina gegn Ferrari á brautinni. Hamilton var næstum heilli sekúndu á undan Vettel á annari æfingu helgarinnar. Þetta verður að teljast skrýtið þar sem ítalska liðið hefur verið hraðara það sem af er tímabils. Eins og þeir vita sem fylgjast hafa með Formúlunni í ár hefur tímabilið verið algjör flugeldasýning það sem af er. Mun það halda áfram í Barcelona? Kappaksturinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 kl. 12:40 á sunnudag.
Formúla Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Fleiri fréttir Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Syrgja átján ára fimleikakonu Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Dagskráin: Doc Zone í jólaskapi, fullt af leikjum í enska og HM í pílu Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Sjá meira