Trúir því að sér verði fyrirgefið Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. apríl 2018 09:17 Piers Morgan heimsótti Weinstein á meðferðarstofnun þar sem hann sækir sér meðferð við kynlífsfíkn. Vísir/samsettmynd/AFP Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðandi, sem sakaður er um kynferðisofbeldi og áreitni í garð á áttunda tug kvenna, telur að sér verði á endanum fyrirgefið. Þetta hefur sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan eftir Weinstein en hann heimsótti kvikmyndaframleiðandann í meðferðarstofnun í Arizona. Weinstein er 66 ára gamall. Í Lundúnum, New York og Los Angeles er lögregla að rannsaka ásakanir á hendur honum. Ásakanirnar eru allt frá áreitni að nauðgunum og spanna rúman áratug. Hann neitar því staðfastlega að hafa nauðgað konum. Þessa dagana er Weinstein í meðferð við kynlífsfíkn. Morgan og Weinstein ræddust við í rúman klukkutíma á meðferðarstofnuninni. Hann segist telja að á endanum muni Hollywood fyrirgefa sér. „Hann er að berjast,“ segir Morgan um Weinstein. „Ég get ekki sagt að ég sé í eins miklu áfalli yfir þessu og annað fólk í Hollywood. Sjáðu til, svona hefur kerfið verið frá því Hollywood varð til,“ hefur Sky News eftir Morgan. Hollywood hafi ávallt verið „siðlaust lastabæli“. „Hugmyndin um að Harvey Weinstein sé eina illmennið gengur bara ekki upp, biddu fyrir þér, sjáðu bara Mel Gibson: Harvey trúir því að sér verði fyrirgefið,“ segir Morgan en Weinstein er langt því frá sá eini í skemmtanageiranum sem hefur verið sakaður um kynferðisofbeldi. Frá því að fréttir tóku að spyrjast út um kynferðisglæpi Weinstein hefur fjöldi kvenna stigið fram og greint frá reynslu sinni af kynferðisofbeldi og þvingunum í störfum sínum í Hollywood. Konur í öðrum starfsgreinum, víða um heim, hafa síðan þá fundið styrk í frásögnum sviðslistakvenna og einnig stigið fram undir myllumerkinu #metoo. Mál Harvey Weinstein Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Umfjöllun um Harvey Weinstein hlaut Pulitzer-verðlaunin Umfjöllunin leiddi til þess að Weinstein var útskúfaður úr kvikmyndabransanum en fjöldi kvenna steig fram og lýsti ýmist kynferðislegu áreiti eða ofbeldi Weinstein í þeirra garð. 16. apríl 2018 23:40 Framleiðandi sakar Harvey Weinstein um líkamsárás Svo ósáttur var Weinstein við að útgáfa af kvikmynd um Marilyn Monroe sem hann vildi breyta fengi góðar viðtökur að hann hélt meðframleiðanda sínum föstum og hótaði honum öllu illu. 20. febrúar 2018 18:10 Neyðarsími vegna kynferðisofbeldis á Cannes kvikmyndahátíðinni Ein af þeim nauðgunum sem Harvey Weinstein er sakaður um átti sér stað á Cannes hátíðinni, 27. apríl 2018 23:30 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Fleiri fréttir Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþoti í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjá meira
Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðandi, sem sakaður er um kynferðisofbeldi og áreitni í garð á áttunda tug kvenna, telur að sér verði á endanum fyrirgefið. Þetta hefur sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan eftir Weinstein en hann heimsótti kvikmyndaframleiðandann í meðferðarstofnun í Arizona. Weinstein er 66 ára gamall. Í Lundúnum, New York og Los Angeles er lögregla að rannsaka ásakanir á hendur honum. Ásakanirnar eru allt frá áreitni að nauðgunum og spanna rúman áratug. Hann neitar því staðfastlega að hafa nauðgað konum. Þessa dagana er Weinstein í meðferð við kynlífsfíkn. Morgan og Weinstein ræddust við í rúman klukkutíma á meðferðarstofnuninni. Hann segist telja að á endanum muni Hollywood fyrirgefa sér. „Hann er að berjast,“ segir Morgan um Weinstein. „Ég get ekki sagt að ég sé í eins miklu áfalli yfir þessu og annað fólk í Hollywood. Sjáðu til, svona hefur kerfið verið frá því Hollywood varð til,“ hefur Sky News eftir Morgan. Hollywood hafi ávallt verið „siðlaust lastabæli“. „Hugmyndin um að Harvey Weinstein sé eina illmennið gengur bara ekki upp, biddu fyrir þér, sjáðu bara Mel Gibson: Harvey trúir því að sér verði fyrirgefið,“ segir Morgan en Weinstein er langt því frá sá eini í skemmtanageiranum sem hefur verið sakaður um kynferðisofbeldi. Frá því að fréttir tóku að spyrjast út um kynferðisglæpi Weinstein hefur fjöldi kvenna stigið fram og greint frá reynslu sinni af kynferðisofbeldi og þvingunum í störfum sínum í Hollywood. Konur í öðrum starfsgreinum, víða um heim, hafa síðan þá fundið styrk í frásögnum sviðslistakvenna og einnig stigið fram undir myllumerkinu #metoo.
Mál Harvey Weinstein Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Umfjöllun um Harvey Weinstein hlaut Pulitzer-verðlaunin Umfjöllunin leiddi til þess að Weinstein var útskúfaður úr kvikmyndabransanum en fjöldi kvenna steig fram og lýsti ýmist kynferðislegu áreiti eða ofbeldi Weinstein í þeirra garð. 16. apríl 2018 23:40 Framleiðandi sakar Harvey Weinstein um líkamsárás Svo ósáttur var Weinstein við að útgáfa af kvikmynd um Marilyn Monroe sem hann vildi breyta fengi góðar viðtökur að hann hélt meðframleiðanda sínum föstum og hótaði honum öllu illu. 20. febrúar 2018 18:10 Neyðarsími vegna kynferðisofbeldis á Cannes kvikmyndahátíðinni Ein af þeim nauðgunum sem Harvey Weinstein er sakaður um átti sér stað á Cannes hátíðinni, 27. apríl 2018 23:30 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Fleiri fréttir Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþoti í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjá meira
Umfjöllun um Harvey Weinstein hlaut Pulitzer-verðlaunin Umfjöllunin leiddi til þess að Weinstein var útskúfaður úr kvikmyndabransanum en fjöldi kvenna steig fram og lýsti ýmist kynferðislegu áreiti eða ofbeldi Weinstein í þeirra garð. 16. apríl 2018 23:40
Framleiðandi sakar Harvey Weinstein um líkamsárás Svo ósáttur var Weinstein við að útgáfa af kvikmynd um Marilyn Monroe sem hann vildi breyta fengi góðar viðtökur að hann hélt meðframleiðanda sínum föstum og hótaði honum öllu illu. 20. febrúar 2018 18:10
Neyðarsími vegna kynferðisofbeldis á Cannes kvikmyndahátíðinni Ein af þeim nauðgunum sem Harvey Weinstein er sakaður um átti sér stað á Cannes hátíðinni, 27. apríl 2018 23:30