Trúir því að sér verði fyrirgefið Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. apríl 2018 09:17 Piers Morgan heimsótti Weinstein á meðferðarstofnun þar sem hann sækir sér meðferð við kynlífsfíkn. Vísir/samsettmynd/AFP Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðandi, sem sakaður er um kynferðisofbeldi og áreitni í garð á áttunda tug kvenna, telur að sér verði á endanum fyrirgefið. Þetta hefur sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan eftir Weinstein en hann heimsótti kvikmyndaframleiðandann í meðferðarstofnun í Arizona. Weinstein er 66 ára gamall. Í Lundúnum, New York og Los Angeles er lögregla að rannsaka ásakanir á hendur honum. Ásakanirnar eru allt frá áreitni að nauðgunum og spanna rúman áratug. Hann neitar því staðfastlega að hafa nauðgað konum. Þessa dagana er Weinstein í meðferð við kynlífsfíkn. Morgan og Weinstein ræddust við í rúman klukkutíma á meðferðarstofnuninni. Hann segist telja að á endanum muni Hollywood fyrirgefa sér. „Hann er að berjast,“ segir Morgan um Weinstein. „Ég get ekki sagt að ég sé í eins miklu áfalli yfir þessu og annað fólk í Hollywood. Sjáðu til, svona hefur kerfið verið frá því Hollywood varð til,“ hefur Sky News eftir Morgan. Hollywood hafi ávallt verið „siðlaust lastabæli“. „Hugmyndin um að Harvey Weinstein sé eina illmennið gengur bara ekki upp, biddu fyrir þér, sjáðu bara Mel Gibson: Harvey trúir því að sér verði fyrirgefið,“ segir Morgan en Weinstein er langt því frá sá eini í skemmtanageiranum sem hefur verið sakaður um kynferðisofbeldi. Frá því að fréttir tóku að spyrjast út um kynferðisglæpi Weinstein hefur fjöldi kvenna stigið fram og greint frá reynslu sinni af kynferðisofbeldi og þvingunum í störfum sínum í Hollywood. Konur í öðrum starfsgreinum, víða um heim, hafa síðan þá fundið styrk í frásögnum sviðslistakvenna og einnig stigið fram undir myllumerkinu #metoo. Mál Harvey Weinstein Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Umfjöllun um Harvey Weinstein hlaut Pulitzer-verðlaunin Umfjöllunin leiddi til þess að Weinstein var útskúfaður úr kvikmyndabransanum en fjöldi kvenna steig fram og lýsti ýmist kynferðislegu áreiti eða ofbeldi Weinstein í þeirra garð. 16. apríl 2018 23:40 Framleiðandi sakar Harvey Weinstein um líkamsárás Svo ósáttur var Weinstein við að útgáfa af kvikmynd um Marilyn Monroe sem hann vildi breyta fengi góðar viðtökur að hann hélt meðframleiðanda sínum föstum og hótaði honum öllu illu. 20. febrúar 2018 18:10 Neyðarsími vegna kynferðisofbeldis á Cannes kvikmyndahátíðinni Ein af þeim nauðgunum sem Harvey Weinstein er sakaður um átti sér stað á Cannes hátíðinni, 27. apríl 2018 23:30 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðandi, sem sakaður er um kynferðisofbeldi og áreitni í garð á áttunda tug kvenna, telur að sér verði á endanum fyrirgefið. Þetta hefur sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan eftir Weinstein en hann heimsótti kvikmyndaframleiðandann í meðferðarstofnun í Arizona. Weinstein er 66 ára gamall. Í Lundúnum, New York og Los Angeles er lögregla að rannsaka ásakanir á hendur honum. Ásakanirnar eru allt frá áreitni að nauðgunum og spanna rúman áratug. Hann neitar því staðfastlega að hafa nauðgað konum. Þessa dagana er Weinstein í meðferð við kynlífsfíkn. Morgan og Weinstein ræddust við í rúman klukkutíma á meðferðarstofnuninni. Hann segist telja að á endanum muni Hollywood fyrirgefa sér. „Hann er að berjast,“ segir Morgan um Weinstein. „Ég get ekki sagt að ég sé í eins miklu áfalli yfir þessu og annað fólk í Hollywood. Sjáðu til, svona hefur kerfið verið frá því Hollywood varð til,“ hefur Sky News eftir Morgan. Hollywood hafi ávallt verið „siðlaust lastabæli“. „Hugmyndin um að Harvey Weinstein sé eina illmennið gengur bara ekki upp, biddu fyrir þér, sjáðu bara Mel Gibson: Harvey trúir því að sér verði fyrirgefið,“ segir Morgan en Weinstein er langt því frá sá eini í skemmtanageiranum sem hefur verið sakaður um kynferðisofbeldi. Frá því að fréttir tóku að spyrjast út um kynferðisglæpi Weinstein hefur fjöldi kvenna stigið fram og greint frá reynslu sinni af kynferðisofbeldi og þvingunum í störfum sínum í Hollywood. Konur í öðrum starfsgreinum, víða um heim, hafa síðan þá fundið styrk í frásögnum sviðslistakvenna og einnig stigið fram undir myllumerkinu #metoo.
Mál Harvey Weinstein Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Umfjöllun um Harvey Weinstein hlaut Pulitzer-verðlaunin Umfjöllunin leiddi til þess að Weinstein var útskúfaður úr kvikmyndabransanum en fjöldi kvenna steig fram og lýsti ýmist kynferðislegu áreiti eða ofbeldi Weinstein í þeirra garð. 16. apríl 2018 23:40 Framleiðandi sakar Harvey Weinstein um líkamsárás Svo ósáttur var Weinstein við að útgáfa af kvikmynd um Marilyn Monroe sem hann vildi breyta fengi góðar viðtökur að hann hélt meðframleiðanda sínum föstum og hótaði honum öllu illu. 20. febrúar 2018 18:10 Neyðarsími vegna kynferðisofbeldis á Cannes kvikmyndahátíðinni Ein af þeim nauðgunum sem Harvey Weinstein er sakaður um átti sér stað á Cannes hátíðinni, 27. apríl 2018 23:30 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Umfjöllun um Harvey Weinstein hlaut Pulitzer-verðlaunin Umfjöllunin leiddi til þess að Weinstein var útskúfaður úr kvikmyndabransanum en fjöldi kvenna steig fram og lýsti ýmist kynferðislegu áreiti eða ofbeldi Weinstein í þeirra garð. 16. apríl 2018 23:40
Framleiðandi sakar Harvey Weinstein um líkamsárás Svo ósáttur var Weinstein við að útgáfa af kvikmynd um Marilyn Monroe sem hann vildi breyta fengi góðar viðtökur að hann hélt meðframleiðanda sínum föstum og hótaði honum öllu illu. 20. febrúar 2018 18:10
Neyðarsími vegna kynferðisofbeldis á Cannes kvikmyndahátíðinni Ein af þeim nauðgunum sem Harvey Weinstein er sakaður um átti sér stað á Cannes hátíðinni, 27. apríl 2018 23:30