Dansinn hefur fylgt mér Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 24. apríl 2018 06:00 Kveðjustundin að lokinni vorsýningu skólans var tregablandin. Vísir/Anton Vorsýning Ballettskóla Guðbjargar Björgvins var í Borgarleikhúsinu um síðustu helgi. Í huga margra var það tilfinningaþrungin stund þar sem Guðbjörg lét af stjórn við skólann sinn við það tilefni, á 35 ára afmæli hans. Þegar slegið er á þráðinn til hennar daginn eftir má hún varla vera að því að eyða tíma í viðtal enda að undirbúa kveðjutíma fyrir börnin og þeir taka tvo daga. „Þá koma nemendurnir og skoða upptöku af sýningunni. Ég geri það alltaf á vorin að kveðja þá almennilega fyrir sumarið,“ útskýrir hún og bætir svo við. „En viltu taka fram að skólinn er alls ekki að hætta, það er bara ég sem er að stíga til hliðar.“ Guðbjörg segir líf hennar hafa snúist um dansinn en hvaðan kom henni áhuginn upphaflega? „Ég held bara að foreldrum mínum hafi þótt gaman að setja einkadótturina í ballett. Ég byrjaði þegar ég var sex ára í Ballettskóla Sigríðar Ármann og dansinn hefur fylgt mér síðan.Ertu þá ekki rosa liðug? „Ég veit það nú ekki,“ svarar hún glaðlega. „Þegar maður er að verða sjötíu og tveggja ára fer maður kannski aðeins að stirðna. En ég kenni í skólanum og dansa með börnunum, þá er ég auðvitað alltaf á hreyfingu.“ Í ballettskóla Þjóðleikhússins kveðst Guðbjörg hafa tekið þátt í mörgum danssýningum, barnaleikritum, óperum og leiksýningum. „En ég starfaði aldrei sem dansari, heldur fór strax út í kennslu, hugur minn stóð alltaf til þess. Minn kennsluferill hófst í Listdansskóla Þjóðleikhússins, ég fór síðan eitt ár til Sigríðar Ármann og kenndi svo mörg ár við Dansskóla Eddu Scheving áður en ég stofnaði minn eigin skóla árið 1982.“ Fyrstu árin kveðst hún hafa verið með skólann í kjallara Sundlaugar Seltjarnarness en síðar fært hann í sal undir Hagkaupi á Eiðistorgi og aðsóknin hafi alltaf verið næg. „Ég hef aldrei sóst eftir því að vera með sérstaklega stóran skóla, heldur lagt meira upp úr að þekkja öll börnin og hafa aðstæðurnar notalegar.“ Nemendur eru á öllum aldri. „Forskólabörnin byrja þriggja ára og eru til sex ára, svo tekur við framhaldsdeild og þar eru nemendur allt fram yfir tvítugt. Alltaf eru tvær stórar sýningar á ári, jólasýningar á Eiðistorginu sjálfu og vorsýningarnar í Borgarleikhúsinu.“ En hvað ætlar Guðbjörg að taka sér fyrir hendur nú þegar skólanum sleppir? „O, ég veit ekki. Þetta verður eitthvað einkennilegt til að byrja með. Hugurinn verður tengdur ballettinum eitthvað áfram. En kannski gef ég mér tíma til að setjast niður einhvern tíma og lesa bók um miðjan dag.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Sjá meira
Vorsýning Ballettskóla Guðbjargar Björgvins var í Borgarleikhúsinu um síðustu helgi. Í huga margra var það tilfinningaþrungin stund þar sem Guðbjörg lét af stjórn við skólann sinn við það tilefni, á 35 ára afmæli hans. Þegar slegið er á þráðinn til hennar daginn eftir má hún varla vera að því að eyða tíma í viðtal enda að undirbúa kveðjutíma fyrir börnin og þeir taka tvo daga. „Þá koma nemendurnir og skoða upptöku af sýningunni. Ég geri það alltaf á vorin að kveðja þá almennilega fyrir sumarið,“ útskýrir hún og bætir svo við. „En viltu taka fram að skólinn er alls ekki að hætta, það er bara ég sem er að stíga til hliðar.“ Guðbjörg segir líf hennar hafa snúist um dansinn en hvaðan kom henni áhuginn upphaflega? „Ég held bara að foreldrum mínum hafi þótt gaman að setja einkadótturina í ballett. Ég byrjaði þegar ég var sex ára í Ballettskóla Sigríðar Ármann og dansinn hefur fylgt mér síðan.Ertu þá ekki rosa liðug? „Ég veit það nú ekki,“ svarar hún glaðlega. „Þegar maður er að verða sjötíu og tveggja ára fer maður kannski aðeins að stirðna. En ég kenni í skólanum og dansa með börnunum, þá er ég auðvitað alltaf á hreyfingu.“ Í ballettskóla Þjóðleikhússins kveðst Guðbjörg hafa tekið þátt í mörgum danssýningum, barnaleikritum, óperum og leiksýningum. „En ég starfaði aldrei sem dansari, heldur fór strax út í kennslu, hugur minn stóð alltaf til þess. Minn kennsluferill hófst í Listdansskóla Þjóðleikhússins, ég fór síðan eitt ár til Sigríðar Ármann og kenndi svo mörg ár við Dansskóla Eddu Scheving áður en ég stofnaði minn eigin skóla árið 1982.“ Fyrstu árin kveðst hún hafa verið með skólann í kjallara Sundlaugar Seltjarnarness en síðar fært hann í sal undir Hagkaupi á Eiðistorgi og aðsóknin hafi alltaf verið næg. „Ég hef aldrei sóst eftir því að vera með sérstaklega stóran skóla, heldur lagt meira upp úr að þekkja öll börnin og hafa aðstæðurnar notalegar.“ Nemendur eru á öllum aldri. „Forskólabörnin byrja þriggja ára og eru til sex ára, svo tekur við framhaldsdeild og þar eru nemendur allt fram yfir tvítugt. Alltaf eru tvær stórar sýningar á ári, jólasýningar á Eiðistorginu sjálfu og vorsýningarnar í Borgarleikhúsinu.“ En hvað ætlar Guðbjörg að taka sér fyrir hendur nú þegar skólanum sleppir? „O, ég veit ekki. Þetta verður eitthvað einkennilegt til að byrja með. Hugurinn verður tengdur ballettinum eitthvað áfram. En kannski gef ég mér tíma til að setjast niður einhvern tíma og lesa bók um miðjan dag.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Sjá meira