Söguleg stund á Kóreuskaganum á morgun Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. apríl 2018 07:16 Kim Jong-un og Moon Jae-in munu mætast á landamærum Norður- og Suður-Kóreu á föstudaginn. Vísir/Getty Kim Jong-un mun á morgun verða fyrsti leiðtogi Norður-Kóreu sem farið hefur yfir landamæri ríkisins í suðri frá því að Kóreustríðinu lauk óformlega árið 1953. Þar mun hann hitta forseta Suður-Jóreu, Moon Jae-in, sem sagður er ætla að taka persónulega á móti Kim við landamærin skömmu eftir miðnætti á íslenskum tíma. Þeir Moon og Kim munu funda um framtíð kjarnorkuvopnáætlunar Norður-Kóreu og hvernig samskiptum grannríkjanna verður háttað á komandi árum. Fundurinn er sagður marka þáttaskil í samskiptum ríkjanna en ítrekaðar eldflaugatilraunir Norðanmanna á síðustu árum urðu til þess að hleypa illu blóði í Suður-Kóreu og bandamenn þeirra. Þrátt fyrir að embættismenn Norður-Kóreu, til að mynda Kim Jong-un sjálfur, hafi ítrekað sagt á síðustu vikum að þeir séu tilbúnir að gefa kjarnorkuáætlun ríkisins upp á bátinn segja fulltrúar Suður-Kóreu að framundan séu flóknar viðræður. Þrátt fyrir yfirlýsingar Norðanmanna er ekki vitað hvað þeim gengur til eða hversu langt þeir eru tilbúnir að ganga í kjarnorkumálum. Fundurinn, sem fram fer um helgina, er þriðji fundurinn sem háttsettir fulltrúar Norður- og Suður-Kóreu hafa átt frá aldamótum. Þetta yrði þó fyrsti fundurinn þar sem leiðtogar ríkjanna beggja setjast saman við samningaborðið. Vonast er til að fundurinn verði til þess að hægt verði að ljúka Kóreustríðinu formlega, en það hefur í raun geisað frá árinu 1950. Ríkin lögðu þó niður vopn árið 1953. Mikið hefur verið rætt og ritað um hugsanlegan fund Kim og forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, sem fram á að fara í maí. Þrátt fyrir fundahöld um víða veröld, og leynilega heimsókn Mike Pompeo til Norður-Kóreu um páskana, er ekki enn vitað með fullri vissu hvort af honum verður. Norður-Kórea Tengdar fréttir Slökkva á áróðurshátölurunum Suður-Kóreumenn slökktu í morgun á hátalarastæðunni sem stendur á landamærum ríkisins við Norður-Kóreu. 23. apríl 2018 06:01 Leiðtogar heimsins fagna fregnum frá Norður-Kóreu Donald Trump og aðrir ráðamenn víða um heim fagna því að Norður-Kórea hyggst hætta tilraunum með kjarnorkuvopn. 21. apríl 2018 13:35 Vilji fyrir algerri afvopnun Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa tjáð nágrönnum sínum í suðri vilja sinn til þess að afkjarnorkuvæða Kóreuskaga alfarið. 20. apríl 2018 06:00 Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Sjá meira
Kim Jong-un mun á morgun verða fyrsti leiðtogi Norður-Kóreu sem farið hefur yfir landamæri ríkisins í suðri frá því að Kóreustríðinu lauk óformlega árið 1953. Þar mun hann hitta forseta Suður-Jóreu, Moon Jae-in, sem sagður er ætla að taka persónulega á móti Kim við landamærin skömmu eftir miðnætti á íslenskum tíma. Þeir Moon og Kim munu funda um framtíð kjarnorkuvopnáætlunar Norður-Kóreu og hvernig samskiptum grannríkjanna verður háttað á komandi árum. Fundurinn er sagður marka þáttaskil í samskiptum ríkjanna en ítrekaðar eldflaugatilraunir Norðanmanna á síðustu árum urðu til þess að hleypa illu blóði í Suður-Kóreu og bandamenn þeirra. Þrátt fyrir að embættismenn Norður-Kóreu, til að mynda Kim Jong-un sjálfur, hafi ítrekað sagt á síðustu vikum að þeir séu tilbúnir að gefa kjarnorkuáætlun ríkisins upp á bátinn segja fulltrúar Suður-Kóreu að framundan séu flóknar viðræður. Þrátt fyrir yfirlýsingar Norðanmanna er ekki vitað hvað þeim gengur til eða hversu langt þeir eru tilbúnir að ganga í kjarnorkumálum. Fundurinn, sem fram fer um helgina, er þriðji fundurinn sem háttsettir fulltrúar Norður- og Suður-Kóreu hafa átt frá aldamótum. Þetta yrði þó fyrsti fundurinn þar sem leiðtogar ríkjanna beggja setjast saman við samningaborðið. Vonast er til að fundurinn verði til þess að hægt verði að ljúka Kóreustríðinu formlega, en það hefur í raun geisað frá árinu 1950. Ríkin lögðu þó niður vopn árið 1953. Mikið hefur verið rætt og ritað um hugsanlegan fund Kim og forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, sem fram á að fara í maí. Þrátt fyrir fundahöld um víða veröld, og leynilega heimsókn Mike Pompeo til Norður-Kóreu um páskana, er ekki enn vitað með fullri vissu hvort af honum verður.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Slökkva á áróðurshátölurunum Suður-Kóreumenn slökktu í morgun á hátalarastæðunni sem stendur á landamærum ríkisins við Norður-Kóreu. 23. apríl 2018 06:01 Leiðtogar heimsins fagna fregnum frá Norður-Kóreu Donald Trump og aðrir ráðamenn víða um heim fagna því að Norður-Kórea hyggst hætta tilraunum með kjarnorkuvopn. 21. apríl 2018 13:35 Vilji fyrir algerri afvopnun Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa tjáð nágrönnum sínum í suðri vilja sinn til þess að afkjarnorkuvæða Kóreuskaga alfarið. 20. apríl 2018 06:00 Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Sjá meira
Slökkva á áróðurshátölurunum Suður-Kóreumenn slökktu í morgun á hátalarastæðunni sem stendur á landamærum ríkisins við Norður-Kóreu. 23. apríl 2018 06:01
Leiðtogar heimsins fagna fregnum frá Norður-Kóreu Donald Trump og aðrir ráðamenn víða um heim fagna því að Norður-Kórea hyggst hætta tilraunum með kjarnorkuvopn. 21. apríl 2018 13:35
Vilji fyrir algerri afvopnun Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa tjáð nágrönnum sínum í suðri vilja sinn til þess að afkjarnorkuvæða Kóreuskaga alfarið. 20. apríl 2018 06:00