Fleiri heimilisofbeldismál eftir breytingu í Rússlandi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 30. apríl 2018 06:00 Hægt er að ljúka fyrsta máli um heimilisofbeldi með sekt. Vísir/Getty Skráð heimilisofbeldismál í Rússlandi hafa nær þrefaldast á stuttum tíma. Ástæðan er talin löggjöf sem afnam fangelsisrefsingu við fyrsta broti. Sektað er í staðinn. Lagabreytingin tók gildi síðasta vor og mætti umtalsverðri andstöðu. Andstæðingar breytinganna töldu að með lögunum væru stjórnvöld að veita leyfi fyrir slíku ofbeldi. Fylgjendur þess stóðu hins vegar fast á sínu og fór breytingin í gegn. Sem fyrr segir fól breytingin í sér að þeir sem gerast brotlegir í fyrsta sinn geta lokið sínu máli með greiðslu sektar. Gerist menn hins vegar ítrekað brotlegir bíður þeirra ákæra og sakamál fyrir dómi. „Breytingarnar tóku gildi í fyrra og þótt undarlegt megi virðast þá hefur skráðum heimilisofbeldismálum fjölgað í kjölfarið,“ segir Ekaterina Khodzhaeva, doktor í félagsfræði, við Al Jazeera. „Eins og málum var háttað áður gat það haft áhrif á framtíð barna og fjölskyldu þolandans að hafa skráð mál hans. Það fældi fólk frá því að leita til lögreglunnar. Þessi nýja framkvæmd hefur breytt þessu og fjölgað tilkynntum málum,“ segir Khodzhaeva. Vísar hún í því samhengi til þess að á fyrri helmingi ársins í fyrra hafi tilkynningar þrefaldast. Andstæðingar laganna telja þau enn skaðsöm og vilja ákvæði um nálgunarbann í rússnesk lög. „Aðgerðir á borð við nálgunarbann eru ekki refsing gagnvart gerandanum heldur tímabundnar aðgerðir til að koma í veg fyrir frekara ofbeldi og til verndar þolendum,“ segir Oksana Pushkina, rússneskur þingmaður. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Skráð heimilisofbeldismál í Rússlandi hafa nær þrefaldast á stuttum tíma. Ástæðan er talin löggjöf sem afnam fangelsisrefsingu við fyrsta broti. Sektað er í staðinn. Lagabreytingin tók gildi síðasta vor og mætti umtalsverðri andstöðu. Andstæðingar breytinganna töldu að með lögunum væru stjórnvöld að veita leyfi fyrir slíku ofbeldi. Fylgjendur þess stóðu hins vegar fast á sínu og fór breytingin í gegn. Sem fyrr segir fól breytingin í sér að þeir sem gerast brotlegir í fyrsta sinn geta lokið sínu máli með greiðslu sektar. Gerist menn hins vegar ítrekað brotlegir bíður þeirra ákæra og sakamál fyrir dómi. „Breytingarnar tóku gildi í fyrra og þótt undarlegt megi virðast þá hefur skráðum heimilisofbeldismálum fjölgað í kjölfarið,“ segir Ekaterina Khodzhaeva, doktor í félagsfræði, við Al Jazeera. „Eins og málum var háttað áður gat það haft áhrif á framtíð barna og fjölskyldu þolandans að hafa skráð mál hans. Það fældi fólk frá því að leita til lögreglunnar. Þessi nýja framkvæmd hefur breytt þessu og fjölgað tilkynntum málum,“ segir Khodzhaeva. Vísar hún í því samhengi til þess að á fyrri helmingi ársins í fyrra hafi tilkynningar þrefaldast. Andstæðingar laganna telja þau enn skaðsöm og vilja ákvæði um nálgunarbann í rússnesk lög. „Aðgerðir á borð við nálgunarbann eru ekki refsing gagnvart gerandanum heldur tímabundnar aðgerðir til að koma í veg fyrir frekara ofbeldi og til verndar þolendum,“ segir Oksana Pushkina, rússneskur þingmaður.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira