Losun ósoneyðandi efnis eykst þrátt fyrir alþjóðlegt bann Kjartan Kjartansson skrifar 17. maí 2018 12:34 Lag ósons í heiðhvolfinu ver líf á jörðinni fyrir hættulegum útfjólubláum geislum sólar. Efni sem eyða ósoninu voru bönnuð á 9. áratugnum eftir að skaðleg áhrif þeirra urðu ljós. Vísir/Getty Vísbendingar eru um að óþekktir aðilar framleiði nú ósoneyðandi efni á laun í trássi við alþjóðlegt bann. Mælingar vísindamanna benda til þess að losun á ákveðinni tegund klórflúorkolefnis hafi aukist um 25% frá árinu 2012. Hópur vísindamanna kynnti niðurstöður sínar í gær. Losun á CFC-11, einni tegund klórflúorkolefna sem eyða ósonlagi jarðar, var bönnuð með Montreal-sáttmálanum sem þjóðir heims samþykktu árið 1987. „Ég hef gert þessar mælingar í meira en þrjátíu ár og þetta er það sem hefur komið mest á óvart af því sem ég hef séð,“ segir Stephen Montzka, vísindamaður við Haf- og loftslagsstofnun Bandaríkjanna, sem er sleginn yfir niðurstöðunum við Washington Post.Sjá einnig:Óvænt og óútskýrt bakslag fyrir ósonlagið Aðildarríki Montreal-sáttmálans hafa gefið upp að framleiðsla á CFC-11 sé svo gott sem engin. Niðurstöðurnar nú benda því til þess að einhver virði bannið að vettugi. Vísindamennirnir treysta sér hins vegar ekki til að fullyrða um hvert gæti verið að verki. Gögnin bendi aðeins til þess að gasið gæti komið frá austurhluta Asíu.Hægir á bata ósonlagsins CFC-11 var aðallega notað í froðu en það getur lifað í allt að hálfa öld í lofthjúpi jarðar ef það sleppur þangað. Í millitíðinni stuðlar það að eyðingu ósons í heiðhvolfinu. Ósonlagið ver líf á jörðinni fyrir skaðlegum útfjólubláum geislum sólarinnar. Það hefur smám saman verið að ná sér í kjölfar Montreal-sáttmálans þó að það muni taka það áratugi að ná aftur fyrri styrk. Vísindamennirnir áætla að aukningin í CFC-11 hafi hægt á bata þess um 22%. „Það er ekki ljóst hvers vegna nokkurt land ætti að vilja byrja að framleiða og losa óvart CFC-11 þegar hagkvæmir kostir hafa lengi verið aðgengilegir,“ segir Robert Watson, fyrrverandi vísindamaður hjá bandarísku geimvísindastofnuninni NASA sem rannsakaði eyðingu ósons á 9. áratugnum. Talsmaður umhverfisáætlunar Bandaríkjanna sem hefur umsjón með Montreal-sáttmálanum segir að vísindanefnd sáttmálans verði að staðfesta niðurstöður mælinganna og leggja þær fyrir aðildarríkin. Sé einhver að framleiða CFC-11 í öðrum tilgangi en heimilt er samkvæmt sáttmálanum stangist það á við alþjóðalög. „Ef þessi losun heldur áfram óáreitt getur hún hægt að bata ósonlagsins. Það er þess vegna áríðandi að við metum þessi vísindi, finnum orsök þessarar losunar og grípum til viðeigandi ráðstafana,“ segir talsmaðurinn. Umhverfismál Vísindi Tengdar fréttir Óvænt og óútskýrt bakslag fyrir ósonlagið Skammlíf klórflúorkolefni sem Montreal-sáttmálinn nær ekki yfir og breytingar á hringrás lofts í heiðhvolfinu vegna loftslagsbreytinga hafa verið nefndar sem mögulegar skýringar. 6. febrúar 2018 15:00 Ósongatið hefur ekki verið minna í tæp þrjátíu ár Óvanaleg hlýindi í heiðhvolfinu auk aðgerða manna til að draga úr losun ósoneyðandi efna er talin ástæðan þess að gatið skreppur saman. 3. nóvember 2017 13:47 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Sjá meira
Vísbendingar eru um að óþekktir aðilar framleiði nú ósoneyðandi efni á laun í trássi við alþjóðlegt bann. Mælingar vísindamanna benda til þess að losun á ákveðinni tegund klórflúorkolefnis hafi aukist um 25% frá árinu 2012. Hópur vísindamanna kynnti niðurstöður sínar í gær. Losun á CFC-11, einni tegund klórflúorkolefna sem eyða ósonlagi jarðar, var bönnuð með Montreal-sáttmálanum sem þjóðir heims samþykktu árið 1987. „Ég hef gert þessar mælingar í meira en þrjátíu ár og þetta er það sem hefur komið mest á óvart af því sem ég hef séð,“ segir Stephen Montzka, vísindamaður við Haf- og loftslagsstofnun Bandaríkjanna, sem er sleginn yfir niðurstöðunum við Washington Post.Sjá einnig:Óvænt og óútskýrt bakslag fyrir ósonlagið Aðildarríki Montreal-sáttmálans hafa gefið upp að framleiðsla á CFC-11 sé svo gott sem engin. Niðurstöðurnar nú benda því til þess að einhver virði bannið að vettugi. Vísindamennirnir treysta sér hins vegar ekki til að fullyrða um hvert gæti verið að verki. Gögnin bendi aðeins til þess að gasið gæti komið frá austurhluta Asíu.Hægir á bata ósonlagsins CFC-11 var aðallega notað í froðu en það getur lifað í allt að hálfa öld í lofthjúpi jarðar ef það sleppur þangað. Í millitíðinni stuðlar það að eyðingu ósons í heiðhvolfinu. Ósonlagið ver líf á jörðinni fyrir skaðlegum útfjólubláum geislum sólarinnar. Það hefur smám saman verið að ná sér í kjölfar Montreal-sáttmálans þó að það muni taka það áratugi að ná aftur fyrri styrk. Vísindamennirnir áætla að aukningin í CFC-11 hafi hægt á bata þess um 22%. „Það er ekki ljóst hvers vegna nokkurt land ætti að vilja byrja að framleiða og losa óvart CFC-11 þegar hagkvæmir kostir hafa lengi verið aðgengilegir,“ segir Robert Watson, fyrrverandi vísindamaður hjá bandarísku geimvísindastofnuninni NASA sem rannsakaði eyðingu ósons á 9. áratugnum. Talsmaður umhverfisáætlunar Bandaríkjanna sem hefur umsjón með Montreal-sáttmálanum segir að vísindanefnd sáttmálans verði að staðfesta niðurstöður mælinganna og leggja þær fyrir aðildarríkin. Sé einhver að framleiða CFC-11 í öðrum tilgangi en heimilt er samkvæmt sáttmálanum stangist það á við alþjóðalög. „Ef þessi losun heldur áfram óáreitt getur hún hægt að bata ósonlagsins. Það er þess vegna áríðandi að við metum þessi vísindi, finnum orsök þessarar losunar og grípum til viðeigandi ráðstafana,“ segir talsmaðurinn.
Umhverfismál Vísindi Tengdar fréttir Óvænt og óútskýrt bakslag fyrir ósonlagið Skammlíf klórflúorkolefni sem Montreal-sáttmálinn nær ekki yfir og breytingar á hringrás lofts í heiðhvolfinu vegna loftslagsbreytinga hafa verið nefndar sem mögulegar skýringar. 6. febrúar 2018 15:00 Ósongatið hefur ekki verið minna í tæp þrjátíu ár Óvanaleg hlýindi í heiðhvolfinu auk aðgerða manna til að draga úr losun ósoneyðandi efna er talin ástæðan þess að gatið skreppur saman. 3. nóvember 2017 13:47 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Sjá meira
Óvænt og óútskýrt bakslag fyrir ósonlagið Skammlíf klórflúorkolefni sem Montreal-sáttmálinn nær ekki yfir og breytingar á hringrás lofts í heiðhvolfinu vegna loftslagsbreytinga hafa verið nefndar sem mögulegar skýringar. 6. febrúar 2018 15:00
Ósongatið hefur ekki verið minna í tæp þrjátíu ár Óvanaleg hlýindi í heiðhvolfinu auk aðgerða manna til að draga úr losun ósoneyðandi efna er talin ástæðan þess að gatið skreppur saman. 3. nóvember 2017 13:47