Norður-Kóreumenn fagna „sögulegum“ fundi Samúel Karl Ólason skrifar 28. apríl 2018 20:42 Kim Jong-un og Moon Jae-in stíga yfir landamæri Norður- og Suður-Kóreu. Vísir/AFP Ríkisfjölmiðill Norður-Kóreu fagnar „sögulegum“ fundi Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, og Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, í gær. KCNA segir fundinn vera vendipunkt fyrir Kóreuskagann og var ákvörðun leiðtoganna að af-kjarnorkuvæða svæðið tekið fagnandi. Þrátt fyrir að KCNA hafi undanfarna mánuði ítrekað sagt að Norður-Kórea myndi aldrei láta kjarnorkuvopn sína af hendi.Kim Jong-un varð fyrsti leiðtogi Norður-Kóreu til að stíga fæti í Suður-Kóreu frá því að ríkin gerðu vopnahlé árið 1953. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst því yfir að ekki verði létt á þvingunum og refsiaðgerðum í garð Norður-Kóreu í aðdraganda fundar hans með Kim Jong-un. Ekki liggur fyrir hvenær sá fundur á að eiga sér stað né hvar. Samkvæmt Reuters er þó verið að íhuga að halda hann í Singapore.Í yfirlýsingu sem leiðtogarnir sendu út eftir fundinn sögðu Moon og Kim að fjandsamlegum aðgerðum ríkjanna í garð hvors annars yrði hætt, hlutlausa beltinu á landamærum ríkjanna yrði breytt í „friðarsvæði“ með því að hætta linnulausum áróðursútsendingum þar og bæði ríki fækkuðu í herafla sínum á svæðinu.Sjá einnig: Kóreuleiðtogarnir stefna á algera afkjarnorkuvæðingu eftir sögulegan fundÞrátt fyrir að fundurinn hafi leitt af sér háleit markmið hefur lítið sem ekkert komið fram um hvernig ná á þessum markmiðum. Þjóðarleiðtogar víða um heiminn hafa tekið fregnunum af varkárni. Sérfræðingar sem BBC ræddi við efast um vilja yfirvalda Norður-Kóreu til að fórna kjarnorkuvopnum sínum. Fyrri samkomulög ríkjanna hafa ekki borið árangur vegna kjarnorkuvopnatilrauna Norður-Kóreu og í kjölfar kosninga í Suður-Kóreu þar sem breytingar urðu á ríkisstjórnum. Hér má sjá sjónvarpsfrétt KCNA um fund leiðtoganna. Norður-Kórea Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Sjá meira
Ríkisfjölmiðill Norður-Kóreu fagnar „sögulegum“ fundi Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, og Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, í gær. KCNA segir fundinn vera vendipunkt fyrir Kóreuskagann og var ákvörðun leiðtoganna að af-kjarnorkuvæða svæðið tekið fagnandi. Þrátt fyrir að KCNA hafi undanfarna mánuði ítrekað sagt að Norður-Kórea myndi aldrei láta kjarnorkuvopn sína af hendi.Kim Jong-un varð fyrsti leiðtogi Norður-Kóreu til að stíga fæti í Suður-Kóreu frá því að ríkin gerðu vopnahlé árið 1953. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst því yfir að ekki verði létt á þvingunum og refsiaðgerðum í garð Norður-Kóreu í aðdraganda fundar hans með Kim Jong-un. Ekki liggur fyrir hvenær sá fundur á að eiga sér stað né hvar. Samkvæmt Reuters er þó verið að íhuga að halda hann í Singapore.Í yfirlýsingu sem leiðtogarnir sendu út eftir fundinn sögðu Moon og Kim að fjandsamlegum aðgerðum ríkjanna í garð hvors annars yrði hætt, hlutlausa beltinu á landamærum ríkjanna yrði breytt í „friðarsvæði“ með því að hætta linnulausum áróðursútsendingum þar og bæði ríki fækkuðu í herafla sínum á svæðinu.Sjá einnig: Kóreuleiðtogarnir stefna á algera afkjarnorkuvæðingu eftir sögulegan fundÞrátt fyrir að fundurinn hafi leitt af sér háleit markmið hefur lítið sem ekkert komið fram um hvernig ná á þessum markmiðum. Þjóðarleiðtogar víða um heiminn hafa tekið fregnunum af varkárni. Sérfræðingar sem BBC ræddi við efast um vilja yfirvalda Norður-Kóreu til að fórna kjarnorkuvopnum sínum. Fyrri samkomulög ríkjanna hafa ekki borið árangur vegna kjarnorkuvopnatilrauna Norður-Kóreu og í kjölfar kosninga í Suður-Kóreu þar sem breytingar urðu á ríkisstjórnum. Hér má sjá sjónvarpsfrétt KCNA um fund leiðtoganna.
Norður-Kórea Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Sjá meira