Oddvitaáskorunin: Henti lyklunum upp á þak Samúel Karl Ólason skrifar 15. maí 2018 11:00 Margrét Júlía ásamt meðframbjóðendum sínum. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Margrét Júlía Rafnsdóttir leiðir lista Vinstri grænna í Kópavogi í sveitarstjórnarkosningunum. Ég fluttist í Kópavog tvítug að aldri og hef búið þar síðan í ýmsum hverfum bæjarins og alið þar upp mín börn, sem gengu hér í leik- grunn- og framhaldsskóla. Tvö af þremur búa enn í Kópavogi, barnabörnin fjögur og stjúpdóttir mín einnig. Ég er gift Sigurði Hauki Gíslasyni kennara og kennsluráðgjafa. Móðir mín bjó hér einnig síðust 15 ár ævinnar og þegar hún veiktist, þá kynntist maður hversu illa er staðið að Þjónustu við eldra veikt fólk í bænum. Heimaþjónustan var einfaldlega í sumarfríi á þeim tíma sem hún þurfti mest á henni að halda. Ég er grunnskólakennari að mennt og með meistarapróf í umhverfisfræði. Ég er einnig lærður leiðsögumaður og lagði stund á frönskunám í nokkur ár. Ég kenndi við Snælandsskóla í Kópavogi í meira en 20 ár, lengst af náttúrufræði. Það var mjög gefandi að vinna með þessu yndislega unga fólki. Frá árinu 2007 hef ég starfað sem verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi. Þar hef ég verið að vinna að málefnum barna og bættum réttindum þeirra, m.a gegn fátækt barna og gjaldfrjálsri grunnmenntun. Ég lenti í raun óvart í stjórnmálum. Í lok síðustu aldar var ég beðin um að taka sæti í umhverfisnefnd Kópavogs, en þá var ég að hefja nám í umhverfisfræði og fannst kjörið að tengja saman fræðin og raunveruleikann. Síðan hef ég verið viðloðandi þessi mál, en settist ekki í bæjarstjórn Kópavogs fyrr en í nóvember 2017, þegar forveri minn Ólafur Þór Gunnarsson var kjörinn á þing. Svo leiði ég listann nú. Ég hef í raun alltaf frekar litið á mig sem fagmanneskju en pólitíkus og alltaf unnið af heiðarleika með eldmóð í hjarta. Mér finnst líka mikilvægt að reyna að vera fyrirmynd í því sem maður er að tala fyrir. Þar sem ég berst fyrir bættu umhverfi og gegn loftslagsbreytingum, þá vil ég að leggja mitt af mörkum sjálf. Við hjá Vinstri grænum í Kópavogi viljum gera bæinn hlýlegri, fjölskylduvænni og grænni. Því leggjum við höfuðáherslu á húsnæðismál, málefni barna og fjölskyldna þeirra og eldri borgara og svo viljum við vinna gegn loftslagsbreytingum með ýmsum tiltækum ráðum, svo sem með því að styðja við uppbyggingu almenningssamgangna eins og Borgarlínu og hraða uppbyggingu hjólreiðastíga, þannig að hver og einn geti ferðast á þann máta sem hentar honum á öruggan hátt.Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Hálendið, Fjallabak syðra og Breiðafjörðurinn, en þaðan er ég ættuð. Í Flatey stendur tíminn í stað og ekki hægt annað en vera í núvitund. Svo eru það Vestfirðir.Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag) Í litlu þorpi, óskilgreindu.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Grænmeti, ávextir, svo og fiskur.Hvaða mat ert þú bestu/ur að elda? Alls konar.Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? Þurfti orðabók á þetta, og get eiginlega ekki svarað þessu.Margrét Júlía Rafnsdóttir.Hvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá? Það er svo margt sem hægt væri að hlægja að og börnin mín hlægja reglulega að, svo sem þegar ég henti húslyklunum upp á húsþak, en ætlaði að láta dóttur mína grípa. Ekki mjög góð að miða.Draumaferðalagið? Gönguferðir um heiminn og um Ísland. Svo er Frakkland alltaf í uppáhaldi.Trúir þú á líf eftir dauðann? Já, eg geri það og tel að jarðlífið sé ákveðin þroskabraut.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í? Ég er svo saklaus og kann ekki að ljúga eða hrekkja. Og fólk hefur ekkert sérstaklega verið að hrekkja mig.Hundar eða kettir? Elskaði öll dýr hér áður, en fékk svo ofnæmi. Þannig að hvorugt. Við gefum fuglum himinsins mat allan veturinn, svo ég vil alls ekki ketti í minn garð. Við notum matarafganga og mölum í þá.Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? Er hægt að segja Grease eða Mamma mía?Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd? Ég sjálf. Eða kannski Meryl Streep. Hún er mögnuð.Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju? Hef ekki horft á neinn þátt, svo bara no comment.Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni? Já, og látin anda í mæli, en auðvitað kom ekkert.Uppáhalds tónlistarmaður? Eiginmaður og stjúpdóttir. Svo Celine Dion.Uppáhalds bókin? Þær eru svo margar, en Sálmurinn um blómið hefur verið í uppáhaldi frá því ég var barn og Litli prinsinn.Uppáhalds föstudagsdrykkur? Vatn og undanrenna.Uppáhalds þynnkumatur? Held ég sé með ofnæmi fyrir áfengi, þannig að ég drekk það mjög sjaldan og mjög lítið og því aldrei þynnka, enda má ég ekki vera að því.Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Bland af báðu er gott, en hreyfing verður að fylgja.Hefur þú pissað í sundlaug? Nei.Hvaða lag kemur þér í gírinn? Öll lög sem hægt er að dansa við. Er eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga? Já, skipulagsslysin í kring um Smáratog og Smáralind og það er ekki smávægilegt. Það þarf að gera umhverfið hlýlegra og aðgengilegra fyrir gangandi og hjólandi, svo eru það auðvitað öll stóru málin.Á að banna flugelda? Það mun koma að því, fyrst verða reglur þrengdar. Það gengur auðvitað ekki að menga svona mikið á svona stuttum tíma.Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju? Ég væri væntanlega landsliðskona. Ég væri örugglega í sókninni.Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu býðst að taka þátt. Áhugasamir oddvitar geta verið í sambandi við samuel@stod2.is. Kosningar 2018 Oddvitaáskorunin Mest lesið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Lífið Fleiri fréttir Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Margrét Júlía Rafnsdóttir leiðir lista Vinstri grænna í Kópavogi í sveitarstjórnarkosningunum. Ég fluttist í Kópavog tvítug að aldri og hef búið þar síðan í ýmsum hverfum bæjarins og alið þar upp mín börn, sem gengu hér í leik- grunn- og framhaldsskóla. Tvö af þremur búa enn í Kópavogi, barnabörnin fjögur og stjúpdóttir mín einnig. Ég er gift Sigurði Hauki Gíslasyni kennara og kennsluráðgjafa. Móðir mín bjó hér einnig síðust 15 ár ævinnar og þegar hún veiktist, þá kynntist maður hversu illa er staðið að Þjónustu við eldra veikt fólk í bænum. Heimaþjónustan var einfaldlega í sumarfríi á þeim tíma sem hún þurfti mest á henni að halda. Ég er grunnskólakennari að mennt og með meistarapróf í umhverfisfræði. Ég er einnig lærður leiðsögumaður og lagði stund á frönskunám í nokkur ár. Ég kenndi við Snælandsskóla í Kópavogi í meira en 20 ár, lengst af náttúrufræði. Það var mjög gefandi að vinna með þessu yndislega unga fólki. Frá árinu 2007 hef ég starfað sem verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi. Þar hef ég verið að vinna að málefnum barna og bættum réttindum þeirra, m.a gegn fátækt barna og gjaldfrjálsri grunnmenntun. Ég lenti í raun óvart í stjórnmálum. Í lok síðustu aldar var ég beðin um að taka sæti í umhverfisnefnd Kópavogs, en þá var ég að hefja nám í umhverfisfræði og fannst kjörið að tengja saman fræðin og raunveruleikann. Síðan hef ég verið viðloðandi þessi mál, en settist ekki í bæjarstjórn Kópavogs fyrr en í nóvember 2017, þegar forveri minn Ólafur Þór Gunnarsson var kjörinn á þing. Svo leiði ég listann nú. Ég hef í raun alltaf frekar litið á mig sem fagmanneskju en pólitíkus og alltaf unnið af heiðarleika með eldmóð í hjarta. Mér finnst líka mikilvægt að reyna að vera fyrirmynd í því sem maður er að tala fyrir. Þar sem ég berst fyrir bættu umhverfi og gegn loftslagsbreytingum, þá vil ég að leggja mitt af mörkum sjálf. Við hjá Vinstri grænum í Kópavogi viljum gera bæinn hlýlegri, fjölskylduvænni og grænni. Því leggjum við höfuðáherslu á húsnæðismál, málefni barna og fjölskyldna þeirra og eldri borgara og svo viljum við vinna gegn loftslagsbreytingum með ýmsum tiltækum ráðum, svo sem með því að styðja við uppbyggingu almenningssamgangna eins og Borgarlínu og hraða uppbyggingu hjólreiðastíga, þannig að hver og einn geti ferðast á þann máta sem hentar honum á öruggan hátt.Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Hálendið, Fjallabak syðra og Breiðafjörðurinn, en þaðan er ég ættuð. Í Flatey stendur tíminn í stað og ekki hægt annað en vera í núvitund. Svo eru það Vestfirðir.Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag) Í litlu þorpi, óskilgreindu.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Grænmeti, ávextir, svo og fiskur.Hvaða mat ert þú bestu/ur að elda? Alls konar.Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? Þurfti orðabók á þetta, og get eiginlega ekki svarað þessu.Margrét Júlía Rafnsdóttir.Hvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá? Það er svo margt sem hægt væri að hlægja að og börnin mín hlægja reglulega að, svo sem þegar ég henti húslyklunum upp á húsþak, en ætlaði að láta dóttur mína grípa. Ekki mjög góð að miða.Draumaferðalagið? Gönguferðir um heiminn og um Ísland. Svo er Frakkland alltaf í uppáhaldi.Trúir þú á líf eftir dauðann? Já, eg geri það og tel að jarðlífið sé ákveðin þroskabraut.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í? Ég er svo saklaus og kann ekki að ljúga eða hrekkja. Og fólk hefur ekkert sérstaklega verið að hrekkja mig.Hundar eða kettir? Elskaði öll dýr hér áður, en fékk svo ofnæmi. Þannig að hvorugt. Við gefum fuglum himinsins mat allan veturinn, svo ég vil alls ekki ketti í minn garð. Við notum matarafganga og mölum í þá.Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? Er hægt að segja Grease eða Mamma mía?Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd? Ég sjálf. Eða kannski Meryl Streep. Hún er mögnuð.Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju? Hef ekki horft á neinn þátt, svo bara no comment.Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni? Já, og látin anda í mæli, en auðvitað kom ekkert.Uppáhalds tónlistarmaður? Eiginmaður og stjúpdóttir. Svo Celine Dion.Uppáhalds bókin? Þær eru svo margar, en Sálmurinn um blómið hefur verið í uppáhaldi frá því ég var barn og Litli prinsinn.Uppáhalds föstudagsdrykkur? Vatn og undanrenna.Uppáhalds þynnkumatur? Held ég sé með ofnæmi fyrir áfengi, þannig að ég drekk það mjög sjaldan og mjög lítið og því aldrei þynnka, enda má ég ekki vera að því.Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Bland af báðu er gott, en hreyfing verður að fylgja.Hefur þú pissað í sundlaug? Nei.Hvaða lag kemur þér í gírinn? Öll lög sem hægt er að dansa við. Er eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga? Já, skipulagsslysin í kring um Smáratog og Smáralind og það er ekki smávægilegt. Það þarf að gera umhverfið hlýlegra og aðgengilegra fyrir gangandi og hjólandi, svo eru það auðvitað öll stóru málin.Á að banna flugelda? Það mun koma að því, fyrst verða reglur þrengdar. Það gengur auðvitað ekki að menga svona mikið á svona stuttum tíma.Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju? Ég væri væntanlega landsliðskona. Ég væri örugglega í sókninni.Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu býðst að taka þátt. Áhugasamir oddvitar geta verið í sambandi við samuel@stod2.is.
Kosningar 2018 Oddvitaáskorunin Mest lesið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Lífið Fleiri fréttir Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Sjá meira