Faðir brúðarinnar á leið í hjartaaðgerð Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 15. maí 2018 23:30 Harry Bretaprins og leikkonan Meghan Markle ganga í það heilaga þann 19. maí. Vísir/Getty Það lítur út fyrir að Thomas Markle, faðir leikkonunnar Meghan Markle, muni ekki verða viðstaddur þegar hún gengur að eiga Harry Bretaprins á laugardag. Upphaflega stóð til að hann myndi fylgja henni upp að altarinu en mikil óvissa hefur ríkt í kringum málið, sem hefur reynst Meghan mjög erfitt. Thomas segir í samtali við TMZ að hann muni fara í hjartaaðgerð snemma á miðvikudagsmorgun. Læknarnir munu þá laga stíflu og gera við skemmdir og annað sem þörf er á. Kemur einnig fram að Thomas hafi fengið hjartaáfall í síðustu viku. Þykir ólíklegt að hann nái að ferðast til Bretlands fyrir brúðkaupið um helgina. Fyrr í dag hafði Thomas sagt í samtali við TMZ að hann stefndi á að mæta í brúðkaupið til þess að fylgja dóttur sinni upp að altarinu og vera hluti af þessari „sögulegu stund.“ Eftir þetta var ákveðið að skera hann upp strax í fyrramálið. CNN hafði samband við Kensington-höll vegna fréttar TMZ en talsmenn hallarinnar neituðu að tjá sig. Sjúkrahúsið í Rosarito í Mexíkó, þar sem talið er að Thomas dvelji, vildi heldur ekki svara fyrirspurnum CNN. Meghan Markle er lýst sem mikilli pabbastelpu.Skjáskot/Daily MailLjósmyndahneyksli olli fjaðrafoki Eins og kom fram á Vísi í dag hefur ljósmyndahneyksli tengt honum varpað skugga á konunglega brúðkaupið. Thomas Markle ætlaði að gera tilraun til að bæta ímynd sína í breskum blöðum og var því ráðinn paparazzi-ljósmyndari til að taka myndir af honum og dreifa til fjölmiðla sem greiddu fyrir þær háar fjárhæðir. Þegar upp komst að myndatökurnar hefðu verið sviðsettar olli það miklu fjaðrafoki. Í tilkynningu frá Kensington-höll fyrr í vikunni sagði að mál Thomas Markle skipti hina verðandi brúður miklu máli. Meghan og Harry báðu jafnframt um að fjölmiðlar og almenningur myndu sýna Thomas Markle skilning og virðingu á „þessum erfiðu tímum.“ Undirbúningur fyrir konunglega brúðkaupið er í fullum gangi enda eru aðeins örfáir dagar til stefnu. Athöfnin verður í St. George‘s kapellunni og mun drottningin svo bjóða til hádegisverðar í St. George‘s Hall, sem einnig er í Windsor kastalanum. Hjónin bjóða svo til veislu í Frogmore húsinu. Kóngafólk Tengdar fréttir Vill verða Díana númer 2 Kastljósið er á Meghan Markle sem senn gengur að eiga Harry Bretaprins. Hún kemur úr sundraðri fjölskyldu og ólíklegt er að systkinum hennar verði boðið í brúðkaupið. 5. maí 2018 08:30 Ljósmyndahneyksli varpar skugga á konunglega brúðkaupið Ekki liggur fyrir hvort að faðir Meghan Markle verði viðstaddur þegar hún gengur að eiga Harry Bretaprins á laugardag. 15. maí 2018 06:02 Meghan Markle kveður Suits Síðasti þáttur verðandi prinsessunnar var sýndur í Bandaríkjunum í gær. 26. apríl 2018 08:31 Allt sem þú þarft að vita um brúðkaup Harry og Meghan Markle Aðeins tíu dagar eru í að Harry Bretaprins og leikkonan Meghan Markle gangi í það heilaga, en athöfnin fer fram þann 19. maí næstkomandi. 9. maí 2018 22:00 Mest lesið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Ástfangin á ný Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Bíó og sjónvarp Hollywood-stjarna slær sér upp með prins Lífið Fleiri fréttir Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Sjá meira
