Ísland sótti gull í greipar frænda okkar í Færeyjum Hjörvar Ólafsson skrifar 11. apríl 2018 06:30 Fanndís Friðriksdóttir innsiglaði sigurinn í Þórshöfn í gær. Vísir/Getty Leikmenn og forráðamenn íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu gerðu skýra kröfu um að tryggja sér sex stig úr leikjum sínum gegn Slóveníu og Færeyjum í undankeppni HM 2019. Ísland lagði Slóveníu að velli á föstudaginn var og íslenska liðið bjó svo um hnútana að markmiðið um stigin sex næðist með öruggum 5-0 sigri á Færeyjum í gærkvöldi. Ísland er nú tveimur stigum á eftir Þýskalandi sem trónar á toppi riðilsins, en íslenska liðið á leik til góða á Þjóðverja. Ísland mætir Slóveníu á Laugardalsvelli 11. júní næstkomandi og takist íslenska liðinu að fara með sigur af hólmi í þeim leik verður liðið með eins stigs forskot á Þýskaland þegar liðin mætast í toppslag riðilsins í september næsta haust. Það voru Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Rakel Hönnudóttir, Harpa Þorsteinsdóttir, Agla María Albertsdóttir og Fanndís Friðriksdóttir sem skoruðu mörk íslenska liðsins í gær. Gunnhildur Yrsa er þar af leiðandi orðin markahæsti leikmaður íslenska liðsins í undankeppninni með fjögur mörk. Rakel Hönnudóttir skoraði líkt og Gunnhildur Yrsa í báðum leikjunum í þessum legg í undankeppninni. Þá skoraði Harpa sitt fyrsta landsliðsmark síðan í lokakeppni EM 2017 og Agla María fyrsta mark sitt fyrir íslenska landsliðið.Allt gengur samkvæmt áætlun „Við erum bara kampakát með þessa niðurstöðu og það er mikill léttir að hafa landað þessum tveimur sigrum gegn Slóveníu og síðan Færeyjum. Þetta var þolinmæðisverk og Færeyjar létu okkur hafa fyrir þessum sigri. Það er hins vegar jákvætt að skora fimm góð mörk og halda markinu hreinu,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska liðsins, brattur þegar Fréttablaðið ræddi við hann eftir leikinn í gærkvöldi. „Við skerptum á okkar áherslum í hálfleik og seinni hálfleikur var mun betri en sá fyrri. Þar fórum við eftir þeirri uppskrift sem lögð var upp fyrir leikinn og vorum árásargjarnari í sóknaraðgerðum okkar. Það er jákvætt að Harpa hafi fundið netmöskvana og það er gaman að sjá í hversu góðu formi Gunnhildur Yrsa er. Annars var þetta liðssigur og margar sem spiluðu vel að þessu sinni,“ sagði Freyr um frammistöðu íslenska liðsins. „Það er frábært að vera búin með útileikina okkar í þessari undankeppni og að vera í svona góðri stöðu á þessum tímapunkti. Við erum einmitt í þeirri stöðu sem við ætluðum okkur fyrir heimaleikina þrjá sem fram undan eru. Nú er eitt ljón í veginum, það er Slóvenía á heimavelli í júní, en sigur í þeim leik tryggir toppslag gegn Þýskalandi næst haust,“ sagði Freyr um framhaldið hjá íslenska liðinu. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Sjá meira
Leikmenn og forráðamenn íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu gerðu skýra kröfu um að tryggja sér sex stig úr leikjum sínum gegn Slóveníu og Færeyjum í undankeppni HM 2019. Ísland lagði Slóveníu að velli á föstudaginn var og íslenska liðið bjó svo um hnútana að markmiðið um stigin sex næðist með öruggum 5-0 sigri á Færeyjum í gærkvöldi. Ísland er nú tveimur stigum á eftir Þýskalandi sem trónar á toppi riðilsins, en íslenska liðið á leik til góða á Þjóðverja. Ísland mætir Slóveníu á Laugardalsvelli 11. júní næstkomandi og takist íslenska liðinu að fara með sigur af hólmi í þeim leik verður liðið með eins stigs forskot á Þýskaland þegar liðin mætast í toppslag riðilsins í september næsta haust. Það voru Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Rakel Hönnudóttir, Harpa Þorsteinsdóttir, Agla María Albertsdóttir og Fanndís Friðriksdóttir sem skoruðu mörk íslenska liðsins í gær. Gunnhildur Yrsa er þar af leiðandi orðin markahæsti leikmaður íslenska liðsins í undankeppninni með fjögur mörk. Rakel Hönnudóttir skoraði líkt og Gunnhildur Yrsa í báðum leikjunum í þessum legg í undankeppninni. Þá skoraði Harpa sitt fyrsta landsliðsmark síðan í lokakeppni EM 2017 og Agla María fyrsta mark sitt fyrir íslenska landsliðið.Allt gengur samkvæmt áætlun „Við erum bara kampakát með þessa niðurstöðu og það er mikill léttir að hafa landað þessum tveimur sigrum gegn Slóveníu og síðan Færeyjum. Þetta var þolinmæðisverk og Færeyjar létu okkur hafa fyrir þessum sigri. Það er hins vegar jákvætt að skora fimm góð mörk og halda markinu hreinu,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska liðsins, brattur þegar Fréttablaðið ræddi við hann eftir leikinn í gærkvöldi. „Við skerptum á okkar áherslum í hálfleik og seinni hálfleikur var mun betri en sá fyrri. Þar fórum við eftir þeirri uppskrift sem lögð var upp fyrir leikinn og vorum árásargjarnari í sóknaraðgerðum okkar. Það er jákvætt að Harpa hafi fundið netmöskvana og það er gaman að sjá í hversu góðu formi Gunnhildur Yrsa er. Annars var þetta liðssigur og margar sem spiluðu vel að þessu sinni,“ sagði Freyr um frammistöðu íslenska liðsins. „Það er frábært að vera búin með útileikina okkar í þessari undankeppni og að vera í svona góðri stöðu á þessum tímapunkti. Við erum einmitt í þeirri stöðu sem við ætluðum okkur fyrir heimaleikina þrjá sem fram undan eru. Nú er eitt ljón í veginum, það er Slóvenía á heimavelli í júní, en sigur í þeim leik tryggir toppslag gegn Þýskalandi næst haust,“ sagði Freyr um framhaldið hjá íslenska liðinu.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Sjá meira