Hanna Rún fékk matareitrun: „Ég hélt að ég myndi deyja“ Stefán Árni Pálsson skrifar 25. apríl 2018 14:00 Hanna Rún og Bergþór hafa farið á kostum í þáttunum Allir geta dansað. vísir/atli „Ég er aðeins skárri í dag,“ segir dansarinn Hanna Rún Bazev Óladóttir sem fékk matareitrun í gær. Hún gat því lítið sem ekkert æft fyrir næsta þátt í Allir geta dansað. „Ég er mætt upp í World Class til að reyna klár að semja lotuna okkar,“ segir Hanna en hún og Bergþór Pálsson hafa unnið hug og hjörtu þjóðarinnar í skemmtiþáttunum Allir geta dansað sem eru á Stöð 2 á sunnudagskvöldum. „Við erum að labba rútínuna saman í gegn núna. Ég hef ekkert kastað upp í dag, enda er ekki dropi eftir en ég er með rosalega mikla beinverki og orkulaus. Þetta kom upp í gær og þá vaknaði ég með rosalega þaninn maga. Ég og Bergþór byrjum daginn á því að taka æfingu og það gekk bara rosalega vel. Síðan var planið að taka aukaæfingu, en hún stóð bara yfir í tuttugu mínútur og þá varð ég að hlaupa inn á klósett og byrjaði strax að kasta upp þar.“ Eignmaður Hönnu, Nikita Bazev, er staddur erlendis og því fór hún í foreldrahús með einkasoninn. „Ég varð að fara til mömmu og pabba með litla strákinn. Þau voru svona að hjálpa mér að mata hann, koma honum í háttinn og á leikskólann og svona. Ég gat bara ekki labbað og var með mikinn krampa og ótrúlega mikla beinverki. Ég hélt að ég myndi deyja, þetta var algjört ógeð.“ Hún segist hafa kastað upp linnulaust í sex klukkustundir. „Við náðum ekki að klára að semja sporin í gær og núna erum við að labba í gegnum þetta, svo Bergþór geti allavega tekið þetta upp á myndband og æft sig sjálfur.“ Parið dansar saman Quick-Step á sunnudagskvöldið og er það talin einn erfiðasti dansinn í keppninni. Allir geta dansað Dans Mest lesið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri Sjá meira
„Ég er aðeins skárri í dag,“ segir dansarinn Hanna Rún Bazev Óladóttir sem fékk matareitrun í gær. Hún gat því lítið sem ekkert æft fyrir næsta þátt í Allir geta dansað. „Ég er mætt upp í World Class til að reyna klár að semja lotuna okkar,“ segir Hanna en hún og Bergþór Pálsson hafa unnið hug og hjörtu þjóðarinnar í skemmtiþáttunum Allir geta dansað sem eru á Stöð 2 á sunnudagskvöldum. „Við erum að labba rútínuna saman í gegn núna. Ég hef ekkert kastað upp í dag, enda er ekki dropi eftir en ég er með rosalega mikla beinverki og orkulaus. Þetta kom upp í gær og þá vaknaði ég með rosalega þaninn maga. Ég og Bergþór byrjum daginn á því að taka æfingu og það gekk bara rosalega vel. Síðan var planið að taka aukaæfingu, en hún stóð bara yfir í tuttugu mínútur og þá varð ég að hlaupa inn á klósett og byrjaði strax að kasta upp þar.“ Eignmaður Hönnu, Nikita Bazev, er staddur erlendis og því fór hún í foreldrahús með einkasoninn. „Ég varð að fara til mömmu og pabba með litla strákinn. Þau voru svona að hjálpa mér að mata hann, koma honum í háttinn og á leikskólann og svona. Ég gat bara ekki labbað og var með mikinn krampa og ótrúlega mikla beinverki. Ég hélt að ég myndi deyja, þetta var algjört ógeð.“ Hún segist hafa kastað upp linnulaust í sex klukkustundir. „Við náðum ekki að klára að semja sporin í gær og núna erum við að labba í gegnum þetta, svo Bergþór geti allavega tekið þetta upp á myndband og æft sig sjálfur.“ Parið dansar saman Quick-Step á sunnudagskvöldið og er það talin einn erfiðasti dansinn í keppninni.
Allir geta dansað Dans Mest lesið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri Sjá meira