Fyrrum landsliðsþjálfari Brasilíu ásakaður um kynferðisbrot Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 1. maí 2018 23:30 Petrix Barbosa er einn af þeim sem steig fram og ásakaði þjálfarann um misnotkun vísir/getty Fjöldi brasilískra fimleikastjarna hefur sakað fyrrum landsliðsþjálfara Brasilíu, Fernando de Carvalho Lopes, um að misnota þá kynferðislega. BBC greinir frá því að fimleikafólkið hafi greint frá því í sjónvarpsviðtali við TV Globo í heimalandinu að þjálfarinn hafi misnotað það, allt frá óviðeigandi snertingum í það að horfa á þau í sturtu. Þjálfarinn var leystur störfum frá brasilíska sambandinu fyrir Ólympíuleikana í heimalandinu árið 2016 eftir kvartanir frá foreldrum iðkenda. Í gær var hann svo rekinn frá félaginu sem hann hafði þjálfað í nærri tvo áratugi í Sao Paulo. Í viðtali við brasilíska fjölmiðla sagði Lopes að hann væri með hreina samvisku og hefði aldrei misnotað neinn. Einn fimleikamaður kom fram undir nafni í umfjöllun TV Globo, hinn 26 ára Petrix Barbosa. „Oftar en einu sinni vaknaði ég við það að hann var með höndina inn á buxunum mínum. Hann spurði okkur alltaf hvernig við værum að þroskast og bað um að sjá kynfærin til þess að geta aðlagað þjálfunina að því.“ Alls var talað við 42 fimleikamenn sem sögðust hafa orðið fyrir misnotkun frá Lopes. Ásakanirnar eru undir skoðun dómsyfirvalda í Brasilíu. Fimleikar MeToo Brasilía Tengdar fréttir Árum Nassar á bak við lás og slá fjölgar Þetta er þriðji dómurinn sem fellur yfir Nassar og hefur hann nú alls verið dæmdur til minnst 300 ára fangelsisvistar. 5. febrúar 2018 17:53 Nassar misnotaði 40 stelpur eftir að FBI fékk að vita af ásökunum New York Times birti um helgina ítarlega grein þar sem farið var yfir mál kynferðisbrotamannsins og læknisins Larry Nassar. Það koma ýmislegt í ljós þegar blaðamenn New York Times settu upp allar upplýsingar sínar um málið inn á tímalínu. 5. febrúar 2018 08:00 Talið að Nassar hafi misnotað allt að 265 stúlkur Réttarhöld yfir Larry Nassar halda áfram. 31. janúar 2018 17:41 Vann ÓL-gull en lenti í Nassar: „Velti því fyrir mér hvort að þetta hafi verið þess virði“ McKayla Maroney vann til margra eftirsóttra verðlauna á glæsilegum fimleikaferli sínum en hún var líka eitt af fórnarlömbum læknisins Larry Nassar. 18. apríl 2018 22:00 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Glóandi gómar hjálpa til í baráttunni við alvarleg höfuðhögg „Maður er búinn að vera á nálum“ Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Sjá meira
Fjöldi brasilískra fimleikastjarna hefur sakað fyrrum landsliðsþjálfara Brasilíu, Fernando de Carvalho Lopes, um að misnota þá kynferðislega. BBC greinir frá því að fimleikafólkið hafi greint frá því í sjónvarpsviðtali við TV Globo í heimalandinu að þjálfarinn hafi misnotað það, allt frá óviðeigandi snertingum í það að horfa á þau í sturtu. Þjálfarinn var leystur störfum frá brasilíska sambandinu fyrir Ólympíuleikana í heimalandinu árið 2016 eftir kvartanir frá foreldrum iðkenda. Í gær var hann svo rekinn frá félaginu sem hann hafði þjálfað í nærri tvo áratugi í Sao Paulo. Í viðtali við brasilíska fjölmiðla sagði Lopes að hann væri með hreina samvisku og hefði aldrei misnotað neinn. Einn fimleikamaður kom fram undir nafni í umfjöllun TV Globo, hinn 26 ára Petrix Barbosa. „Oftar en einu sinni vaknaði ég við það að hann var með höndina inn á buxunum mínum. Hann spurði okkur alltaf hvernig við værum að þroskast og bað um að sjá kynfærin til þess að geta aðlagað þjálfunina að því.“ Alls var talað við 42 fimleikamenn sem sögðust hafa orðið fyrir misnotkun frá Lopes. Ásakanirnar eru undir skoðun dómsyfirvalda í Brasilíu.
Fimleikar MeToo Brasilía Tengdar fréttir Árum Nassar á bak við lás og slá fjölgar Þetta er þriðji dómurinn sem fellur yfir Nassar og hefur hann nú alls verið dæmdur til minnst 300 ára fangelsisvistar. 5. febrúar 2018 17:53 Nassar misnotaði 40 stelpur eftir að FBI fékk að vita af ásökunum New York Times birti um helgina ítarlega grein þar sem farið var yfir mál kynferðisbrotamannsins og læknisins Larry Nassar. Það koma ýmislegt í ljós þegar blaðamenn New York Times settu upp allar upplýsingar sínar um málið inn á tímalínu. 5. febrúar 2018 08:00 Talið að Nassar hafi misnotað allt að 265 stúlkur Réttarhöld yfir Larry Nassar halda áfram. 31. janúar 2018 17:41 Vann ÓL-gull en lenti í Nassar: „Velti því fyrir mér hvort að þetta hafi verið þess virði“ McKayla Maroney vann til margra eftirsóttra verðlauna á glæsilegum fimleikaferli sínum en hún var líka eitt af fórnarlömbum læknisins Larry Nassar. 18. apríl 2018 22:00 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Glóandi gómar hjálpa til í baráttunni við alvarleg höfuðhögg „Maður er búinn að vera á nálum“ Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Sjá meira
Árum Nassar á bak við lás og slá fjölgar Þetta er þriðji dómurinn sem fellur yfir Nassar og hefur hann nú alls verið dæmdur til minnst 300 ára fangelsisvistar. 5. febrúar 2018 17:53
Nassar misnotaði 40 stelpur eftir að FBI fékk að vita af ásökunum New York Times birti um helgina ítarlega grein þar sem farið var yfir mál kynferðisbrotamannsins og læknisins Larry Nassar. Það koma ýmislegt í ljós þegar blaðamenn New York Times settu upp allar upplýsingar sínar um málið inn á tímalínu. 5. febrúar 2018 08:00
Talið að Nassar hafi misnotað allt að 265 stúlkur Réttarhöld yfir Larry Nassar halda áfram. 31. janúar 2018 17:41
Vann ÓL-gull en lenti í Nassar: „Velti því fyrir mér hvort að þetta hafi verið þess virði“ McKayla Maroney vann til margra eftirsóttra verðlauna á glæsilegum fimleikaferli sínum en hún var líka eitt af fórnarlömbum læknisins Larry Nassar. 18. apríl 2018 22:00