Ástæðan fyrir því að andstæðingarnir í D2: The Mighty Ducks voru íslenskir Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar 21. apríl 2018 19:00 Mörgum Íslendingum er hlýtt til Andanna miklu þrátt fyrir hvernig íslenska liðið var sýnt í myndinni. Vísir / AFP The Mighty Ducks er Disney-mynd um lítið íshokkílið sem vinnur stóra sigra. Myndin kom út árið 1992 og leikur Emilio Estevez aðalhlutverk myndarinnar, þjálfara liðsins. Myndin sló í gegn og fóru framleiðendur strax fram á það við Steve Brill, handritshöfund, að skrifuð yrði framhaldsmynd. Sú hlaut nafnið D2: The Mighty Ducks og kom út tveimur árum seinna, árið 1994. Í fyrstu myndinni höfðu Endurnar miklu tekist á við andstæðinga heima fyrir en nú vildi Brill færa baráttuna á alþjóðasviðið. Hann vildi þó ekki fara hina hefðbundnu leið og velja Rússa sem vondu kallana heldur fór að velta fyrir sér hvaða önnur norðurslóðaþjóð gæti orðið fyrir valinu. María Ellingsen lék á þessum tíma í sápuóperunni Santa Barbara en persóna Maríu í þáttunum var frá hinu kommúníska Austur-Þýskalandi. „Hún var saklaus þýsk stelpa sem kom á óvart að sjá banana, því hún skildi ekki hvaðan þeir kæmu.“ segir María um persónuna, en María var á þessum tíma tilbúin að venda kvæði sínu í kross og breyta til. „Ég var orðin þreytt á að vera ljóshærði, íslenski engillinn.“ Það gerðist svo á þessum tíma að María vingaðist við einn framleiðanda myndarinnar. Þannig kom það einhvern veginn saman, leitin að norðurslóðaþjóðinni og þrá Maríu að takast á við nýtt hlutverk. Ákveðið var að Ísland yrði heimaland vondu kallanna og María Ellingsen ráðin til að leika þjálfara liðsins. Handritshöfundurinn Brill viðurkennir að hann hafi ekkert vitað um Ísland þegar landið var valið. „Ég vissi ekki einu sinni að það væri hægt að komast þangað, ég vissi ekki að það væru flugvélar þar.“ Ekki er laust við að þeir Íslendingar sem hafa séð umrædda mynd hafi rekið sig á þá staðreynd að handritshöfundurinn vissi lítið sem ekkert um Ísland. Hér fyrir neðan má sjá hvernig heppnaðist hjá bandarískum leikurum myndarinnar að tileinka sér íslenskan hreim. Umfjöllunina í heild má lesa á vef útvarpsstöðvarinnar WBUR. Bíó og sjónvarp Disney Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira
The Mighty Ducks er Disney-mynd um lítið íshokkílið sem vinnur stóra sigra. Myndin kom út árið 1992 og leikur Emilio Estevez aðalhlutverk myndarinnar, þjálfara liðsins. Myndin sló í gegn og fóru framleiðendur strax fram á það við Steve Brill, handritshöfund, að skrifuð yrði framhaldsmynd. Sú hlaut nafnið D2: The Mighty Ducks og kom út tveimur árum seinna, árið 1994. Í fyrstu myndinni höfðu Endurnar miklu tekist á við andstæðinga heima fyrir en nú vildi Brill færa baráttuna á alþjóðasviðið. Hann vildi þó ekki fara hina hefðbundnu leið og velja Rússa sem vondu kallana heldur fór að velta fyrir sér hvaða önnur norðurslóðaþjóð gæti orðið fyrir valinu. María Ellingsen lék á þessum tíma í sápuóperunni Santa Barbara en persóna Maríu í þáttunum var frá hinu kommúníska Austur-Þýskalandi. „Hún var saklaus þýsk stelpa sem kom á óvart að sjá banana, því hún skildi ekki hvaðan þeir kæmu.“ segir María um persónuna, en María var á þessum tíma tilbúin að venda kvæði sínu í kross og breyta til. „Ég var orðin þreytt á að vera ljóshærði, íslenski engillinn.“ Það gerðist svo á þessum tíma að María vingaðist við einn framleiðanda myndarinnar. Þannig kom það einhvern veginn saman, leitin að norðurslóðaþjóðinni og þrá Maríu að takast á við nýtt hlutverk. Ákveðið var að Ísland yrði heimaland vondu kallanna og María Ellingsen ráðin til að leika þjálfara liðsins. Handritshöfundurinn Brill viðurkennir að hann hafi ekkert vitað um Ísland þegar landið var valið. „Ég vissi ekki einu sinni að það væri hægt að komast þangað, ég vissi ekki að það væru flugvélar þar.“ Ekki er laust við að þeir Íslendingar sem hafa séð umrædda mynd hafi rekið sig á þá staðreynd að handritshöfundurinn vissi lítið sem ekkert um Ísland. Hér fyrir neðan má sjá hvernig heppnaðist hjá bandarískum leikurum myndarinnar að tileinka sér íslenskan hreim. Umfjöllunina í heild má lesa á vef útvarpsstöðvarinnar WBUR.
Bíó og sjónvarp Disney Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira