Sögufrægur gítarframleiðandi í þrot Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. maí 2018 23:30 Jimmy Page mundar Gibson-gítar á tónleikum á síðustu öld. Vísir/Getty Lánveitendur hins sögufræga bandaríska gítarframleiðanda Gibson hafa tekið yfir fyrirtækið eftir að stjórnendur þess óskuðu eftir því að fyrirtækið yrði tekið til gjaldþrotameðferðar. Margar af helstu tónlistarstjörnum heimsins hafa í gegnum tíðina skartað gítörum frá fyrirtækinu. Gibson hefur verið skuldum vafið eftir misheppnaðar yfirtökur á raftækjaframleiðendum í von um að með því væri hægt að renna frekari stoðum undir rekstur fyrirtækisins, sem frá árinu 1894 hefur að mestu einbeitt sér að framleiðslu hljóðfæra. Fyrirtækið er best þekkt fyrir rafmagnsgítara sína sem framleiddir eru í verksmiðjum Gibson í Bandaríkjunum. Elvis Presley, Neil Young, Jimmy Page, Jimi Hendrix og Eric Clapton eru meðal þeirra sem skartað hafa gítörum frá Gibson.Í frétt Financial Times segir að með því að óska eftir gjaldþrotameðferð geti fyrirtækið starfað áfram en á sama tíma losað sig við þá hluta starfseminnar sem ekki hafa staðið undir væntingum, en rekja má erfiðleika fyrirtækisins að mestu til skuldsettar yfirtöku á hluta af raftækjaframleiðslu Phillips-samstæðunnar árið 2014. Mun Gibson nú leggja áherslu á kjarnastarfsemi sína, framleiðslu og sölu á hljóðfærum en sú starfsemi hefur gengið vel undanfarin ár. Til að mynda seldi Gibson 170 þúsund gítara á síðasta ári í yfir 80 löndum.Hér að neðan má sjá yfirferð yfir sögu Gibson Les Paul rafmagnsgítarsins og þar fyrir neðan má sjá tónlistarmanninn Eric Clapton ræða um Les Paul gítar í sinni eigu. Tónlist Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Lánveitendur hins sögufræga bandaríska gítarframleiðanda Gibson hafa tekið yfir fyrirtækið eftir að stjórnendur þess óskuðu eftir því að fyrirtækið yrði tekið til gjaldþrotameðferðar. Margar af helstu tónlistarstjörnum heimsins hafa í gegnum tíðina skartað gítörum frá fyrirtækinu. Gibson hefur verið skuldum vafið eftir misheppnaðar yfirtökur á raftækjaframleiðendum í von um að með því væri hægt að renna frekari stoðum undir rekstur fyrirtækisins, sem frá árinu 1894 hefur að mestu einbeitt sér að framleiðslu hljóðfæra. Fyrirtækið er best þekkt fyrir rafmagnsgítara sína sem framleiddir eru í verksmiðjum Gibson í Bandaríkjunum. Elvis Presley, Neil Young, Jimmy Page, Jimi Hendrix og Eric Clapton eru meðal þeirra sem skartað hafa gítörum frá Gibson.Í frétt Financial Times segir að með því að óska eftir gjaldþrotameðferð geti fyrirtækið starfað áfram en á sama tíma losað sig við þá hluta starfseminnar sem ekki hafa staðið undir væntingum, en rekja má erfiðleika fyrirtækisins að mestu til skuldsettar yfirtöku á hluta af raftækjaframleiðslu Phillips-samstæðunnar árið 2014. Mun Gibson nú leggja áherslu á kjarnastarfsemi sína, framleiðslu og sölu á hljóðfærum en sú starfsemi hefur gengið vel undanfarin ár. Til að mynda seldi Gibson 170 þúsund gítara á síðasta ári í yfir 80 löndum.Hér að neðan má sjá yfirferð yfir sögu Gibson Les Paul rafmagnsgítarsins og þar fyrir neðan má sjá tónlistarmanninn Eric Clapton ræða um Les Paul gítar í sinni eigu.
Tónlist Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira