Arctic og Bergmál á kvikmyndahátíðinni í Cannes Stefán Árni Pálsson skrifar 13. apríl 2018 16:15 Mads Mikkelsen í Arctic. © HELEN SLOAN Kvikmyndirnar Arctic og Bergmál hafa verið valdar til þátttöku á kvikmyndahátíðina í Cannes. Arctic er kvikmynd sem stórleikarinn Mads Mikkelsen leikur aðalhlutverkið í og er um mann sem þarf að bjarga sér og lifa af á heimskautaslóðum, eftir að flugvél hans brotlendir. María Thelma Smáradóttir leikur hlutverk í myndinni. Arctic er öll tekin upp á Íslandi og með íslensku tökuliði, framleidd af Pegasus, Armory films og Union Entertainment Group. Joe Penna leikstýrir myndinni og skrifar handrit ásamt Ryan Morrison, en allar aðrar lykilstöður voru mannaðar með Íslendingum. Tómas Tómasson var kvikmyndatökumaður, Margrét Einarsdóttir sá um búninga, Ragna Fossberg sá um förðun og Atli Geir Grétarsson og Gunnar Pálsson gerðu leikmynd. Mun myndin verða sýnd í flokknum Official selection 2018 Midnight section.Fyrsta íslenska myndin Tökur stóðu í 22 daga og fóru fram við Nesjavelli, í Bláfjöllum og við Fellsendavatn skammt frá Þórisvatni. Bergmál er kvikmynd sem Rúnar Rúnarsson leikstýrir og hefur verið valin inn á l´Atelier, sem er partur af aðalhluta Cannes kvikmyndahátíðarinnar. Er þetta í fyrsta skipti sem íslensk mynd tekur þátt í þessum hluta hátíðarinnar. Þrisvar áður hefur Rúnar verið valin með myndir til keppni á Cannes kvikmyndahátíðinni. Rúnar byrjaði að láta í sér kveða innan kvikmyndaheimsins þegar stuttmyndin Síðasti Bærinn var tilnefnd til Óskarverðlauna 2006. Síðan þá hafa myndir eftir hann hlotið yfir eitthundrað alþjóðleg kvikmyndaverðlaun og verið sýndar á helstu kvikmyndahátíðum heimsins. Bergmál er ljóðræn kvikmynd, um íslenskt samfélag, sem byrjar á aðventunni í aðdraganda jóla og endar á nýársdag. Myndin er framleidd af Nimbus Ísland, Pegasus, Nimbus Films og Halibut. Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Kvikmyndirnar Arctic og Bergmál hafa verið valdar til þátttöku á kvikmyndahátíðina í Cannes. Arctic er kvikmynd sem stórleikarinn Mads Mikkelsen leikur aðalhlutverkið í og er um mann sem þarf að bjarga sér og lifa af á heimskautaslóðum, eftir að flugvél hans brotlendir. María Thelma Smáradóttir leikur hlutverk í myndinni. Arctic er öll tekin upp á Íslandi og með íslensku tökuliði, framleidd af Pegasus, Armory films og Union Entertainment Group. Joe Penna leikstýrir myndinni og skrifar handrit ásamt Ryan Morrison, en allar aðrar lykilstöður voru mannaðar með Íslendingum. Tómas Tómasson var kvikmyndatökumaður, Margrét Einarsdóttir sá um búninga, Ragna Fossberg sá um förðun og Atli Geir Grétarsson og Gunnar Pálsson gerðu leikmynd. Mun myndin verða sýnd í flokknum Official selection 2018 Midnight section.Fyrsta íslenska myndin Tökur stóðu í 22 daga og fóru fram við Nesjavelli, í Bláfjöllum og við Fellsendavatn skammt frá Þórisvatni. Bergmál er kvikmynd sem Rúnar Rúnarsson leikstýrir og hefur verið valin inn á l´Atelier, sem er partur af aðalhluta Cannes kvikmyndahátíðarinnar. Er þetta í fyrsta skipti sem íslensk mynd tekur þátt í þessum hluta hátíðarinnar. Þrisvar áður hefur Rúnar verið valin með myndir til keppni á Cannes kvikmyndahátíðinni. Rúnar byrjaði að láta í sér kveða innan kvikmyndaheimsins þegar stuttmyndin Síðasti Bærinn var tilnefnd til Óskarverðlauna 2006. Síðan þá hafa myndir eftir hann hlotið yfir eitthundrað alþjóðleg kvikmyndaverðlaun og verið sýndar á helstu kvikmyndahátíðum heimsins. Bergmál er ljóðræn kvikmynd, um íslenskt samfélag, sem byrjar á aðventunni í aðdraganda jóla og endar á nýársdag. Myndin er framleidd af Nimbus Ísland, Pegasus, Nimbus Films og Halibut.
Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira