Einbeitingin á okkur sjálfum Hjörvar Ólafsson skrifar 10. apríl 2018 08:30 Íslensku stelpurnar vilja komast á annað stórmót. Vísir/Getty Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu heldur áfram vegferð sinni í átt að því að tryggja sér sæti í lokakeppni heimsmeistaramóts í fyrsta skipti í sögunni þegar liðið mætir Færeyjum í undankeppni mótsins á Þórsvelli í Gundadal í Þórshöfn í Færeyjum. Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska liðsins, segir að rúm sé til þess að bæta spilamennsku liðsins frá sigrinum gegn Slóveníu í síðustu umferð undankeppninnar. „Ég geri miklar kröfur til liðsins og ég og leikmenn liðsins vorum sammála um það, eftir að hafa horft á leikinn gegn Slóveníu saman, að við getum gert mun betur. Við erum að einblína á sjálf okkur í undirbúningi fyrir þennan leik, það er að hver og einn leikmaður skili eins góðri frammistöðu og mögulegt er. Ef það gerist þá fáum við jákvæð úrslit og getum gengið sátt frá borði,“ sagði Freyr í samtali við Fréttablaðið.Breytingar á byrjunarliðinu „Það eru allir leikmenn liðsins klárir í slaginn. Við munum gera nokkrar breytingar á byrjunarliði liðsins frá leiknum gegn Slóveníu, en það er hvorki vegna frammistöðu leikmanna né taktískar breytingar. Þetta eru breytingar sem eru gerðar þar sem við förum með aðrar áherslur inn í þennan leik en í leikinn gegn Slóveníu. Það verður lögð áhersla á það að nýta breidd vallarins og finna stöðuna maður á mann eins oft og auðið er í þessum leik,“ sagði Freyr um liðsskipan í leiknum í dag. Ísland mætti Færeyjum í fyrri leik liðanna í undankeppninni á Laugardalsvellinum um miðjan september á síðasta ári. Einstefna var að marki færeyska liðsins í þeim leik og loktatölurnar urðu 8-0 Íslandi í vil. Elín Metta Jensen, Fanndís Friðriksdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoruðu tvö mörk hver í þeim leik og Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir sitt markið hvor. Búast má við því að svipuð leikmynd verði uppi á teningnum í leik liðanna í dag. „Markatala gæti skipt máli, en við erum ekki að velta því fyrir okkur á þessum tímapunkti. Við höfum markatöluna bak við eyrað. Við reynum að skora eins mikið og við getum, en við berum virðingu fyrir andstæðingum og því verkefni sem við erum að fara út í,“ sagði Freyr aðspurður um það hvernig hann hygðist nálgast leikinn í dag.Barátta við Þjóðverja fram undan Ísland er í öðru sæti riðilsins með 10 stig fyrir leikinn gegn Færeyjum, en íslenska liðið er taplaust eftir að hafa leikið fjóra leiki í undankeppninni. Þýskaland, sem trónir á toppi riðilsins með 12 stig eftir fimm leiki, mætir Slóveníu í dag. Eina tap þýska liðsins í undankeppninni er 3-2 tap liðsins fyrir Íslandi í október á síðasta ári. Takist Íslandi að hafa betur gegn Færeyjum í dag og Slóveníu þegar liðin mætast á Laugardalsvellinum í júní í sumar verður íslenska liðið á toppi riðilsins þegar Ísland og Þýskaland mætast í toppslag riðilsins á Laugardalsvellinum í september næsta haust. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu heldur áfram vegferð sinni í átt að því að tryggja sér sæti í lokakeppni heimsmeistaramóts í fyrsta skipti í sögunni þegar liðið mætir Færeyjum í undankeppni mótsins á Þórsvelli í Gundadal í Þórshöfn í Færeyjum. Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska liðsins, segir að rúm sé til þess að bæta spilamennsku liðsins frá sigrinum gegn Slóveníu í síðustu umferð undankeppninnar. „Ég geri miklar kröfur til liðsins og ég og leikmenn liðsins vorum sammála um það, eftir að hafa horft á leikinn gegn Slóveníu saman, að við getum gert mun betur. Við erum að einblína á sjálf okkur í undirbúningi fyrir þennan leik, það er að hver og einn leikmaður skili eins góðri frammistöðu og mögulegt er. Ef það gerist þá fáum við jákvæð úrslit og getum gengið sátt frá borði,“ sagði Freyr í samtali við Fréttablaðið.Breytingar á byrjunarliðinu „Það eru allir leikmenn liðsins klárir í slaginn. Við munum gera nokkrar breytingar á byrjunarliði liðsins frá leiknum gegn Slóveníu, en það er hvorki vegna frammistöðu leikmanna né taktískar breytingar. Þetta eru breytingar sem eru gerðar þar sem við förum með aðrar áherslur inn í þennan leik en í leikinn gegn Slóveníu. Það verður lögð áhersla á það að nýta breidd vallarins og finna stöðuna maður á mann eins oft og auðið er í þessum leik,“ sagði Freyr um liðsskipan í leiknum í dag. Ísland mætti Færeyjum í fyrri leik liðanna í undankeppninni á Laugardalsvellinum um miðjan september á síðasta ári. Einstefna var að marki færeyska liðsins í þeim leik og loktatölurnar urðu 8-0 Íslandi í vil. Elín Metta Jensen, Fanndís Friðriksdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoruðu tvö mörk hver í þeim leik og Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir sitt markið hvor. Búast má við því að svipuð leikmynd verði uppi á teningnum í leik liðanna í dag. „Markatala gæti skipt máli, en við erum ekki að velta því fyrir okkur á þessum tímapunkti. Við höfum markatöluna bak við eyrað. Við reynum að skora eins mikið og við getum, en við berum virðingu fyrir andstæðingum og því verkefni sem við erum að fara út í,“ sagði Freyr aðspurður um það hvernig hann hygðist nálgast leikinn í dag.Barátta við Þjóðverja fram undan Ísland er í öðru sæti riðilsins með 10 stig fyrir leikinn gegn Færeyjum, en íslenska liðið er taplaust eftir að hafa leikið fjóra leiki í undankeppninni. Þýskaland, sem trónir á toppi riðilsins með 12 stig eftir fimm leiki, mætir Slóveníu í dag. Eina tap þýska liðsins í undankeppninni er 3-2 tap liðsins fyrir Íslandi í október á síðasta ári. Takist Íslandi að hafa betur gegn Færeyjum í dag og Slóveníu þegar liðin mætast á Laugardalsvellinum í júní í sumar verður íslenska liðið á toppi riðilsins þegar Ísland og Þýskaland mætast í toppslag riðilsins á Laugardalsvellinum í september næsta haust.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Sjá meira