Það lítur út fyrir að Thomas Markle, faðir leikkonunnar Meghan Markle, muni ekki verða viðstaddur þegar hún gengur að eiga Harry Bretaprins á laugardag. Upphaflega stóð til að hann myndi fylgja henni upp að altarinu en mikil óvissa hefur ríkt í kringum málið, sem hefur reynst Meghan mjög erfitt. Thomas segir í samtali við TMZ að hann muni fara í hjartaaðgerð snemma á miðvikudagsmorgun. Læknarnir munu þá laga stíflu og gera við skemmdir og annað sem þörf er á. Kemur einnig fram að Thomas hafi fengið hjartaáfall í síðustu viku. Þykir ólíklegt að hann nái að ferðast til Bretlands fyrir brúðkaupið um helgina. Fyrr í dag hafði Thomas sagt í samtali við TMZ að hann stefndi á að mæta í brúðkaupið til þess að fylgja dóttur sinni upp að altarinu og vera hluti af þessari „sögulegu stund.“ Eftir þetta var ákveðið að skera hann upp strax í fyrramálið. CNN hafði samband við Kensington-höll vegna fréttar TMZ en talsmenn hallarinnar neituðu að tjá sig. Sjúkrahúsið í Rosarito í Mexíkó, þar sem talið er að Thomas dvelji, vildi heldur ekki svara fyrirspurnum CNN. Meghan Markle er lýst sem mikilli pabbastelpu.Skjáskot/Daily MailLjósmyndahneyksli olli fjaðrafoki Eins og kom fram á Vísi í dag hefur ljósmyndahneyksli tengt honum varpað skugga á konunglega brúðkaupið. Thomas Markle ætlaði að gera tilraun til að bæta ímynd sína í breskum blöðum og var því ráðinn paparazzi-ljósmyndari til að taka myndir af honum og dreifa til fjölmiðla sem greiddu fyrir þær háar fjárhæðir. Þegar upp komst að myndatökurnar hefðu verið sviðsettar olli það miklu fjaðrafoki. Í tilkynningu frá Kensington-höll fyrr í vikunni sagði að mál Thomas Markle skipti hina verðandi brúður miklu máli. Meghan og Harry báðu jafnframt um að fjölmiðlar og almenningur myndu sýna Thomas Markle skilning og virðingu á „þessum erfiðu tímum.“ Undirbúningur fyrir konunglega brúðkaupið er í fullum gangi enda eru aðeins örfáir dagar til stefnu. Athöfnin verður í St. George‘s kapellunni og mun drottningin svo bjóða til hádegisverðar í St. George‘s Hall, sem einnig er í Windsor kastalanum. Hjónin bjóða svo til veislu í Frogmore húsinu.
Kóngafólk Tengdar fréttir Vill verða Díana númer 2 Kastljósið er á Meghan Markle sem senn gengur að eiga Harry Bretaprins. Hún kemur úr sundraðri fjölskyldu og ólíklegt er að systkinum hennar verði boðið í brúðkaupið. 5. maí 2018 08:30 Ljósmyndahneyksli varpar skugga á konunglega brúðkaupið Ekki liggur fyrir hvort að faðir Meghan Markle verði viðstaddur þegar hún gengur að eiga Harry Bretaprins á laugardag. 15. maí 2018 06:02 Meghan Markle kveður Suits Síðasti þáttur verðandi prinsessunnar var sýndur í Bandaríkjunum í gær. 26. apríl 2018 08:31 Allt sem þú þarft að vita um brúðkaup Harry og Meghan Markle Aðeins tíu dagar eru í að Harry Bretaprins og leikkonan Meghan Markle gangi í það heilaga, en athöfnin fer fram þann 19. maí næstkomandi. 9. maí 2018 22:00 Mest lesið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Ástfangin á ný Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Bíó og sjónvarp Hollywood-stjarna slær sér upp með prins Lífið Fleiri fréttir Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Sjá meira
Vill verða Díana númer 2 Kastljósið er á Meghan Markle sem senn gengur að eiga Harry Bretaprins. Hún kemur úr sundraðri fjölskyldu og ólíklegt er að systkinum hennar verði boðið í brúðkaupið. 5. maí 2018 08:30
Ljósmyndahneyksli varpar skugga á konunglega brúðkaupið Ekki liggur fyrir hvort að faðir Meghan Markle verði viðstaddur þegar hún gengur að eiga Harry Bretaprins á laugardag. 15. maí 2018 06:02
Meghan Markle kveður Suits Síðasti þáttur verðandi prinsessunnar var sýndur í Bandaríkjunum í gær. 26. apríl 2018 08:31
Allt sem þú þarft að vita um brúðkaup Harry og Meghan Markle Aðeins tíu dagar eru í að Harry Bretaprins og leikkonan Meghan Markle gangi í það heilaga, en athöfnin fer fram þann 19. maí næstkomandi. 9. maí 2018 22:00