Átta Kamerúnar nýttu Samveldisleikana til þess að strjúka Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. apríl 2018 23:30 Arcangeline Fouodji Sonkbou keppti fyrir Kamerún á Samveldisleikunum í Ástralíu en er nú horfin eins og ljós í myrkri. Átta íþróttamenn frá Kamerún eru horfnir í Ástralíu en þar áttu þeir að keppa fyrir hönd síns lands á Samveldisleikunum. Þetta staðfesta herbúðir kamerúnska liðsins, en BBC greinir frá. Simon Molombe, fjölmiðlafulltrúi kamerúnska liðsins, segir í viðtali við BBC að litið sé þannig á málið að íþróttamennirnir hafi strokið og er búið að tilkynna málið til lögreglu. Í hópnum eru þrír lyftingarmenn og fimm hnefaleikakappar en þeir hafa ekki sést síðan á mánudag og þriðjudag. Allir átta eru með gilda vegabréfsáritun til 15. maí en eftir það mega þeir ekki dvelja lengur í Ástralíu. „Yfirvöld í Kamerún eru mjög óánægð með liðhlaupana. Sumir voru ekki einu sinni búnir að keppa. Við vonumst til þess að þeir komi aftur til okkar og ferðist með okkur heim til Kamerún,“ segir fjölmiðlafulltrúinn. Áströlsk yfirvöld hafa varað íþróttamenninna við því að vera lengur í landinu en vegabréfsáritun þeirra gerir ráð fyrir. Lítið er hægt að gera í málinu að svo stöddu þar sem Kamerúnunum er frjálst að ferðast eins og þeir vilja um landið til 15. maí. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem íþróttamenn frá Kamerún nýta íþróttamót til að flýja heimalandið en sjö Kamerúnar hurfu sporlaust í London þegar að Ólympíuleikarnir fóru þar fram í ágúst árið 2012. Aðrar íþróttir Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Sjá meira
Átta íþróttamenn frá Kamerún eru horfnir í Ástralíu en þar áttu þeir að keppa fyrir hönd síns lands á Samveldisleikunum. Þetta staðfesta herbúðir kamerúnska liðsins, en BBC greinir frá. Simon Molombe, fjölmiðlafulltrúi kamerúnska liðsins, segir í viðtali við BBC að litið sé þannig á málið að íþróttamennirnir hafi strokið og er búið að tilkynna málið til lögreglu. Í hópnum eru þrír lyftingarmenn og fimm hnefaleikakappar en þeir hafa ekki sést síðan á mánudag og þriðjudag. Allir átta eru með gilda vegabréfsáritun til 15. maí en eftir það mega þeir ekki dvelja lengur í Ástralíu. „Yfirvöld í Kamerún eru mjög óánægð með liðhlaupana. Sumir voru ekki einu sinni búnir að keppa. Við vonumst til þess að þeir komi aftur til okkar og ferðist með okkur heim til Kamerún,“ segir fjölmiðlafulltrúinn. Áströlsk yfirvöld hafa varað íþróttamenninna við því að vera lengur í landinu en vegabréfsáritun þeirra gerir ráð fyrir. Lítið er hægt að gera í málinu að svo stöddu þar sem Kamerúnunum er frjálst að ferðast eins og þeir vilja um landið til 15. maí. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem íþróttamenn frá Kamerún nýta íþróttamót til að flýja heimalandið en sjö Kamerúnar hurfu sporlaust í London þegar að Ólympíuleikarnir fóru þar fram í ágúst árið 2012.
Aðrar íþróttir Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Sjá meira